Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
26.5.2010 | 22:05
Sól
Fámennt á miðvikudegi. Í útiklefa voru Flosi, Þorvaldur, Kári, ritari og Einar blómasali með sólgleraugu sem hann hefur fengið að láni hjá konu sinni. Rætt um athöfnina að taka á sig hlaupafatnað út frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Menn hafa ýmislegan hátt á í því efni. Það var stemmari fyrir löngu hlaupi í dag því veður var gott og jafnvel áhugi á sjóbaði. Í Brottfararsal voru Jörundur, Margrét, Benedikt, Þorbjörg K., Rúnar meiddur, og einhver taldi sig jafnvel hafa séð Björninn. Ég fór með vísu fyrir Benedikt. Honum var ekki skemmt.
Mönnum fannst merkilegt að þrátt fyrir hina miklu og ágætu kynningu sem Hlaupasamtökin fengu í seinasta tölublaði héraðsfréttablaðs Vesturbæjarins hafi engir nýir hlauparar séð ástæðu til að mæta á auglýstum hlaupatímum. Óskiljanlegt! Einhverjir illgjarnir í hópnum töldu að skýringuna væri að finna í ljósmyndinni, þar sem nokkrir afgamlir og óhlaupalegir karlar stilltu sér upp í fremstu röð. Var fullyrt að þetta væri aðeins til þess að fæla frá. Þessu mótmælti ritari kröftuglega og taldi þá hina sömu hlaupara einmitt sönnun á ágæti hlaupa.
Jörundur gagnrýndi prófessor Keldensis fyrir að hafa skráð gönguferð á flatlendinu í Hrísey sem fjallgöngu í hlaupadagbókinni. Hafði fullan hug á að spyrja prófessorinn hvort þetta hafi verið mikið klifur!
Hópurinn var tví- eða þrískiptur í dag. Hefðbundnir hraðfarar sem tóku líklega Þriggjabrúahlaup. Einhverjir hafa hugsanlega farið Hlíðarfót. En eftir Nauthólsvík héldum við Flosi og blómasalinn áfram í Fossvoginn. Þar mættum við sprækum hlaupurum úr öðrum hlaupahópum. Bunan góða á sínum stað, en búið að lækka í henni. Þarna hélt Flosi áfram en við blómasalinn fengum okkur að drekka. Skilningur var um að við myndum ná Flosa. Hann setti hins vegar í "áframgírinn" og leit ekki um öxl, var kominn langt á undan okkur er komið var inn að Víkingsheimili.
Einar var eitthvað slappur og fannst of heitt að hlaupa svo ég aumkaði mig yfir hann og féllst á að fara Stokk, 16 km, og leyfðum Flosa að halda áfram inn og upp Elliðaárdalinn, upp að Fossi. Eiginlega var þetta þannig að Flosi hægði á sér á hólmanum í Elliðaám til að leyfa okkur að ná sér, en við hægðum enn meira á okkur. Dóluðum okkur þetta og gengum á köflum. Ég sagði honum frá Bústaðahverfinu og Smáíbúðahverfinu þar sem ég sleit barnsskónum og Réttarholtsvegur var yztu mörk tilverunnar. Frá bardögum við villinga í Hólmgarðinum og niðri á mýrinni sunnan við Vogana þar sem finna mátti Vogavillinga í fjöru. Þetta fannst blómasalanum merkilegt.
Það var of kalt til að fara í sjóinn. Norðangjóla. Svo að það var bara að hlaupa og halda á sér hita. Lukum við 16 kílómetrana á 1:36. Farið í pott og rætt við Bjössa, Þorbjörgu og René um pitsugerð. Margt fróðlegt sem bar á góma þar. Næsta hlaup föstudag kl. 16:30.
Mönnum fannst merkilegt að þrátt fyrir hina miklu og ágætu kynningu sem Hlaupasamtökin fengu í seinasta tölublaði héraðsfréttablaðs Vesturbæjarins hafi engir nýir hlauparar séð ástæðu til að mæta á auglýstum hlaupatímum. Óskiljanlegt! Einhverjir illgjarnir í hópnum töldu að skýringuna væri að finna í ljósmyndinni, þar sem nokkrir afgamlir og óhlaupalegir karlar stilltu sér upp í fremstu röð. Var fullyrt að þetta væri aðeins til þess að fæla frá. Þessu mótmælti ritari kröftuglega og taldi þá hina sömu hlaupara einmitt sönnun á ágæti hlaupa.
Jörundur gagnrýndi prófessor Keldensis fyrir að hafa skráð gönguferð á flatlendinu í Hrísey sem fjallgöngu í hlaupadagbókinni. Hafði fullan hug á að spyrja prófessorinn hvort þetta hafi verið mikið klifur!
Hópurinn var tví- eða þrískiptur í dag. Hefðbundnir hraðfarar sem tóku líklega Þriggjabrúahlaup. Einhverjir hafa hugsanlega farið Hlíðarfót. En eftir Nauthólsvík héldum við Flosi og blómasalinn áfram í Fossvoginn. Þar mættum við sprækum hlaupurum úr öðrum hlaupahópum. Bunan góða á sínum stað, en búið að lækka í henni. Þarna hélt Flosi áfram en við blómasalinn fengum okkur að drekka. Skilningur var um að við myndum ná Flosa. Hann setti hins vegar í "áframgírinn" og leit ekki um öxl, var kominn langt á undan okkur er komið var inn að Víkingsheimili.
Einar var eitthvað slappur og fannst of heitt að hlaupa svo ég aumkaði mig yfir hann og féllst á að fara Stokk, 16 km, og leyfðum Flosa að halda áfram inn og upp Elliðaárdalinn, upp að Fossi. Eiginlega var þetta þannig að Flosi hægði á sér á hólmanum í Elliðaám til að leyfa okkur að ná sér, en við hægðum enn meira á okkur. Dóluðum okkur þetta og gengum á köflum. Ég sagði honum frá Bústaðahverfinu og Smáíbúðahverfinu þar sem ég sleit barnsskónum og Réttarholtsvegur var yztu mörk tilverunnar. Frá bardögum við villinga í Hólmgarðinum og niðri á mýrinni sunnan við Vogana þar sem finna mátti Vogavillinga í fjöru. Þetta fannst blómasalanum merkilegt.
Það var of kalt til að fara í sjóinn. Norðangjóla. Svo að það var bara að hlaupa og halda á sér hita. Lukum við 16 kílómetrana á 1:36. Farið í pott og rætt við Bjössa, Þorbjörgu og René um pitsugerð. Margt fróðlegt sem bar á góma þar. Næsta hlaup föstudag kl. 16:30.
Pistill Ritara | Breytt s.d. kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.5.2010 | 18:48
Hlaupið í sumarblíðu á annan í hvítasunnu
Fjórir mættir til hlaupa hjá Hlaupasamtökum Lýðveldisins á annan í hvítasunnu: Ólafur Þorsteinsson, Þorvaldur, Jörundur og Ólafur ritari. Vart þarf að fara orðum um veðurfar, einmunablíða, heiðskírt, nánast logn, aðeins andvari þegar komið var norður fyrir. Slík var spennan fyrir hlaupi dagsins að mönnum láðist að hafa með sér allt hlaupagírið í hlaup, en það kom ekki að sök, á svona degi fyrirgefst margt. Jörundur búinn að láta opna augun á sér með aðgerð, óttuðust viðstaddir að hann fengi nýja sýn á kommúnisma og lúpínu og að til skaðsemda horfði.
Slík voru hlýindin að menn gátu sig vart hrært án þess að lýsið rynni. Komum fljótt auga á konu sem rann á undan okkur og fylgdum henni lengi vel, unz komið var í Skerjafjörðinn, þá gafst hún upp og sneri við. Stuttu síðar hitti Ó. Þorsteinsson Zóphanías sundfélaga og varð að stoppa til að spjalla. Aftur varð að stanza í Nauthólsvík þar sem við rákumst á Magnús Torfason knattspyrnumann og tannlækni.
Þetta var ekki búið. Þegar komið var á móts við lögreglustöð mættum við dr. Guðrúnu Geirsdóttur Zoega, hlaupara í TKS, sem var á undarlegu róli, alein og yfirgefin. Upphóf hún mikla mærðarrollu um Hlaupasamtökin og hið gróskumikla félagslíf þeirra. Við útskýrðum fyrir henni innvígsluhefðir Samtakanna og ástæður þess að okkur héldist svo vel á nýju og efnilegu fólki. Jæja, við héldum áfram og slógum hvergi af þrátt fyrir mikinn hita. Fórum um Austurvöll til að kanna áhuga gesta þar á að hylla miðaldra hlaupara. Sá áhugi gerði ekki vart við sig.
Fámennt í potti, einungis dr. Baldur úr menningardeild Samtakanna og var farið yfir helztu stykki í leikhúsum borgarinnar. Næst hlaupið á miðvikudag: langt!
Slík voru hlýindin að menn gátu sig vart hrært án þess að lýsið rynni. Komum fljótt auga á konu sem rann á undan okkur og fylgdum henni lengi vel, unz komið var í Skerjafjörðinn, þá gafst hún upp og sneri við. Stuttu síðar hitti Ó. Þorsteinsson Zóphanías sundfélaga og varð að stoppa til að spjalla. Aftur varð að stanza í Nauthólsvík þar sem við rákumst á Magnús Torfason knattspyrnumann og tannlækni.
Þetta var ekki búið. Þegar komið var á móts við lögreglustöð mættum við dr. Guðrúnu Geirsdóttur Zoega, hlaupara í TKS, sem var á undarlegu róli, alein og yfirgefin. Upphóf hún mikla mærðarrollu um Hlaupasamtökin og hið gróskumikla félagslíf þeirra. Við útskýrðum fyrir henni innvígsluhefðir Samtakanna og ástæður þess að okkur héldist svo vel á nýju og efnilegu fólki. Jæja, við héldum áfram og slógum hvergi af þrátt fyrir mikinn hita. Fórum um Austurvöll til að kanna áhuga gesta þar á að hylla miðaldra hlaupara. Sá áhugi gerði ekki vart við sig.
Fámennt í potti, einungis dr. Baldur úr menningardeild Samtakanna og var farið yfir helztu stykki í leikhúsum borgarinnar. Næst hlaupið á miðvikudag: langt!
21.5.2010 | 21:32
Hneykslun, gremja, forneskja
Þar ber fyrst niður frásögu af hlaupi kvöldsins að ritari var mættur upp úr kl. 16 til Laugar og fann þar á fleti fyrir í Útiklefa Þorvald Gunnlaugsson. Það var rætt um ýmislegar kröfur sem gerðar eru til nútímakarlmannsins, og nánar um ímynd karlmennskunnar. Svo bættist Bjarni við og þá víkkaði umræðurefnið, á góma bar vinátta, nánar tiltekið vinátta einstakra félaga Hlaupasamtakanna við einmana álitsgjafa í Garðabænum. Svo komu þeir hver af öðrum, próf. Fróði, Flosi, Ragnar, Frikki, Rúna, Jörundur, Kalli, Biggi á hjóli - svo sást René koma gangandi. Þar er maður á ferð sem getur hjálpað feitlögnum framkvæmdastjórum að losna við yfirvigt.
Veður aldeilis með ágætum, logn, hiti 14 stig, bjart yfir. Á föstudögum er hefðbundið, þá er ekki breytt til. Því var farið eftir Sólrúnarbraut og austur úr á ákjósanlegum hraða. Við héldum hópinn. Allt þar til við komum í Skerjafjörð, þá voru þeir prófessorinn og Flosi farnir að derra sig og skildu okkur hina eftir. Það var þeirra skaði, því að í hópnum sem á eftir kom fóru fram miklar umræður um ræktun hvers konar, persónur og náttúru. Um það var rætt hver lausn það væri að verða frír við áþján stöðugrar kynhvatar. Þarna þjöppuðu sér saman nokkrir góðir hlauparar sem héldu hópinn að mestu leyti til loka, nánar tiltekið Þorvaldur, Jörundur, Benzinn, Ragnar og aðalritari.
Rætt um nýjasta tölublað af Héraðsfréttablaði Vesturbæjarins, þar sem er grein í tilefni af 25 ára afmæli Hlaupasamtakanna og mynd af helztu hlaupurum. Var það gagnrýnt hversu knappar upplýsingar voru og misvísandi. T.d. var ekki minnst á Formann Samtakanna, né heldur Aðalritara. Þótti þetta dæmigert fyrir íslenzka blaðamennsku nú um stundir: ekkert nema yfirborðsmennska, útúrsnúningar og rangfærzlur.
Við fórum furðu hratt yfir, á bilinu 5:30-5:40, og svitnuðum vel í hitanum. Bjarni varð mjög ógnandi við hjólafólk sem valdi stígana okkar til þess að hjóla á. Fórum um Nauthólsvík, á Flönum reif Jörundur upp fyrstu lúpínur vorsins, þó eru þær ekki farnar að dreifa sér. Upp Hi-Lux og brekkuna, meðfram kirkjugarði og yfir Veðurstofuhálendið, Söng og Skák og allt það dæmi.
Á Hlemmi sagði Þorvaldur skilið við okkur og fór Laugaveg, við hinir fórum Sæbraut. Við sögðum: verði honum að góðu að þvælast fyrir fólki í innkaupaleiðöngrum. Fyrir framan okkur fóru Flosi og próf. Fróði og enduðu með að lengja út í Ánanaust, við hinir vorum hæverskari. Enduðum með að signa okkur á Landakotshæð frammi fyrir durum Kristskirkju.
En hlutirnir fóru fyrst að gerast þegar komið var tilbaka til Laugar. Þar gat ritari sagt söguna af því þegar hann ásakaði blómasalann um að hafa sullað niður hársápu í tösku hans á sundmorgni. Blómasalinn fyrtist við og rauk burt í fússi. Tveimur stundum síðar upplifði hins vegar ritari kennd sem hann hefur ekki kynnst áður. Þurfti að fletta upp í orðabókum og sálfræðiritum áður en hann áttaði sig á því að þetta er kennd sem kallast samvizkubit (hér fussaði próf. Fróði), og ákvað að biðjast afsökunar. Hér varð prófessorinn aldeilis dolfallinn og heimtaði umræðu um brottrekstur ritara úr Hlaupasamtökunum. Hér var margt um rætt á Plani og voru margir bæði hneykslaðir og gramir. Prófessorinn mun semja áætlun fyrir Jörund og ritara fyrir Reykjavíkurmaraþon.
Í pott mættu auk framangreindra, Kári og Anna Birna, og Biggi. Einhvern veginn komst á flot ró með óljósan uppruna. Biggi stillti henni upp á höfuð sér og kvaðst þurfa ró. Aðrir viðstaddir töldu hins vegar að hér væri komin skrúfan sem er laus og þarf að festa. Rætt um hot joga, sem er víst engin nýlunda ef marka má jógann.
Í gvuðs friði, ritari.
Veður aldeilis með ágætum, logn, hiti 14 stig, bjart yfir. Á föstudögum er hefðbundið, þá er ekki breytt til. Því var farið eftir Sólrúnarbraut og austur úr á ákjósanlegum hraða. Við héldum hópinn. Allt þar til við komum í Skerjafjörð, þá voru þeir prófessorinn og Flosi farnir að derra sig og skildu okkur hina eftir. Það var þeirra skaði, því að í hópnum sem á eftir kom fóru fram miklar umræður um ræktun hvers konar, persónur og náttúru. Um það var rætt hver lausn það væri að verða frír við áþján stöðugrar kynhvatar. Þarna þjöppuðu sér saman nokkrir góðir hlauparar sem héldu hópinn að mestu leyti til loka, nánar tiltekið Þorvaldur, Jörundur, Benzinn, Ragnar og aðalritari.
Rætt um nýjasta tölublað af Héraðsfréttablaði Vesturbæjarins, þar sem er grein í tilefni af 25 ára afmæli Hlaupasamtakanna og mynd af helztu hlaupurum. Var það gagnrýnt hversu knappar upplýsingar voru og misvísandi. T.d. var ekki minnst á Formann Samtakanna, né heldur Aðalritara. Þótti þetta dæmigert fyrir íslenzka blaðamennsku nú um stundir: ekkert nema yfirborðsmennska, útúrsnúningar og rangfærzlur.
Við fórum furðu hratt yfir, á bilinu 5:30-5:40, og svitnuðum vel í hitanum. Bjarni varð mjög ógnandi við hjólafólk sem valdi stígana okkar til þess að hjóla á. Fórum um Nauthólsvík, á Flönum reif Jörundur upp fyrstu lúpínur vorsins, þó eru þær ekki farnar að dreifa sér. Upp Hi-Lux og brekkuna, meðfram kirkjugarði og yfir Veðurstofuhálendið, Söng og Skák og allt það dæmi.
Á Hlemmi sagði Þorvaldur skilið við okkur og fór Laugaveg, við hinir fórum Sæbraut. Við sögðum: verði honum að góðu að þvælast fyrir fólki í innkaupaleiðöngrum. Fyrir framan okkur fóru Flosi og próf. Fróði og enduðu með að lengja út í Ánanaust, við hinir vorum hæverskari. Enduðum með að signa okkur á Landakotshæð frammi fyrir durum Kristskirkju.
En hlutirnir fóru fyrst að gerast þegar komið var tilbaka til Laugar. Þar gat ritari sagt söguna af því þegar hann ásakaði blómasalann um að hafa sullað niður hársápu í tösku hans á sundmorgni. Blómasalinn fyrtist við og rauk burt í fússi. Tveimur stundum síðar upplifði hins vegar ritari kennd sem hann hefur ekki kynnst áður. Þurfti að fletta upp í orðabókum og sálfræðiritum áður en hann áttaði sig á því að þetta er kennd sem kallast samvizkubit (hér fussaði próf. Fróði), og ákvað að biðjast afsökunar. Hér varð prófessorinn aldeilis dolfallinn og heimtaði umræðu um brottrekstur ritara úr Hlaupasamtökunum. Hér var margt um rætt á Plani og voru margir bæði hneykslaðir og gramir. Prófessorinn mun semja áætlun fyrir Jörund og ritara fyrir Reykjavíkurmaraþon.
Í pott mættu auk framangreindra, Kári og Anna Birna, og Biggi. Einhvern veginn komst á flot ró með óljósan uppruna. Biggi stillti henni upp á höfuð sér og kvaðst þurfa ró. Aðrir viðstaddir töldu hins vegar að hér væri komin skrúfan sem er laus og þarf að festa. Rætt um hot joga, sem er víst engin nýlunda ef marka má jógann.
Í gvuðs friði, ritari.
17.5.2010 | 21:00
Myndataka - ritari og Benzinn taka til ráða sinna
Menn mættir tímanlega til hlaups í dag vegna myndatöku. Myndataka fór fram á tröppum Vesturbæjarlaugar. Þó uppgötvaðist eftir á að tvo mikilvæga aðila vantaði á myndina: Baldur Símonarson og Einar Gunnar Pétursson. Af þeirri ástæðu verður myndataka endurtekin næstkomandi miðvikudag í þeirri von að við megum ná enn betri mynd en í kvöld. Ef ekki - þá verður þessi mynd notuð í frétt í Vesturbæjarblaðinu af 25 ára afmæli Hlaupasamtakanna.
Svo fjölmennt var í hlaupi dagsins að ekki verður reynt að nefna alla. Þó skal þess getið að dr. Friðrik og Ólafur Þorsteinsson voru báðir mættir. Einhverjir kvörtuðu yfir að vera lerkaðir eftir Neshlaup og báðu um prógramm fyrir aumingja. En við hinir stefndum á góða hluti. Farið hratt út og fremstur meðal jafningja fór Ó. Þorsteinsson á rauðum jakka. Magnús ekki fjarri á gulum jakka. Ritari á bláum jakka. Benzinn í námunda við okkur. Við rifjuðum upp fyrir Magnúsi hlaup gærdagsins, og allan þann biflíulega fróðleik og lærdóm sem draga mátti af því, m.a. um varanleik og endanleik hjúskaparheitsins.
Við Dælu virtist Magnús þrjóta erindið og þá gripum við Bjarni til okkar ráða. Við þrifum í handleggi hans hvor sínum megin, lyftum honum frá jörðu og hlupum þannig með hann góðan spöl. Magnús hafði gaman af öllu saman. Þrátt fyrir að þetta væri mánudagur var nú stoppað öðru hverju og úttekt gerð á stöðu mála. Einhver viðleitni til spretta gerði vart við sig í kringum okkur, en við vorum ótruflaðir af henni, héldum ró okkar og dóluðum okkur áfram um Hlíðarfót. Þó var e-r óværa í Benzinum og hann fór að spenna upp hraðann.
Á Hlíðarfæti standa yfir miklar framkvæmdir, verið að malbika og leggja nýja stíga. Þó má rata fram með hugkvæmni. Þarna fór karlinn að auka hraðann og heimta lengingar, fara yfir brúna á Hringbraut og norður fyrir umferðamiðstöð, yfir á hina brúna og aftur yfir. Þannig hlupum við á spretti. Upp hjá Háskóla, trjágöngin, fram hjá Háskólatorgi og um Aragötu, aftur niður á Ægisíðu og tilbaka á spretti. Ótrúlega sprækir karlar, þrátt fyrir allt. Fyrir aftan okkur voru Þorbjörg K. og einhver með henni, en þar á eftir blómasalinn og einhverjir fleiri með honum.
Fyrst gerð úttekt á fyrirætlunum manna um kvöldmat. Svo var spáð áfram í afmælið. Mikill áhugi meðal viðstaddra í potti og stefnir í mikla þátttöku.
Svo fjölmennt var í hlaupi dagsins að ekki verður reynt að nefna alla. Þó skal þess getið að dr. Friðrik og Ólafur Þorsteinsson voru báðir mættir. Einhverjir kvörtuðu yfir að vera lerkaðir eftir Neshlaup og báðu um prógramm fyrir aumingja. En við hinir stefndum á góða hluti. Farið hratt út og fremstur meðal jafningja fór Ó. Þorsteinsson á rauðum jakka. Magnús ekki fjarri á gulum jakka. Ritari á bláum jakka. Benzinn í námunda við okkur. Við rifjuðum upp fyrir Magnúsi hlaup gærdagsins, og allan þann biflíulega fróðleik og lærdóm sem draga mátti af því, m.a. um varanleik og endanleik hjúskaparheitsins.
Við Dælu virtist Magnús þrjóta erindið og þá gripum við Bjarni til okkar ráða. Við þrifum í handleggi hans hvor sínum megin, lyftum honum frá jörðu og hlupum þannig með hann góðan spöl. Magnús hafði gaman af öllu saman. Þrátt fyrir að þetta væri mánudagur var nú stoppað öðru hverju og úttekt gerð á stöðu mála. Einhver viðleitni til spretta gerði vart við sig í kringum okkur, en við vorum ótruflaðir af henni, héldum ró okkar og dóluðum okkur áfram um Hlíðarfót. Þó var e-r óværa í Benzinum og hann fór að spenna upp hraðann.
Á Hlíðarfæti standa yfir miklar framkvæmdir, verið að malbika og leggja nýja stíga. Þó má rata fram með hugkvæmni. Þarna fór karlinn að auka hraðann og heimta lengingar, fara yfir brúna á Hringbraut og norður fyrir umferðamiðstöð, yfir á hina brúna og aftur yfir. Þannig hlupum við á spretti. Upp hjá Háskóla, trjágöngin, fram hjá Háskólatorgi og um Aragötu, aftur niður á Ægisíðu og tilbaka á spretti. Ótrúlega sprækir karlar, þrátt fyrir allt. Fyrir aftan okkur voru Þorbjörg K. og einhver með henni, en þar á eftir blómasalinn og einhverjir fleiri með honum.
Fyrst gerð úttekt á fyrirætlunum manna um kvöldmat. Svo var spáð áfram í afmælið. Mikill áhugi meðal viðstaddra í potti og stefnir í mikla þátttöku.
16.5.2010 | 19:10
Hlaupið á sunnudegi og lagðar línur um afmælisfögnuð
Á sunnudagsmorgni voru mættir nokkrir af ágætustu hlaupurum Hlaupasamtakanna, nánar tiltekið þessir: Ó. Þorsteinsson, Þorvaldur, Flosi, Einar Breiðdal og Ólafur ritari. Veður fagurt, heiðskírt, hægur vindur og hiti nálægt 10 stigum. Einhverjir höfðu þreytt Neshlaup í gær í norðanbáli og voru sagðar af því sögur, einkum góðum viðurgjörningi og fögrum konum. Maður skilur ekki alminnilega hvað það er sem rekur menn til hlaupa.
Á Sólrúnarbraut var rætt um flokkunarfræðina og hvar mætti marka Einari bás í mannlegu félagi. Niðurstaðan varð sú að hann mætti kallast í periferíu menningarinnar þar eð hann hefði sýnt af sér ættfræðilegan hæfileika í síðasta hlaupi meður því að hann gat tengt saman tvo einstaklinga ættarböndum. Einnig var rætt um afmælið og nánari útfærzlu þess. Stefnt verður að því að útvega verðugan lókal og mun Formaður vor ganga í það mál. Þá verður sent út boð til félaga með fyrirspurn um áhuga. Heimaunninn próvíantur: forréttur, aðalréttur og eftirréttur. Heiðursgestir.
Stoppað í Nauthólsvík og hugsað til Magnúsar. Sagðar fallegar sögur. Lúpínan á Flönum er að taka við sér - verk er að vinna framundan. Sögur sagðar af veikindum og hjónaskilnuðum. Rætt um inntak hjónabandsheitsins og sérstakt átak gert til að útskýra fyrir blómasalanum varanleik þess. Spurt um Jörund.
Það var þetta hefðbundna, staldrað við hús á Klömbrum og dáðst að þakinu. Þakið er ættað úr heildsölu Einars Breiðdals úr Sindrastáli. Ekkert óvænt eftir þetta annað en farinn var hefðbundinn hyllingartúr um Austurvöll, en fáir þar til þess að hylla glæsilega hlaupara.
Nú vildi svo til að mættir voru allir helztu pottverjar og varð mikil umræða um margvísleg málefni, sumt af því endurunnið frá því í hlaupinu. Út af stendur þetta: á morgun fer fram ljósmyndun hóps hlaupara í Hlaupasamtökum Lýðveldisins fyrir Vesturbæjarblaðið í tilefni 25 ára afmælis hópsins. Er því brýnt að mikill fjöldi hlaupara mæti á skikkanlegum tíma. Vel mætt!
Á Sólrúnarbraut var rætt um flokkunarfræðina og hvar mætti marka Einari bás í mannlegu félagi. Niðurstaðan varð sú að hann mætti kallast í periferíu menningarinnar þar eð hann hefði sýnt af sér ættfræðilegan hæfileika í síðasta hlaupi meður því að hann gat tengt saman tvo einstaklinga ættarböndum. Einnig var rætt um afmælið og nánari útfærzlu þess. Stefnt verður að því að útvega verðugan lókal og mun Formaður vor ganga í það mál. Þá verður sent út boð til félaga með fyrirspurn um áhuga. Heimaunninn próvíantur: forréttur, aðalréttur og eftirréttur. Heiðursgestir.
Stoppað í Nauthólsvík og hugsað til Magnúsar. Sagðar fallegar sögur. Lúpínan á Flönum er að taka við sér - verk er að vinna framundan. Sögur sagðar af veikindum og hjónaskilnuðum. Rætt um inntak hjónabandsheitsins og sérstakt átak gert til að útskýra fyrir blómasalanum varanleik þess. Spurt um Jörund.
Það var þetta hefðbundna, staldrað við hús á Klömbrum og dáðst að þakinu. Þakið er ættað úr heildsölu Einars Breiðdals úr Sindrastáli. Ekkert óvænt eftir þetta annað en farinn var hefðbundinn hyllingartúr um Austurvöll, en fáir þar til þess að hylla glæsilega hlaupara.
Nú vildi svo til að mættir voru allir helztu pottverjar og varð mikil umræða um margvísleg málefni, sumt af því endurunnið frá því í hlaupinu. Út af stendur þetta: á morgun fer fram ljósmyndun hóps hlaupara í Hlaupasamtökum Lýðveldisins fyrir Vesturbæjarblaðið í tilefni 25 ára afmælis hópsins. Er því brýnt að mikill fjöldi hlaupara mæti á skikkanlegum tíma. Vel mætt!
14.5.2010 | 21:16
Afmæli Hlaupasamtakanna nálgast - nú er ekki tími til að örvænta
Um þetta var rætt á Fyrsta Föstudegi á Ljóninu, þar sem dyggustu og tryggustu synir Samtaka Vorra voru saman komnir í kvöld að halda hátíðlegt afmæli ástsæls Forseta Vors. Meira um það seinna.
Satt bezt að segja var heldur slök mæting í föstudagshlaup, þrátt fyrir að gefið hefði verið út að nú yrði tekinn út Fyrsti Föstudagur sem var slegið á frest seinast. Þarna mátti bera kennzl á próf. Fróða, Flosa, Benzinn, Kára, Kalla, Ragnar, Ólaf ritara, Rakel, Þorvald og líklega ekki mjög marga til viðbótar. Fagurt veður, 10 stiga hiti hið minnsta, hægur vindur. Farið rólega út. Áður en langt var um liðið skiptist hópurinn upp í tvennt: prófessorinn, ritarann, Benzinn og Ragnar - og svo þá hina. Mér er það mikið ánægjuefni að geta tilkynnt að ég hékk í þessum frambærilegu hlaupurum alla leiðina, hefðbundið um Sólrúnarbraut, Skerjafjörð, Flugvöll, Nauthólsvík, Hi-Lux, Kirkjugarð, Veðurstofu, Söng- og Skák, Hlíðar, Klambra, Hlemm, Sæbraut og þá leið tilbaka. Hvarvetna voru teknir sprettir og þéttingar í anda liðinna tíma.Við Kirkjugarð var rifjuð upp sagan af nuddkonunni Unu, sem menn ortu kvæði um og var eitthvað á þá leið: fyrst kom Una, svo kom stuna, og loks kom buna. Prófessorinn þrætti fyrir vitneskju um þenna kveðskap og flutti okkur kvæði sem hann orti á hátindi ferils síns og var ruglað saman við kveðskap Einars Ben.
Þetta var hratt hlaup og var ritari stoltur af því að vera samtímamaður þessara grannvöxnu og ágætu hlaupara, en jafnframt gott að hafa héra sem píska mann áfram. Við héldum áfram út Sæbraut, Mýrargötu og upp Ægisgötu, en í stað þess að fara niður Hofsvallagötu var lengt út í Ánanaust og um Grandaveg tilbaka til Laugar. 12,55 km á 1:07. Stuttu síðar komu aðrir hlauparar og höfðu farið eitthvað styttra.
Nú gerðist það í Brottfararsal að óhlaupinn Federico Melabudensis kom færandi hendi með Cadbury´s súkkulaði af nýrri tegund og nýrri stærð. Hann braut súkkulaðið niður fyrir viðstadda og mataði hlaupara þannig að allir stóðu á blístri. Maður úðaði í sig súkkulaðinu og frábað sér meira, en hugsaði: er enginn endir á því hversu mikið er til af súkkulaði? Hefði ekki blómasalinn viljað vera hérna í dag, hann sem er svo hrifinn af Cadbury´s?
Haldinn var Fyrsti Föstudagur venju samkvæmt á Ljóninu. Þar voru mættir ástsælustu synir Hlaupasamtakanna og lögðu á ráðin um afmælið, 25 ára afmælið. Er lagt til að leigt verði húsnæði undir viðburðinn á heppilegum tíma og heppilegum stað, þó verður að bíða eftir því að dr. Jóhanna og Helmut koma frá Chile - þannig að þetta getur fyrst orðið eftir ca. 1 mánuð. Jafnframt þarf að hafa upp á upphafsmönnunum og bjóða þeim. Það þurfa að vera veitingar og dagskrá og ræðuhöld. Lagt er til að fundinn verði heppilegur hópur atkvæðamanna eða -kvenna til þess að annast undirbúning og skipulag. Haft verður samband við frambærilega aðila þess að koma að framkvæmdum.
Neshlaup á morgun kl. 11.
Myndataka og viðtöl á Plani nk. mánudag fyrir Vesturbæjarblað.
Satt bezt að segja var heldur slök mæting í föstudagshlaup, þrátt fyrir að gefið hefði verið út að nú yrði tekinn út Fyrsti Föstudagur sem var slegið á frest seinast. Þarna mátti bera kennzl á próf. Fróða, Flosa, Benzinn, Kára, Kalla, Ragnar, Ólaf ritara, Rakel, Þorvald og líklega ekki mjög marga til viðbótar. Fagurt veður, 10 stiga hiti hið minnsta, hægur vindur. Farið rólega út. Áður en langt var um liðið skiptist hópurinn upp í tvennt: prófessorinn, ritarann, Benzinn og Ragnar - og svo þá hina. Mér er það mikið ánægjuefni að geta tilkynnt að ég hékk í þessum frambærilegu hlaupurum alla leiðina, hefðbundið um Sólrúnarbraut, Skerjafjörð, Flugvöll, Nauthólsvík, Hi-Lux, Kirkjugarð, Veðurstofu, Söng- og Skák, Hlíðar, Klambra, Hlemm, Sæbraut og þá leið tilbaka. Hvarvetna voru teknir sprettir og þéttingar í anda liðinna tíma.Við Kirkjugarð var rifjuð upp sagan af nuddkonunni Unu, sem menn ortu kvæði um og var eitthvað á þá leið: fyrst kom Una, svo kom stuna, og loks kom buna. Prófessorinn þrætti fyrir vitneskju um þenna kveðskap og flutti okkur kvæði sem hann orti á hátindi ferils síns og var ruglað saman við kveðskap Einars Ben.
Þetta var hratt hlaup og var ritari stoltur af því að vera samtímamaður þessara grannvöxnu og ágætu hlaupara, en jafnframt gott að hafa héra sem píska mann áfram. Við héldum áfram út Sæbraut, Mýrargötu og upp Ægisgötu, en í stað þess að fara niður Hofsvallagötu var lengt út í Ánanaust og um Grandaveg tilbaka til Laugar. 12,55 km á 1:07. Stuttu síðar komu aðrir hlauparar og höfðu farið eitthvað styttra.
Nú gerðist það í Brottfararsal að óhlaupinn Federico Melabudensis kom færandi hendi með Cadbury´s súkkulaði af nýrri tegund og nýrri stærð. Hann braut súkkulaðið niður fyrir viðstadda og mataði hlaupara þannig að allir stóðu á blístri. Maður úðaði í sig súkkulaðinu og frábað sér meira, en hugsaði: er enginn endir á því hversu mikið er til af súkkulaði? Hefði ekki blómasalinn viljað vera hérna í dag, hann sem er svo hrifinn af Cadbury´s?
Haldinn var Fyrsti Föstudagur venju samkvæmt á Ljóninu. Þar voru mættir ástsælustu synir Hlaupasamtakanna og lögðu á ráðin um afmælið, 25 ára afmælið. Er lagt til að leigt verði húsnæði undir viðburðinn á heppilegum tíma og heppilegum stað, þó verður að bíða eftir því að dr. Jóhanna og Helmut koma frá Chile - þannig að þetta getur fyrst orðið eftir ca. 1 mánuð. Jafnframt þarf að hafa upp á upphafsmönnunum og bjóða þeim. Það þurfa að vera veitingar og dagskrá og ræðuhöld. Lagt er til að fundinn verði heppilegur hópur atkvæðamanna eða -kvenna til þess að annast undirbúning og skipulag. Haft verður samband við frambærilega aðila þess að koma að framkvæmdum.
Neshlaup á morgun kl. 11.
Myndataka og viðtöl á Plani nk. mánudag fyrir Vesturbæjarblað.
12.5.2010 | 22:00
Talandi um tvíræðni: afturvirkar kviðmægðir - vor á Flönum
Það var fámennt í hlaupi dagsins. Ritari mætti í Útiklefa og fann þar á fleti fyrir Þorvald þar sem hann límdi sig allan saman á hæl og hnakka - búinn að týna nýjum hlaupaskóm sem hann skildi eftir í Sundhöllinni um daginn. Þumli stungið út í loftið til að mæla loftþyngd og hitastig - síðan leit ritari á vömb sér og taldi tryggara að klæðast jakka til þess að fela bumbuna. Annað með menn eins og Þorvald sem geta státað af sléttum maga. Hann bauðst til þess að hjálpa mér að vinna á vandanum, gekk til íþróttastofu Laugarinnar þar sem hægt er að taka magaæfingar. Þær virtust dálítið of erfiðar fyrir ritara.
Mætt til hlaups á miðvikudegi auk framangreindra: próf. Fróði, Magga, Rúnar, blómasalinn, Frikki, Ragnar, svo kom Kári hjólandi á Plan rétt fyrir hlaup og kvaðst hafa tafist í traffík. Hér er óhjákvæmilegt að láta þess getið að í samskiptum dagsins hafði ritari lagt til langt hlaup. Blómasali brást við með hvatningu um 30 km hlaup - hið minnsta. Próf. Fróði var aðeins hófstilltari og lagði til 20 til 30 km. - með áherzlu á lægri mörkin. Ritari klykkti út með að segja: það verður sjór! Þjálfarar sögðu: hefðbundið, Þriggjabrúa.
Hæg ferð um Sólrúnarbraut. Prófessorinn lét þess getið að sig langaði að hlaupa almennilegt hlaup á morgun, kringum Þingvallavatn - helzt 50 km. Ekki voru fleiri sem létu þessa löngun í ljós. Minnt á Neshlaup á laugardaginn. Nú gerðist það sem áður hefur verið gagnrýnt: hópurinn gliðnaði í sundur. Tilteknir hlauparar röðuðu sér fremst og hurfu. Þetta voru Rúnar, Magga, Frikki og Ragnar sem náði þeim með góðum þéttingi frá Dælu. Þar næst kom prófessorinn. Svo kom ritari. Það voru 100 m á milli hópa. Loks kom blómasalinn og Þorvaldur - það voru mikil vonbrigði að sjá feitlagna iðnaðarvörusalann beygja af hjá Nauthóli og stefna á Hlíðarfót. Hvað var í gangi? Hvað var að gerast? Er maðurinn algjör aumingi?
Jæja, áfram haldið. Á þessum kafla skaut þeirri hugsun upp í höfði ritara að fara Þriggjabrúa. En svo sá hann prófessorinn framundan, og þá var bara að halda áfram. Mættum hlaupahópi, líklega Laugaskokki, er komið var niður í Fossvog. Bunan mannhæðarháa söm við sig. Ekki margir hlauparar á ferð. Hlaupið inn að Víkingsheimili, prófessorinn vék af leið og fór í Kópavoginn þar sem gott er að búa, en ritari hélt sig innan eigin sveitarfélags, fór niður að Elliðaám, yfir í hólma og tilbaka aftur, upp Stokkinn. Þá fór vindur að blása móti hlaupara úr vestri eða norðvestri. Erfitt og leiðinlegt að hlaupa svona einn. Til hvers er maður í hlaupahópi ef maður hleypur alltaf einn? Er ekki rétt að hætta þessu bara, liggja heima í sófa og safna spiki?
Hvað um það, ég lauk hlaupi á hægum nótum. Kom til Laugar og hitti Melabúðar-Friðrik. Hann tjáði mér í óspurðum fréttum að til stæði að Vesturbæjarblaðið kæmi n.k. mánudag í Vesturbæjarlaug til þess að taka mynd af hlaupahópnum og afla efnis í grein um Hlaupasamtökin í tilefni af 25 ára afmælinu. Af þeirri ástæðu er brýnt að góð mæting verði á mánudag, einkum og sérílagi að hinar yngri konur mæti og sýni hvílíkt aðdráttarafl Samtök Vor hafa á æskuna. Aukinheldur skal því til skila haldið að næsta föstudag er Fyrsti Föstudagur, sem var slegið á frest seinasta föstudag. Eina vandkvæðið er að daginn eftir að Neshlaup, sem einhverjir kunna að vilja leggja áherzlu á. En vitaskuld gengur Fyrsti fyrir!
Mætt til hlaups á miðvikudegi auk framangreindra: próf. Fróði, Magga, Rúnar, blómasalinn, Frikki, Ragnar, svo kom Kári hjólandi á Plan rétt fyrir hlaup og kvaðst hafa tafist í traffík. Hér er óhjákvæmilegt að láta þess getið að í samskiptum dagsins hafði ritari lagt til langt hlaup. Blómasali brást við með hvatningu um 30 km hlaup - hið minnsta. Próf. Fróði var aðeins hófstilltari og lagði til 20 til 30 km. - með áherzlu á lægri mörkin. Ritari klykkti út með að segja: það verður sjór! Þjálfarar sögðu: hefðbundið, Þriggjabrúa.
Hæg ferð um Sólrúnarbraut. Prófessorinn lét þess getið að sig langaði að hlaupa almennilegt hlaup á morgun, kringum Þingvallavatn - helzt 50 km. Ekki voru fleiri sem létu þessa löngun í ljós. Minnt á Neshlaup á laugardaginn. Nú gerðist það sem áður hefur verið gagnrýnt: hópurinn gliðnaði í sundur. Tilteknir hlauparar röðuðu sér fremst og hurfu. Þetta voru Rúnar, Magga, Frikki og Ragnar sem náði þeim með góðum þéttingi frá Dælu. Þar næst kom prófessorinn. Svo kom ritari. Það voru 100 m á milli hópa. Loks kom blómasalinn og Þorvaldur - það voru mikil vonbrigði að sjá feitlagna iðnaðarvörusalann beygja af hjá Nauthóli og stefna á Hlíðarfót. Hvað var í gangi? Hvað var að gerast? Er maðurinn algjör aumingi?
Jæja, áfram haldið. Á þessum kafla skaut þeirri hugsun upp í höfði ritara að fara Þriggjabrúa. En svo sá hann prófessorinn framundan, og þá var bara að halda áfram. Mættum hlaupahópi, líklega Laugaskokki, er komið var niður í Fossvog. Bunan mannhæðarháa söm við sig. Ekki margir hlauparar á ferð. Hlaupið inn að Víkingsheimili, prófessorinn vék af leið og fór í Kópavoginn þar sem gott er að búa, en ritari hélt sig innan eigin sveitarfélags, fór niður að Elliðaám, yfir í hólma og tilbaka aftur, upp Stokkinn. Þá fór vindur að blása móti hlaupara úr vestri eða norðvestri. Erfitt og leiðinlegt að hlaupa svona einn. Til hvers er maður í hlaupahópi ef maður hleypur alltaf einn? Er ekki rétt að hætta þessu bara, liggja heima í sófa og safna spiki?
Hvað um það, ég lauk hlaupi á hægum nótum. Kom til Laugar og hitti Melabúðar-Friðrik. Hann tjáði mér í óspurðum fréttum að til stæði að Vesturbæjarblaðið kæmi n.k. mánudag í Vesturbæjarlaug til þess að taka mynd af hlaupahópnum og afla efnis í grein um Hlaupasamtökin í tilefni af 25 ára afmælinu. Af þeirri ástæðu er brýnt að góð mæting verði á mánudag, einkum og sérílagi að hinar yngri konur mæti og sýni hvílíkt aðdráttarafl Samtök Vor hafa á æskuna. Aukinheldur skal því til skila haldið að næsta föstudag er Fyrsti Föstudagur, sem var slegið á frest seinasta föstudag. Eina vandkvæðið er að daginn eftir að Neshlaup, sem einhverjir kunna að vilja leggja áherzlu á. En vitaskuld gengur Fyrsti fyrir!
10.5.2010 | 20:55
Afmælisveizla
Magga þjálfari var fertug í dag og var af því tilefni sunginn afmælissöngurinn í Brottfararsal. Utandyra var ákjósanlegt hlaupaveður, sól, 10 stiga hiti, vestanstæður hæglætisvindur, æ fleiri farnir að hlaupa í stuttbuxum og læraskjálftinn í Vestbyen orðinn að mælanlegur í andrúmsloftinu. Allgóð mæting á mánudegi - og bættust þó fleiri við síðar. Skylt er að nefna dr. Friðrik, próf. dr. Fróða, dr. S. Ingvarsson og Flosa. Þá skal getið Eiríks sem er að mæta í hlaup í fyrsta skipti eftir París. Þegar hann var inntur eftir ástæðum fjarverunnar fór hann eitthvað að þusa um blómasalann og hamborgarann sem hann keypti eftir maraþonið og kom með hlaupandi yfir á dýra veitingastaðinn. Ritari áttaði sig ekki alveg á samhenginu og hélt að þessi hlaupari væri með óráði. Og þegar hann var spurður hvort það væri rétt að ljósmóðir á færeysku væri "krakkatogari" sagði hann það helber ósannindi.
Þjálfarar vildu fá spretti í Öskjuhlíðinni. Prófessor Fróði hnussaði og tilkynnti samstundis að það yrði að minnsta kosti farið Þriggjabrúahlaup. Hlauparar af stað á allhröðu tempói. Prófessorinn gerði liðskönnun til þess að sjá hverjir færu Þriggjabrúa. Ritarinn sagði honum að það þýddi ekkert, hann yrði bara skilinn eftir eins og venjulega. "Nei, ekki í þetta skiptið," sagði prófessorinn. Hljómaði kunnuglega. Hópurinn skiptist í tvennt í Nauthólsvík, hluti fór upp í Öskjuhlíðina og tók þar 5-7 spretti í brekkunni, fjórir héldu áfram og fóru uppsetta porsjón: Fróði, Flosi, S. Ingvarsson og ritari.
Við fórum nokkuð hratt yfir og þar sem skjólsælt var gat orðið nokkuð heitt, svitinn rann í stríðum straumum, enda tekið vel á því. Þeir voru eitthvað aðeins á undan mér, en þó aldrei þannig að ég missti fyllilega sjónar af þeim, fyrr en þeir hurfu. Ritari í góðum fíling eftir Boggabrekkuna og gaf bara í. Lauk hlaupi á góðum spretti. Var hissa að sjá engan á Plani að teygja. Þá voru allir komnir inn. Og ekki skrýtið: Magga hélt upp á afmælið með skornum ávöxtum og súkkulaðitertu. Menn réðust á bakkann með góðgætinu og má segja að það hafi horfið eins og dögg fyrir sólu á fimmtán mínútum. Það var ótrúlega svalandi að raða í sig ananas, appelsínum, melónum, vínberjum - og svo tertu á eftir. Nýliði að hlaupum spurði hvort þetta væri alltaf svona eftir hlaup. Nei, bara á mánudögum. Og sem nýliða er komið að þér næst að bjóða upp á veizluna.
Langt á miðvikudag, ekki styttra en 20 km - og Neshlaup á laugardag. Í gvuðs friði, ritari.
Þjálfarar vildu fá spretti í Öskjuhlíðinni. Prófessor Fróði hnussaði og tilkynnti samstundis að það yrði að minnsta kosti farið Þriggjabrúahlaup. Hlauparar af stað á allhröðu tempói. Prófessorinn gerði liðskönnun til þess að sjá hverjir færu Þriggjabrúa. Ritarinn sagði honum að það þýddi ekkert, hann yrði bara skilinn eftir eins og venjulega. "Nei, ekki í þetta skiptið," sagði prófessorinn. Hljómaði kunnuglega. Hópurinn skiptist í tvennt í Nauthólsvík, hluti fór upp í Öskjuhlíðina og tók þar 5-7 spretti í brekkunni, fjórir héldu áfram og fóru uppsetta porsjón: Fróði, Flosi, S. Ingvarsson og ritari.
Við fórum nokkuð hratt yfir og þar sem skjólsælt var gat orðið nokkuð heitt, svitinn rann í stríðum straumum, enda tekið vel á því. Þeir voru eitthvað aðeins á undan mér, en þó aldrei þannig að ég missti fyllilega sjónar af þeim, fyrr en þeir hurfu. Ritari í góðum fíling eftir Boggabrekkuna og gaf bara í. Lauk hlaupi á góðum spretti. Var hissa að sjá engan á Plani að teygja. Þá voru allir komnir inn. Og ekki skrýtið: Magga hélt upp á afmælið með skornum ávöxtum og súkkulaðitertu. Menn réðust á bakkann með góðgætinu og má segja að það hafi horfið eins og dögg fyrir sólu á fimmtán mínútum. Það var ótrúlega svalandi að raða í sig ananas, appelsínum, melónum, vínberjum - og svo tertu á eftir. Nýliði að hlaupum spurði hvort þetta væri alltaf svona eftir hlaup. Nei, bara á mánudögum. Og sem nýliða er komið að þér næst að bjóða upp á veizluna.
Langt á miðvikudag, ekki styttra en 20 km - og Neshlaup á laugardag. Í gvuðs friði, ritari.
9.5.2010 | 14:06
Nýr álitsgjafi
Meginumfjöllun dagsins var eðlilega frábær innkoma dr. Baldurs Símonarsonar í Kastljósi sl. miðvikudag, þegar hann birtist á sjónvarpsrúðunni óaðfinnanlega klæddur og snyrtur og minnti einna helzt á enskan lávarð. Í hlaupi dagsins rann upp fyrir okkur það fagra ljós að með oss væri nú fæddur nýr álitsgjafi og héðan eftir yrði leitað æ meira í vizkubrunn dr. Baldurs þegar ræða þyrfti hvaðeina er til framfara horfir í Vesturbænum. Meira um Baldur síðar.
Mættir voru þessir: Ó. Þorsteinsson, Þorvaldur, Einar blómasali og Ólafur ritari. Hlýtt í veðri, en þó norðangjóla sem kældi þegar komið var norður fyrir. Nafni minn klæddur í eldrauðan búning og á stuttbuxur, allt gert til að æra lögmenn Möller og Schram - ef þeir skyldu vera á stjái. Við töldum að Jörundur hefði orðið ánægður með svo rauðan lit. En Jörundur var hvergi sjáanlegur.
Farið út í rólegheitum og dólað sér. Nú var rætt um afmæli Hlaupasamtakanna sem halda þarf upp á fljótlega. Formaður bauðst til þess að hýsa þennan merkisviðburð og lagði til að boðið yrði sumum af helztu frumkvöðlum Samtakanna og margar ræður fluttar. Eins og af sögulegri tilviljun mættum við svo dr. Jóni Braga og köstuðum á hann kveðju. Stuttu síðar hleypur okkur uppi ung kona sem segir okkur svo flotta að hún vildi helzt hlaupa með okkur. Hún var greiinilega á hraðför og fór fram úr okkur. Við það tekur Þorvaldur viðbragð og slæst í för með henni. Þau skilja okkur hina efitr. Þetta var í Skerjafirði. Okkur leist ekki á þetta, gat ekki endað vel. Jæja, í Nauthólsvík snýr Þorvaldur við og er þá búinn að pumpa öll helztu æviatriði konunnar úr henni, aldur, hjúskaparstöðu, barneignir, hlaupaklúbb, skóstærð og ég veit ekki hvað.
Mikill krans er kominn í Kirkjugarð til heiðurs þeim sem féllu í Síðari heimsstyrjöldinni. Við veittum því athygli að trén í garðinum og gróður allur er að koma til. Mikil breyting frá því í síðustu viku. Það var afar hlýtt í veðri og menn urðu að létta aðeins á fatnaði, svitinn bogaði af okkur. Áfram hefðbundið um Veðurstofu og Hlíðar, tekin fyrir varðhaldsmál af ýmsum toga. Rætt um ættir sérstaks saksóknara, en afi hans mun hafa verið Haraldur Guðmundsson ráðherra og formaður AlþýðufloRkksins.
Tekið á því á Klambratúni, en rólega út Rauðarárstíg. Við Hörpu lýsti blómasalinn fyrir okkur framkvæmdum, m.a. ætti að setja klippt ál á þak sem væri margfalt dýrara en t.d. kopar. Byggingin á að vera tilbúin 2011 - nánari dagsetning fæst ekki. Við fórum um Miðbæ, framhjá Kaffi París í von um að verað hylltir, en þarna voru þá aðeins gestir sem ekki kunna að meta íturvaxna, miðaldra hlaupara á sunnudagsmorgni. Upp Túngötu og þannig til Laugar.
Pottur þétt setinn. Hér var dr. Baldur hetja dagsins og baðaði sig í aðdáun viðstaddra. Rætt um skáld, Vilhjálm frá Skáholti og Ástu Sigurðardóttur, hvort tveggja Vesturbæingar. Svo gerðist óvæntur atburður: Baldur hóf að þylja upp bílnúmer í Reykjavík líkt og hraðaspurningar og Ólafur Þorsteinsson átti að svara: hver átti bíl með þessu númeri? Ekki stóð á svörunum. Stundum skaut Ólafur spurningu á móti: en hver átti R-24? "Það veit ég ekki," sagði Baldur. "Ja, þá veiztu ekki mikið!" sagði frændi þá.
Enn eitt frábært sunnudagshlaupið að baki - á morgun er mánudagur.
Mættir voru þessir: Ó. Þorsteinsson, Þorvaldur, Einar blómasali og Ólafur ritari. Hlýtt í veðri, en þó norðangjóla sem kældi þegar komið var norður fyrir. Nafni minn klæddur í eldrauðan búning og á stuttbuxur, allt gert til að æra lögmenn Möller og Schram - ef þeir skyldu vera á stjái. Við töldum að Jörundur hefði orðið ánægður með svo rauðan lit. En Jörundur var hvergi sjáanlegur.
Farið út í rólegheitum og dólað sér. Nú var rætt um afmæli Hlaupasamtakanna sem halda þarf upp á fljótlega. Formaður bauðst til þess að hýsa þennan merkisviðburð og lagði til að boðið yrði sumum af helztu frumkvöðlum Samtakanna og margar ræður fluttar. Eins og af sögulegri tilviljun mættum við svo dr. Jóni Braga og köstuðum á hann kveðju. Stuttu síðar hleypur okkur uppi ung kona sem segir okkur svo flotta að hún vildi helzt hlaupa með okkur. Hún var greiinilega á hraðför og fór fram úr okkur. Við það tekur Þorvaldur viðbragð og slæst í för með henni. Þau skilja okkur hina efitr. Þetta var í Skerjafirði. Okkur leist ekki á þetta, gat ekki endað vel. Jæja, í Nauthólsvík snýr Þorvaldur við og er þá búinn að pumpa öll helztu æviatriði konunnar úr henni, aldur, hjúskaparstöðu, barneignir, hlaupaklúbb, skóstærð og ég veit ekki hvað.
Mikill krans er kominn í Kirkjugarð til heiðurs þeim sem féllu í Síðari heimsstyrjöldinni. Við veittum því athygli að trén í garðinum og gróður allur er að koma til. Mikil breyting frá því í síðustu viku. Það var afar hlýtt í veðri og menn urðu að létta aðeins á fatnaði, svitinn bogaði af okkur. Áfram hefðbundið um Veðurstofu og Hlíðar, tekin fyrir varðhaldsmál af ýmsum toga. Rætt um ættir sérstaks saksóknara, en afi hans mun hafa verið Haraldur Guðmundsson ráðherra og formaður AlþýðufloRkksins.
Tekið á því á Klambratúni, en rólega út Rauðarárstíg. Við Hörpu lýsti blómasalinn fyrir okkur framkvæmdum, m.a. ætti að setja klippt ál á þak sem væri margfalt dýrara en t.d. kopar. Byggingin á að vera tilbúin 2011 - nánari dagsetning fæst ekki. Við fórum um Miðbæ, framhjá Kaffi París í von um að verað hylltir, en þarna voru þá aðeins gestir sem ekki kunna að meta íturvaxna, miðaldra hlaupara á sunnudagsmorgni. Upp Túngötu og þannig til Laugar.
Pottur þétt setinn. Hér var dr. Baldur hetja dagsins og baðaði sig í aðdáun viðstaddra. Rætt um skáld, Vilhjálm frá Skáholti og Ástu Sigurðardóttur, hvort tveggja Vesturbæingar. Svo gerðist óvæntur atburður: Baldur hóf að þylja upp bílnúmer í Reykjavík líkt og hraðaspurningar og Ólafur Þorsteinsson átti að svara: hver átti bíl með þessu númeri? Ekki stóð á svörunum. Stundum skaut Ólafur spurningu á móti: en hver átti R-24? "Það veit ég ekki," sagði Baldur. "Ja, þá veiztu ekki mikið!" sagði frændi þá.
Enn eitt frábært sunnudagshlaupið að baki - á morgun er mánudagur.
Er við Bjarni bjuggumst til hlaupa sáum við til Magnúsar tannlæknis í heita pottinum. Hann hefur kannski haldið að eftir honum yrði ekki tekið og að hann myndi sleppa. Nei, við hófum þegar köll og hróp og drifum hann skömmustulegan upp úr potti. Hann neyddist til að fara inn og klæða sig í hlaupagír. Á sama tíma klæddust Þorvaldur og Kári hlaupafatnaði, Flosi ekki langt undan. Þessir bættust við allnokkurn hóp hlaupara sem þreyttu miðvikudagshlaup frá Vesturbæjarlaug í dag.
Í Brottfararsal var rætt um myndina góðu sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í síðustu viku. Reyndu menn að rifja hana upp, stellingar hlaupara, svipbrigði og annað sem lesa mætti úr myndinni. Grunur lá á um að Benedikt hafi vitað af ljósmyndaranum, hann var ÓEÐLILEGA pósaður á myndinni.
Á morgun er Flugleiðahlaupið og höfðu menn í einhverjum mæli mið af því, fóru hægt og stutt. Prófessor Fróði leit í kringum sig að auðsveipum fórnarlömbum - hann vildi fara langt, ekki styttra en 20 km. Fáir sem gáfu kost á því. Stemmning fyrir Þriggjabrúahlaupi. Aðrir kváðust ætla hægt og stutt. Magnús ætlaði að ganga - það er svo illa komið fyrir þessum hlaupara. Annað kom að vísu í ljós að hlaupi loknu. Jörundur mættur án ísaxarinnar, en veitti slíkan ádíens að manni rann kalt vatn milli þils og veggjar.
Lagt í hann í blíðskaparveðri. Það voru þessi hefðbundnu uppsettu leikatriði, sumir fóru hratt og hurfu, aðrir rólega. Ég slóst í för með góðu fólki sem ætlaði Þriggjabrúa, m.a. Melabúðar-Frikka. Fórum þetta nokkuð hratt, langaði í sjó í Nauthólsvík, en eitthvað hélt aftur af okkur. Bogga-Brekkan erfið, en hafðist. Mikil brennsla, mikill sviti.
Hefðbundið tilbaka um Útvarpshæð. Er komið var á Plan aftur var Magnús þar og hafði hlaupið 10 km og var allur annar. Ég sagði honum að þetta væri bara sálrænt - eiginlega bara leti. Hann mótmælti því og kvaðst í alvöru hafa verið slappur fyrir hlaup, slæmur í baki, og ég veit ekki hvað. Enn var rifjað upp nýja kartotekið sem er í smíðum, lagt til að þeir legðu höfuð saman í bleyti, hann og blómasalinn, þar gætu komið skrautlegar afsakanir fyrir fjarveru frá hlaupum.
Talsmaður Hlaupasamtakanna um brezk stjórnmál, Baldur Símonarson, hlaupari án hlaupaskyldu, hvers tími í 10 km er trúnaðarmál, aðalgestur Kastljóss í kvöld og var Samtökum Vorum til mikils sóma með þekkingu og víðsýni, svo sem vænta mátti.
Enn er minnt á Flugleiðahlaupið á morgun kl. 19 - og svo er Fyrsti Föstudagur á föstudag. Hvað gerist þá?
Í Brottfararsal var rætt um myndina góðu sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í síðustu viku. Reyndu menn að rifja hana upp, stellingar hlaupara, svipbrigði og annað sem lesa mætti úr myndinni. Grunur lá á um að Benedikt hafi vitað af ljósmyndaranum, hann var ÓEÐLILEGA pósaður á myndinni.
Á morgun er Flugleiðahlaupið og höfðu menn í einhverjum mæli mið af því, fóru hægt og stutt. Prófessor Fróði leit í kringum sig að auðsveipum fórnarlömbum - hann vildi fara langt, ekki styttra en 20 km. Fáir sem gáfu kost á því. Stemmning fyrir Þriggjabrúahlaupi. Aðrir kváðust ætla hægt og stutt. Magnús ætlaði að ganga - það er svo illa komið fyrir þessum hlaupara. Annað kom að vísu í ljós að hlaupi loknu. Jörundur mættur án ísaxarinnar, en veitti slíkan ádíens að manni rann kalt vatn milli þils og veggjar.
Lagt í hann í blíðskaparveðri. Það voru þessi hefðbundnu uppsettu leikatriði, sumir fóru hratt og hurfu, aðrir rólega. Ég slóst í för með góðu fólki sem ætlaði Þriggjabrúa, m.a. Melabúðar-Frikka. Fórum þetta nokkuð hratt, langaði í sjó í Nauthólsvík, en eitthvað hélt aftur af okkur. Bogga-Brekkan erfið, en hafðist. Mikil brennsla, mikill sviti.
Hefðbundið tilbaka um Útvarpshæð. Er komið var á Plan aftur var Magnús þar og hafði hlaupið 10 km og var allur annar. Ég sagði honum að þetta væri bara sálrænt - eiginlega bara leti. Hann mótmælti því og kvaðst í alvöru hafa verið slappur fyrir hlaup, slæmur í baki, og ég veit ekki hvað. Enn var rifjað upp nýja kartotekið sem er í smíðum, lagt til að þeir legðu höfuð saman í bleyti, hann og blómasalinn, þar gætu komið skrautlegar afsakanir fyrir fjarveru frá hlaupum.
Talsmaður Hlaupasamtakanna um brezk stjórnmál, Baldur Símonarson, hlaupari án hlaupaskyldu, hvers tími í 10 km er trúnaðarmál, aðalgestur Kastljóss í kvöld og var Samtökum Vorum til mikils sóma með þekkingu og víðsýni, svo sem vænta mátti.
Enn er minnt á Flugleiðahlaupið á morgun kl. 19 - og svo er Fyrsti Föstudagur á föstudag. Hvað gerist þá?