Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2013

Ýmislegir viđburđir

Félagar Hlaupasamtaka Lýđveldisins hafast ýmislegt ađ í fásinni sumarleyfisdaganna. Nú höfum viđ lokiđ viđ fjóra leggi af átta á Reykjaveginum, frá Nesjavöllum ađ Bláfjallavegi. Sá seinasti var frá Bláfjöllum ađ Bláfjallavegi Hafnarfjarđarmegin. Fórum m.a. hjá Ţríhnúkagíg, sáum gćfan yrđling og jarđhýsi Einars Ólafssonar Bláfjallageims. Nú verđur hlé ađ sinni á ţessari göngu međan Helmut og Jóhanna dvelja ytra. Svo höldum viđ áfram alla leiđ á Reykjanesiđ. 

Svo er hlaupiđ endrum og sinnum, en ekki alltaf góđ mćting. Ţó voru um 10 hlauparar sl. mánudag og var ýmist hlaupinn Hlíđarfótur  eđa Suđurhlíđ, og notađi skrifari tćkifćriđ og skellti sér í sjóinn í Nauthólsvík. Í gćr, miđvikudag, sást til hlaupara á Nesi og munu allmargir hafa skolađ af sér í svalri Atlanzhafsöldunni.

Svo er bara ađ halda áfram á föstudag, ekki veitir af eftir niđurstöđur ţyngdarmćlingar morgunsins. 


Hvađ hélt stúlkan ađ hún vćri ađ horfa á?

Mćttir í hefđbundiđ hlaup hjá Hlaupasamtökum Lýđveldisins á mánudegi: Jörundur, Flosi, Helmut, Einar blómasali, skrifari, dr. Jóhanna, Ingi og Ragnar. Ákveđiđ ađ fara gamla Neshringinn, upp á Víđirmel, út á Suđurgötu og ţá leiđ út ađ Skítastöđ. Fariđ afar rólega yfir, enda nokkrir félagar ađ rifja upp gamla hlaupatakta. Flosi, Jóhanna og Ragnar komin vel framúr okkur á Suđurgötunni. Einar sagđi okkur af ćvintýrum helgarinnar.

Hann ók brúđhjónum á gömlu VW bjöllunni sinni á laugardaginn. Eftir hjónavígsluna var ekiđ um bćinn. Leiđin lá framhjá Bćjarins beztu. Ţá sagđi brúđurin: "Ég er svöng." Einari var hleypt inn í röđina og útskýrđi fyrir afgreiđslustúlkum ađ hann vćri međ brúđhjón í bílnum hjá sér sem vildu ekkert heitara en fá SS-pylsu. "Ţetta verđum viđ ađ bjóđa upp á," sagđi afgreiđslustúlkan og snarađi fram tveimur pylsum og kóki međ ţađ sama. "En ţú sjálfur, vilt ţú ekkert?" spurđi stúlkan. "Jú, skelltu á mig tveimur međ öllu og kókglasi," svarađi Einar, og hefur ekki í annan tíma sćrt jafnmiklar veitingar út úr ferđaţjónustubransanum til handa sér og sínum. En á móti kemur rótarfylling sem hann lenti í og kostađi hann skyrtukaup mánađarins, fyrir utan sársaukann og allar verkjatöflurnar sem neyta varđ. 

Jćja, viđ vorum ţarna á ferđinni, blómasali, skrifari, Helmut og Jörundur. Fórum í Skerjafjörđinn og út hjá Skítastöđ, og svo var lagt í hann tilbaka. Skrifari rólegur ţar sem hann er ađ koma tilbaka eftir tveggja og hálfs mánađar hlé frá hlaupum. Gekk ţess vegna inn á milli. Ţađ myndađist góđur sviti á svo stuttu hlaupi eftir svo langt hlé. Viđ Einar lukum hlaupi viđ Hossvallagötu, en ţeir Helmut og Jörundur héldu áfram á Nes og afrekuđu óskilgreinda hluti ţar.

Nú var Pottur eftir og hann var líflegur. Setiđ í drjúga klukkustund og rćddar mataruppskriftir, hlaup, göngur, m.a. nćsta framhald Reykjavegar. Um ţađ mál berast fljótlega upplýsingar frá Helmut. 


Fyrsti Föstudagur ađ skrifara

Föstudaginn 5. júlí sl. var Fyrsti Föstudagur hvers mánađar haldinn hátíđlegur ađ skrifara. Hann hafđi stađiđ í ströngu allan daginn viđ ţrif og matargerđ. Klukkan 19:30 mćtti fyrsti gestur, Ţorvaldur Gunnlaugsson, og ţétt á eftir kom ţingmađur Samtaka Vorra, Vilhjálmur Bjarnason. Ţeir voru báđir háttvísin uppmáluđ og bođađi ţađ gott fyrir kvöldiđ. Síđan komu ađrir gestir. Ţessir voru: Kári, Maggie, Ţorbjörg, Unnur og Biggi, Helmut og Jóhanna, Einar og Vilborg, Frikki og Rúna, Jörundur, Bjarni Benz og Bjössi kokkur, Denni og Hrönn. Margir komu fćrandi hendi í tilefni af afmćli skrifara nýveriđ. 

Skrifari stóđ í eldahúsi og bar fram veitingar af miklum móđ, flatbökur komu á fćribandi og runnu jafnharđan ofan í gestina. Einar kvartađi yfir ađ hafa ekki fengiđ neitt. Benzinn lagađi Irish Coffee ofan í flesta viđstadda og mćltist sá drykkur vel fyrir.

Ljúf kvöldstund í góđra vina hópi.  


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband