Bloggfćrslur mánađarins, mars 2019

Fagur föstudagur

Jú jú, fólk hefur sosum veriđ ađ orđa ţađ hvort ţessi samtök séu alveg dauđ eđa ţeir sem enn ţöktir öndin í séu komnir í hjólastól. Sannleikurinn er sá ađ tveir menn í Vesturbćnum, skrifari og blómasali, halda uppi merkjum hlaupa, líkamsrćktar og jákvćđra lífsviđhorfa. Og ţeir voru enn mćttir á föstudegi í hlaup. Hringt hafđi veriđ í Bjarna Benz fyrr um daginn, en hann ekki svarađ, vćntanlega hefur hann ekki fengist til ađ slíta sig frá Útvarpi Sögu. 

Svo ađ ţađ vorum viđ tveir sem skokkuđum léttfćttir af stađ, Einar ađ vísu međ átta sneiđar af pitsu í belgnum síđan í hádeginu, en ţađ virtist ekki há honum. Verra var međ baunahakkréttinn sem skrifari hafđi innbyrt um hádegisbil, svoleiđis glópska hefnir sín í svo krefjandi athöfnum sem hlaup alla jafna eru.

Nú, ţađ var rćtt um mál málanna, fall WOW Air og afleiđingar ţess fyrir Ísland í stóru sem smáu til lengri og skemmri tíma. Virtist okkur Einari sem ţetta myndi fćra ţćgilegan svala yfir íslenskt efnahagslíf og loks yrđi hćgt ađ manna stöđur í leik- og grunnskólum og á spítölum. Ţá myndi trúlega fćkka í hópi túrista á Laugavegi á háhlaupatíma svo ađ ţar yrđi fćrt fyrir hlaupara. Ţannig afgreiddum viđ Einar ađsteđjandi vanda á jákvćđan og uppbyggilegan hátt.

Ég var enn brćđandi međ mér umrćđur fyrri hlaupa um hlaupafatnađ og merkjavöru. Lít sem snöggvast á Einar og spyr hvar hann hafi keypt sín hlaupaföt. “Sports Direct” svarađi hann kinnrođalaust. Ţá sló ţađ mig ađ ţađ er hćgt ađ hlaupa í fötum ţó ţau séu ekki merkjavara og kosti augun úr. Ákvađ međ ţađ sama ađ láta slag standa, gera bragarbót á löngu úreltum og upplituđum, illa ţefjandi garderób og kaupa allt nýtt.

Nú ţar sem viđ erum ađ koma skokkandi yfir Klambratúniđ verđur á vegi okkar gamli barnakennarinn og vildi selja Einari hlaupaúriđ sitt. En á Laugavegi urđu ţeir atburđir sem ollu mönnum heilabrotum. Ţar er kallađ til Einars og hinum megin götu stendur karlmađur nokkur vel viđ vöxt og brosleitur. Einar bregst snöfurmannlega viđ, stekkur yfir götuna og fađmar téđan karlmann og kyssir. Ţetta hefur skrifari ekki séđ til Einars áđur og var nýlunda. Einar kom hins vegar til baka eftir stutt spjall viđ manninn og kvađ hann bera viđurnefniđ “hinn nízki” enda ţótt hann vćri alls ekki nískur. Ţvert á móti vćri ţetta einn allra örlátasti mađur sem Einar ţekkti og viđurnefniđ ţannig öfugmćli. 

Viđ héldum áfram niđur Laugaveginn gegnum túristaţvöguna, gegnum Austurstrćtiđ, yfir Austurvöll og skokkuđum loks upp Túngötuna eins og trippi á vori. Létt og gott föstudagshlaup í rjómablíđu, fimm stiga hita, sólskini og logni. Í potti sátu tveir menn auk fyrrnefnds barnakennara skömmustulegir ţrátt fyrir ađ hafa arkađ nokkur hundruđ metra fyrr um daginn. 

Nćst: hlaup á sunnudegi. Í gvuđs friđi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband