Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2016

Hádegispottur

Pottur vel mannaður á nýju ári: Formaður Vor til Lífstíðar, Jörundur prentari, Mímir, Einar Gunnar, Þorbjörg, Dóra, Helga, Unnur, Pjetur, Stefán og skrifari. Hér var ekki töluð vitleysan. Upplýst om tvær nýjar krossfestingar: Ólafur Þorsteinsson er nýr handhafi gull merkis Víkings, sem aðeins 20 manns fá að bera á hverjum tíma. Jörundur var heiðraður með silfurmerki Flugbjörgunarsveitarinnar. Það eru heiðursmenn á meðal vor. Rætt um væntanlegar hreinsanir meðal toppa lögreglunnar í Reykjavík, hrókeringar í röðum sendiherra í utanríkisþjónustu og væntanlega frambjóðendur til forseta Íslands.

Minnt er á Þorrablót Samtaka Vorra 5. febrúar nk. Þátttaka óskast tilkynnt skrifara.

í gvuðs friði.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband