Færsluflokkur: Pistill Ritara
25.7.2009 | 14:13
Langt og erfitt á laugardegi
Ég fann þegar á fyrstu metrunum að þetta yrði erfitt hlaup. Meira um það seinna. Mætt þessi: Margrét, Ósk, Hjálmar, Dagný, Eiríkur, Birgir, Þorbjörg, Björn, Pawel og Ólafur ketilsmiður. Enn skín Vesturbæjarsólin skært, hiti þægilegur og notalegur andvari sem kældi mann eilítið niður þegar bezt lét.
Fimmtudagshlaupið sat sumsé enn í ritara og fannst þegar við upphaf hlaups að skynsamlegra hefði verið að hvíla lengur. En hver segir að við séum skynsamt fólk? Þá þegar fór ég að velta fyrir mér hvar ég gæti stytt: Öskjuhlíð, Suðurhlíðar, Þriggjabrúa...? Svona malaði hugurinn meðan fæturnir báru okkur æ lengra. Áður en ég vissi af vorum við komin á Kársnesið og þá er ekkert um það að ræða að stytta. Biggi og Hjálmar í djúpum samræðum um Evrópusambandsaðild, kosti hennar og galla.
Þegar komið var að Reykjanesbraut í Kópavogi söfnuðumst við saman, einhver ætlaði að stytta hér, aðrir að kýla á Stíbblu. Ég hugleiddi að fara upp á hálsinn, en sýndist brekkan of erfið, betra að halda áfram, maður ætti þó hauk í horni í Lækjarhjallanum. Hér vildi Margrét að við gæfum aðeins í og færum á tempói. Hér vildi ég helzt hætta hlaupi og fannst þetta ekki góð hugmynd. Samt sýndist mér menn bæta aðeins í, alla vega var maður skilinn eftir í reykmekki.
Eftir mikla baráttu komst ég heim á dyrahellu hjá Ágústi og Ólöfu, frúin kom hlaupandi niður með appelsínusafa sem bjargaði mér alveg. Ágúst sjálfur í Jökulsárhlaupi, nýkominn úr 175 km hlaupi yfir Kjöl. Maðurinn er bara ekki alveg í lagi! Hér fóru aðrir hlauparar framhjá án þess að sýna þá lágmarkskurteisi að heilsa upp á. Næst hitti ég mannskapinn við Olís í Mjóddinni, þar var vatni bætt á brúsa. Þeir áfram upp að Stíbblu, en ég ofan í Elliðaárdalinn og tilbaka í Fossvoginn. Skellti mér í sjó í Nauthólsvík og flaut á bakinu í svalandi öldunni.
Þetta small saman þannig að þau hin náðu mér á Ægisíðunni og urðum við samferða síðustu metrana. Teygt lengi á flötinni hjá Lauginni og spöglerað í jóga. Þá dúkkaði Sif Jónsdóttir upp eftir 11 km slökunarhlaup. Eftir svona átök var ljúft að liggja í heitum potti og baða sig í sólinni.
Fimmtudagshlaupið sat sumsé enn í ritara og fannst þegar við upphaf hlaups að skynsamlegra hefði verið að hvíla lengur. En hver segir að við séum skynsamt fólk? Þá þegar fór ég að velta fyrir mér hvar ég gæti stytt: Öskjuhlíð, Suðurhlíðar, Þriggjabrúa...? Svona malaði hugurinn meðan fæturnir báru okkur æ lengra. Áður en ég vissi af vorum við komin á Kársnesið og þá er ekkert um það að ræða að stytta. Biggi og Hjálmar í djúpum samræðum um Evrópusambandsaðild, kosti hennar og galla.
Þegar komið var að Reykjanesbraut í Kópavogi söfnuðumst við saman, einhver ætlaði að stytta hér, aðrir að kýla á Stíbblu. Ég hugleiddi að fara upp á hálsinn, en sýndist brekkan of erfið, betra að halda áfram, maður ætti þó hauk í horni í Lækjarhjallanum. Hér vildi Margrét að við gæfum aðeins í og færum á tempói. Hér vildi ég helzt hætta hlaupi og fannst þetta ekki góð hugmynd. Samt sýndist mér menn bæta aðeins í, alla vega var maður skilinn eftir í reykmekki.
Eftir mikla baráttu komst ég heim á dyrahellu hjá Ágústi og Ólöfu, frúin kom hlaupandi niður með appelsínusafa sem bjargaði mér alveg. Ágúst sjálfur í Jökulsárhlaupi, nýkominn úr 175 km hlaupi yfir Kjöl. Maðurinn er bara ekki alveg í lagi! Hér fóru aðrir hlauparar framhjá án þess að sýna þá lágmarkskurteisi að heilsa upp á. Næst hitti ég mannskapinn við Olís í Mjóddinni, þar var vatni bætt á brúsa. Þeir áfram upp að Stíbblu, en ég ofan í Elliðaárdalinn og tilbaka í Fossvoginn. Skellti mér í sjó í Nauthólsvík og flaut á bakinu í svalandi öldunni.
Þetta small saman þannig að þau hin náðu mér á Ægisíðunni og urðum við samferða síðustu metrana. Teygt lengi á flötinni hjá Lauginni og spöglerað í jóga. Þá dúkkaði Sif Jónsdóttir upp eftir 11 km slökunarhlaup. Eftir svona átök var ljúft að liggja í heitum potti og baða sig í sólinni.
Ritara telst til að ekki færri en 12 hlauparar úr Hlaupasamtökum Lýðveldisins hafi tekið þátt í Ármannshlaupi 2009, 14 ef með eru talin börn Jóns Gauta fjallaleiðsögumanns, 15 ef Sif Jónsdóttir langhlaupari er talin með, sem er heimilt. Við vorum með fjögur lið: A, B, C og Lýður. Veður ekki hagstætt hlaupurum, 10 stiga hiti og þaðan af kaldara og norðangarri. Hlauparar hituðu vel upp fyrir hlaup og svo reið startskotið af.
Farið á hröðu tempói framan af, 4:30 heyrði maður. Ég hengdi mig á Helmut og hékk í honum fyrstu 7- 8 kílómetrana, en leyfði honum svo að halda áfram. Einhvers staðar fyrir aftan mig voru Flosi og blómasalinn, og var það mér nokkur hvatning, ef ekki áhyggjuefni. Það var góð ráðstöfun að hengja sig á Helmut, hann er nokkuð hraður, þetta tryggði það að maður var á réttum hraða.
Við mættum okkar fólki þegar það sneri við og voru Rúnar, Margrét, dr. Jóhanna, Benni, Eiríkur, Bjössi og fleiri góðir hlauparar þar framarlega. Það var tekið vel á því alla leiðina, þótt eðlilega færi að draga af manni á seinni hluta hlaups. Ég varð samferða dóttur Jóns Gauta nokkurn hluta leiðarinnar og fékk góða hvatningu frá henni. Hún er slík keppnismanneskja að hún skildi mig eftir og kom ælandi í markið. Svona eiga hlauparar að vera. Það liggur við maður skammist sín fyrir að koma í fínu lagi og með allt innihald magans sem fastast á sínum stað.
Niðurstaðan hjá þessum hlaupara var einhvers staðar í kringum 47:55, sem er nýtt persónulegt met ritara. Ég hleypti blómasalanum aldrei fram úr mér, enda heyrði ég aldrei tiplið margfræga að baki mér, en tók heldur enga sénsa, gaf í á síðasta hlutanum. Frábært hlaup í alla staði og tókst furðu vel að halda gatnamótum hreinum fyrir okkur hlauparana. Það koma alltaf skýringar á árangri hlaupara ef menn eru ekki fyllilega sáttir. Blómasalinn sagði: Ég hefði ekki átt að borða þessa pitsu í kvöld!
Farið á hröðu tempói framan af, 4:30 heyrði maður. Ég hengdi mig á Helmut og hékk í honum fyrstu 7- 8 kílómetrana, en leyfði honum svo að halda áfram. Einhvers staðar fyrir aftan mig voru Flosi og blómasalinn, og var það mér nokkur hvatning, ef ekki áhyggjuefni. Það var góð ráðstöfun að hengja sig á Helmut, hann er nokkuð hraður, þetta tryggði það að maður var á réttum hraða.
Við mættum okkar fólki þegar það sneri við og voru Rúnar, Margrét, dr. Jóhanna, Benni, Eiríkur, Bjössi og fleiri góðir hlauparar þar framarlega. Það var tekið vel á því alla leiðina, þótt eðlilega færi að draga af manni á seinni hluta hlaups. Ég varð samferða dóttur Jóns Gauta nokkurn hluta leiðarinnar og fékk góða hvatningu frá henni. Hún er slík keppnismanneskja að hún skildi mig eftir og kom ælandi í markið. Svona eiga hlauparar að vera. Það liggur við maður skammist sín fyrir að koma í fínu lagi og með allt innihald magans sem fastast á sínum stað.
Niðurstaðan hjá þessum hlaupara var einhvers staðar í kringum 47:55, sem er nýtt persónulegt met ritara. Ég hleypti blómasalanum aldrei fram úr mér, enda heyrði ég aldrei tiplið margfræga að baki mér, en tók heldur enga sénsa, gaf í á síðasta hlutanum. Frábært hlaup í alla staði og tókst furðu vel að halda gatnamótum hreinum fyrir okkur hlauparana. Það koma alltaf skýringar á árangri hlaupara ef menn eru ekki fyllilega sáttir. Blómasalinn sagði: Ég hefði ekki átt að borða þessa pitsu í kvöld!
Pistill Ritara | Breytt s.d. kl. 22:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2009 | 23:21
Sjóbað á fögrum degi, Magnús passaði fötin
Það var 20 stiga hiti. Fjölmargir mættir til hlaups og báðir þjálfarar mættir. Menn bundust leynilegum samtökum um að fara í sjó, þjálfarar almennt á því að það mætti fara rólega út að Skítastöð og þaðan taka spretti. Eftir þessu var farið.
Þegar út í Skerjafjörð var komið voru lagðar línur um spretti, en við óknyttadrengirnir frá Hlíðarhúsum ákváðum að fara okkar eigin leiðir. Helmut, Kári, Ólafur ketilsmiður, Þorbjörg o.fl. hlupu án leiðsagnar þjálfara og fóru sínu fram. Settu strikið á Nauthólsvík. Þau hin ætluðu í öfuga átt. Við dóluðum okkur á rólyndisróli austurúr, en viti menn: skömmu síðar komu þau hin á feiknarhraða og fara fram úr okkur. Hafa greinilega ekki þolað aðskilnaðinn.
Við í sjóinn. Svömluðum um og nutum lífsins. Þetta er ekki hægt í útlöndum. Tíndum á okkur spjarirnar og lögðum upp í hlaup sem Helmut hafði reiknað út. Á Flönum mættum við Hraðaföntunum á spretti og hafandi fengið hvatningu frá Þorbjörgu ákváðum við að bindast Samtökum um að tefja sprettinn og niðurstaðan varð sú að Rúnar lenti úti í lúpínubeði, með sérstöku aukaknússi frá ektakvinnunni.
Við vorum ánægð með þetta og héldum áfram, tókum gott hlaup um skógarstíga í Öskjuhlíð sem Helmut þekkti, þeir voru erfiðir og minntu á Boot Kamp. Svo niður í Öskjuhlíð aftur og þaðan tilbaka. Ekki veit ég hvað hljóp í Helmut en allt í einu var hann farinn að spretta úr spori, kominn á tempó undir 5 mín. Ég gat ekki látið mitt eftir liggja og hélt í við hann. Þarna tókum við 4 km sprett á undir 5 km - líklega 4:40 eða þar um bil og gáfum ekkert eftir. Náðum þeim þeim Frikka og Rúnu sem tóku ekki spretti.
Sif Jónsdóttir var mætt í pott og sagði sögur af Laugavegshlaupi. Hún hélt ádíens. Næst er Ármannshlaup næstkomandi fimmtudag. Þá verða átök. Þá verður tekið á því!
Þegar út í Skerjafjörð var komið voru lagðar línur um spretti, en við óknyttadrengirnir frá Hlíðarhúsum ákváðum að fara okkar eigin leiðir. Helmut, Kári, Ólafur ketilsmiður, Þorbjörg o.fl. hlupu án leiðsagnar þjálfara og fóru sínu fram. Settu strikið á Nauthólsvík. Þau hin ætluðu í öfuga átt. Við dóluðum okkur á rólyndisróli austurúr, en viti menn: skömmu síðar komu þau hin á feiknarhraða og fara fram úr okkur. Hafa greinilega ekki þolað aðskilnaðinn.
Við í sjóinn. Svömluðum um og nutum lífsins. Þetta er ekki hægt í útlöndum. Tíndum á okkur spjarirnar og lögðum upp í hlaup sem Helmut hafði reiknað út. Á Flönum mættum við Hraðaföntunum á spretti og hafandi fengið hvatningu frá Þorbjörgu ákváðum við að bindast Samtökum um að tefja sprettinn og niðurstaðan varð sú að Rúnar lenti úti í lúpínubeði, með sérstöku aukaknússi frá ektakvinnunni.
Við vorum ánægð með þetta og héldum áfram, tókum gott hlaup um skógarstíga í Öskjuhlíð sem Helmut þekkti, þeir voru erfiðir og minntu á Boot Kamp. Svo niður í Öskjuhlíð aftur og þaðan tilbaka. Ekki veit ég hvað hljóp í Helmut en allt í einu var hann farinn að spretta úr spori, kominn á tempó undir 5 mín. Ég gat ekki látið mitt eftir liggja og hélt í við hann. Þarna tókum við 4 km sprett á undir 5 km - líklega 4:40 eða þar um bil og gáfum ekkert eftir. Náðum þeim þeim Frikka og Rúnu sem tóku ekki spretti.
Sif Jónsdóttir var mætt í pott og sagði sögur af Laugavegshlaupi. Hún hélt ádíens. Næst er Ármannshlaup næstkomandi fimmtudag. Þá verða átök. Þá verður tekið á því!
18.7.2009 | 22:47
Kreppan bítur
Á laugardögum er hlaupið langt. Mættir: Rúnar, Þorbjörg, Ólafur ritari, Eiríkur, Snorri - já og ekki fleiri. Þetta var ekki fjölmennt hlaup, en hlaup engu að síður. Veður bara yndisslegt, 16 stiga hiti, logn, bjart. Það þurfti eiginlega ekki að nefna leiðina, allir samstemmndir um að stefna á Kársnesið. Ég hékk í þeim fremstu fyrstu 5 km en við Kringlumýrarbraut lét ég gott heita og leyfði þeim að halda áfram á fullu blússi, enda þeir á einhverju undarlegu prógrammi.
Hitinn gassaði í Kópavogi, ritari orðinn máttfarinn í Kópavogsdal, og mætti þá þremur fyrrgreindum hlaupurum þar sem þeir komu á fullu blússi á móti honum. Spurningin hér var: á ég að hætta og gefast upp, eða halda áfram? Það var ekki gefist upp. Í Lækjarhjalla var vel tekið á móti hlaupara og fyllt á drykkjarbrúsa og við það efldist hlaupamóður og minn hélt áfram. Var um stund að gæla við Mjóddina, en þegar til átti að taka var farið upp hjá Mömmu og upp að Stíflu.
Ritari keppist ekki við að ljúka hlaupi á tilteknum tíma. Hann lítur á hlaup eins og hátíð líkama og sálar. Af þeirri ástæðu gerði hann stanz við Elliðaár og buslaði þar eilítið í fossinum. Hélt svo áfram og fór í sjó í Nauthólsvík. Hér skal þó viðurkennt að hann var orðinn þreyttur og þurfti að ganga speli til baka.
Á Hofsvallagötu hitti ritari Formann vorn til Lífstíðar, Ó. Þorsteinsson Víking, sem hafði ákveðið að sleppa Vestfjarðahlaupi í þágu þess að njóta veðurblíðu og hita í Vesturbæ Lýðveldisins, og áttum við lángt spjall um stillanza, ferðalög, krepputíma, vestfirzkar ættir og fleira í þeim dúr. Vorum við sammála um að senn drægi að því að V. Bjarnason mætti af nýju til hlaupa í Hlaupasamtökum Lýðveldisins, svo illa haldinn væri hann af nándarþrá við meðlimi Samtakanna.
Hitinn gassaði í Kópavogi, ritari orðinn máttfarinn í Kópavogsdal, og mætti þá þremur fyrrgreindum hlaupurum þar sem þeir komu á fullu blússi á móti honum. Spurningin hér var: á ég að hætta og gefast upp, eða halda áfram? Það var ekki gefist upp. Í Lækjarhjalla var vel tekið á móti hlaupara og fyllt á drykkjarbrúsa og við það efldist hlaupamóður og minn hélt áfram. Var um stund að gæla við Mjóddina, en þegar til átti að taka var farið upp hjá Mömmu og upp að Stíflu.
Ritari keppist ekki við að ljúka hlaupi á tilteknum tíma. Hann lítur á hlaup eins og hátíð líkama og sálar. Af þeirri ástæðu gerði hann stanz við Elliðaár og buslaði þar eilítið í fossinum. Hélt svo áfram og fór í sjó í Nauthólsvík. Hér skal þó viðurkennt að hann var orðinn þreyttur og þurfti að ganga speli til baka.
Á Hofsvallagötu hitti ritari Formann vorn til Lífstíðar, Ó. Þorsteinsson Víking, sem hafði ákveðið að sleppa Vestfjarðahlaupi í þágu þess að njóta veðurblíðu og hita í Vesturbæ Lýðveldisins, og áttum við lángt spjall um stillanza, ferðalög, krepputíma, vestfirzkar ættir og fleira í þeim dúr. Vorum við sammála um að senn drægi að því að V. Bjarnason mætti af nýju til hlaupa í Hlaupasamtökum Lýðveldisins, svo illa haldinn væri hann af nándarþrá við meðlimi Samtakanna.
17.7.2009 | 19:38
Fámennt á föstudegi
Þessi voru mætt í hlaup dagsins frá Vesturbæjarlaug: Þorvaldur, Magnús, Flosi, Ólafur ritari, Rúnar og Anna Jóna, jákvæður sálfræðingur. Af þessari ástæðu var umgjörðin höfð einföld og menn hlupu af stað án þess að viðhafa langan formála fyrst. Hlaupið afar hægt inn í Nauthólsvík, þar sem ritari og Rúnar skelltu sér í sjó, Anna ætlaði styttra, en hinir héldu áfram og luku hefðbundnu á svakalegu tempói, mér heyrðist Flosi nefna töluna 4:40 á lokasprettinum.
Í fyrramálið verður farið langt, hlaup hefst við VBL kl. 9:30. Í gvuðs friði, ritari.
Í fyrramálið verður farið langt, hlaup hefst við VBL kl. 9:30. Í gvuðs friði, ritari.
15.7.2009 | 21:01
Þetta helzt: Vilhjálmur í kurteisisheimsókn
Ólafur ritari og Einar blómasali báðir mættir kl. 17:15, báðir að drepast úr spennu yfir að hefja hlaup. Hver birtist þá ekki glaðbeittur í Brottfararsal nema sjálfur Vilhjálmur Bjarnason, þeirra erinda að gera úttekt á stöðu mála, sjá hverjir mættu og athuga nýliðun. Honum var tekið fagnandi og hann inntur eftir því hvort þetta væri fyrsta skrefið að því að hefja hlaup að nýju með Hlaupasamtökunum. NEI! sagði Vilhjálmur ákveðið. Ég er hættur að hlaupa hér, ég læt ekki bjóða mér að láta svívirða mig með fullyrðingum þar sem veitzt er að vitsmunum mínum og heiðarleika. Gengið var á hann um að fara að mæta að nýju, en hann sat fastur við sinn keip. Kvaðst þó hlaupa í Garðabænum.
Allnokkur fjöldi mættur, þótt marga af valinkunnustu hlaupurum Samtakanna hafi vantað, engin nöfn nefnd. Áberandi voru yngri hlauparar sem hafa hafið hlaup fyrir skömmu síðan, og nýr hlaupari mættur: Hildur, dóttir Ólafs ritara, dansnemi í New York, í sumarfríi hér og vildi fá að berja augum þann sundurleita flokk sem faðir hennar skrifar samvizkusamlega um nokkra pistla í viku. Hún hljóp aðeins stutt með okkur, enda enn að byggja upp þrek sem fæst af hlaupum. Aðrir stefndu á Þriggjabrúahlaup, einhverjir Suðurhlíðar og enn aðrir 69.
Hlaupið rólega af stað, en með stígandi tempói eftir Skítastöð. Allt eftir bókinni eftir það. Hlauparar grúppuðu sig saman í litla hópa, 2ja til 3ja manna, og hlupu þannig. Ritari ætlaði fyrst að fara Suðurhlíðar sökum bólgu í fæti, en ákvað að kýla á Þrjárbrýr þegar hann fann að ástandið var allgott. Vel gekk að hanga í fremsta fólki út að Borgarspítala, en eftir það sá maður það hverfa í reyk. Það var þó huggun harmi gegn að vita af blómasalanum fyrir aftan mig. En svo kom þessi nagandi ótti um að hann myndi reyna að fara fram úr mér á leiðinni, og jafnvel grípa til örþrifaráða eins og að stytta á strategískum köflum. Þess vegna fylgdist ég vel með honum og varð það til þess að hann þorði ekki að stytta.
Ég tók mikinn sprett niður Kringlumýrarbraut og náði að fara alls staðar yfir á ljósum án þess að stoppa. Það skiptir miklu. Það voru miklar hlaupakonur á undan mér á Sæbrautinni, stöðvað við vatnsfontinn og drukkið. Ég sá blómasalann koma skeiðandi og hraðaði mér af stað aftur og setti á fulla ferð framhjá Sólfarinu. Bjóst alltaf við að heyra alræmt tiplið fyrir aftan mig, en slapp fyrir Hofsvallagötuhorn án þess að það bólaði á hlauparanum. Það var ánægjulegt, en tók á og ég verulega sveittur að hlaupi loknu.
Jörundur kom í pott óhlaupinn, enda í hvíld fyrir Laugaveginn, með honum var Jörundur jr. - ungur efnispiltur sem á örugglega eftir að verða mikill hlaupari eins og afinn.
Allnokkur fjöldi mættur, þótt marga af valinkunnustu hlaupurum Samtakanna hafi vantað, engin nöfn nefnd. Áberandi voru yngri hlauparar sem hafa hafið hlaup fyrir skömmu síðan, og nýr hlaupari mættur: Hildur, dóttir Ólafs ritara, dansnemi í New York, í sumarfríi hér og vildi fá að berja augum þann sundurleita flokk sem faðir hennar skrifar samvizkusamlega um nokkra pistla í viku. Hún hljóp aðeins stutt með okkur, enda enn að byggja upp þrek sem fæst af hlaupum. Aðrir stefndu á Þriggjabrúahlaup, einhverjir Suðurhlíðar og enn aðrir 69.
Hlaupið rólega af stað, en með stígandi tempói eftir Skítastöð. Allt eftir bókinni eftir það. Hlauparar grúppuðu sig saman í litla hópa, 2ja til 3ja manna, og hlupu þannig. Ritari ætlaði fyrst að fara Suðurhlíðar sökum bólgu í fæti, en ákvað að kýla á Þrjárbrýr þegar hann fann að ástandið var allgott. Vel gekk að hanga í fremsta fólki út að Borgarspítala, en eftir það sá maður það hverfa í reyk. Það var þó huggun harmi gegn að vita af blómasalanum fyrir aftan mig. En svo kom þessi nagandi ótti um að hann myndi reyna að fara fram úr mér á leiðinni, og jafnvel grípa til örþrifaráða eins og að stytta á strategískum köflum. Þess vegna fylgdist ég vel með honum og varð það til þess að hann þorði ekki að stytta.
Ég tók mikinn sprett niður Kringlumýrarbraut og náði að fara alls staðar yfir á ljósum án þess að stoppa. Það skiptir miklu. Það voru miklar hlaupakonur á undan mér á Sæbrautinni, stöðvað við vatnsfontinn og drukkið. Ég sá blómasalann koma skeiðandi og hraðaði mér af stað aftur og setti á fulla ferð framhjá Sólfarinu. Bjóst alltaf við að heyra alræmt tiplið fyrir aftan mig, en slapp fyrir Hofsvallagötuhorn án þess að það bólaði á hlauparanum. Það var ánægjulegt, en tók á og ég verulega sveittur að hlaupi loknu.
Jörundur kom í pott óhlaupinn, enda í hvíld fyrir Laugaveginn, með honum var Jörundur jr. - ungur efnispiltur sem á örugglega eftir að verða mikill hlaupari eins og afinn.
12.7.2009 | 14:25
Einn laufléttur hringur á sunnudagsmorgni
Fjórir mættir á sunnudegi í löðrandi blíðu: Ólafur Þorsteinsson, Magnús, Þorvaldur og Ólafur ritari. Helmut og Jóhanna búin að hlaupa og flatmöguðu í barnapotti. Farið rólega því að menn voru eitthvað slappir. Umræða hefðbundin, fylgt eftir nýlegum veikindum, sagt frá símtölum milli borgarhverfa og tekin staðan í pólitíkinni. Í Nauthólsvík þurfti Ólafur Þ. að taka mann tali og varð eftir, en við hinir héldum áfram. Úr því Formaður til Lífstíðar var ekki með í för lengur var ekki talin þörf á öllum stoppum svo að við héldum áfram án þess að stoppa.
Á Rauðarárstíg rákumst við á fáklætt fólk við strætóstoppistöð sem virtist ekki vera að bíða eftir strætó, líkara sem það væri að vakna af ölvunarsvefni og farin að tína á sig spjarirnar. Á Hlemmi hljóp Þorvaldur út í umferðina og hneykslaðist á því að bílarnir skyldu ekki stoppa fyrir honum.
Slíkur var hitinn að ritari var rennblautur að hlaupi loknu þótt farið hafi verið rólega. Fjöldi sundlaugargesta naut sólarinnar, enda veðurblíðan einstök.
Á Rauðarárstíg rákumst við á fáklætt fólk við strætóstoppistöð sem virtist ekki vera að bíða eftir strætó, líkara sem það væri að vakna af ölvunarsvefni og farin að tína á sig spjarirnar. Á Hlemmi hljóp Þorvaldur út í umferðina og hneykslaðist á því að bílarnir skyldu ekki stoppa fyrir honum.
Slíkur var hitinn að ritari var rennblautur að hlaupi loknu þótt farið hafi verið rólega. Fjöldi sundlaugargesta naut sólarinnar, enda veðurblíðan einstök.
11.7.2009 | 16:09
Stöðugt farið lengra
Öflugustu hlauparar Hlaupasamtaka Lýðveldisins voru saman komnir á þessum laugardagsmorgni til þess að hlaupa langt. Þar mátti þekkja blómasalann og ritara, Bjössa, Rúnar, Möggu, Þorbjörgu (Rúnars), Dagnýju, Hjálmar og Ósk, Pawel, Kalla, Frikka í Melabúðinni og e.t.v. einhverja sem mig vantar nafnið á. En það er ekkert nýtt!
Ekki var ég að nenna þessu, en lét mig samt hafa það. Maður setti kompásinn á Stíbbblu ef ekki hreinlega Árbæjarlaug og sá landslagið fyrir sér í huganum. Ákveðið að fara Kársnes. Veður með miklum ágætum, skýjað og 14 stiga hiti, logn. Verður ekki mikið betra.
Þol er að byggjast upp smásaman og maður fer þetta áreynslulaust. Stoppað í Lækjarhjallanum þar sem Ágúst og Ólöf voru að búa sig undir ferð í Skagafjörðinn. Við Einar vorum drifnir inn og gefinn drykkur. Eftir skamma stund var kominn pollur á gólfið eftir ritara og hann beðinn um að fjarlægja persónu sína af svæðinu. Við áfram og fórum upp að Stíbblu - lengra var það nú ekki í þetta skiptið, enda sá maður að það yrði svolítið extremt að fara upp að Laug þegar við vorum sem mest búnir að fara 22 km.
Ég skyggndist um eftir brúsa mínum sem ég tapaði á miðvikudaginn var, en sá ekki. Það er of lítið að vera aðeins með tvo brúsa í svona löngu hlaupi, enda þótt maður nái að bæta á sig á leiðinni. Á seinni hluta leiðarinnar var Einar orðinn þreyttur og dróst nokkuð aftur úr. Ritari skellti sér í sjóinn í Nauthólsvík og svamlaði um á baksundi. Einar sleppti því, kvaðst vera orðinn stressaður, eiginkonan biði hans heima með keflið reitt því að hann átti að vera byrjaður að skrapa gamla málningu af húsveggjum. Ég sagði honum að slaka á og njóta lífsins, njóta þess sem íslenzka sumarið hefði upp á að bjóða. Hann var stressaður.
Komið til Laugar eftir 2 tíma og 41 mín, 26,5 km. Þetta var erfitt en hafðist. Nú var veður orðið fagurt, sól búin að brjótast i gegnum skýjaþykknið og fólk þarafleiðandi komið í sólbað í lauginni. Þau hin höfðu farið 24 km - alltof hratt að mati Frikka, sem alltaf lætur sig hafa það að djöflast með þeim hröðustu og er alveg búinn eftir hlaup.
Næst er hlaup hjá Hlaupasamtökunum sunnudaginn 12. júlí kl. 10:10. Í gvuðs friði, ritari.
Ekki var ég að nenna þessu, en lét mig samt hafa það. Maður setti kompásinn á Stíbbblu ef ekki hreinlega Árbæjarlaug og sá landslagið fyrir sér í huganum. Ákveðið að fara Kársnes. Veður með miklum ágætum, skýjað og 14 stiga hiti, logn. Verður ekki mikið betra.
Þol er að byggjast upp smásaman og maður fer þetta áreynslulaust. Stoppað í Lækjarhjallanum þar sem Ágúst og Ólöf voru að búa sig undir ferð í Skagafjörðinn. Við Einar vorum drifnir inn og gefinn drykkur. Eftir skamma stund var kominn pollur á gólfið eftir ritara og hann beðinn um að fjarlægja persónu sína af svæðinu. Við áfram og fórum upp að Stíbblu - lengra var það nú ekki í þetta skiptið, enda sá maður að það yrði svolítið extremt að fara upp að Laug þegar við vorum sem mest búnir að fara 22 km.
Ég skyggndist um eftir brúsa mínum sem ég tapaði á miðvikudaginn var, en sá ekki. Það er of lítið að vera aðeins með tvo brúsa í svona löngu hlaupi, enda þótt maður nái að bæta á sig á leiðinni. Á seinni hluta leiðarinnar var Einar orðinn þreyttur og dróst nokkuð aftur úr. Ritari skellti sér í sjóinn í Nauthólsvík og svamlaði um á baksundi. Einar sleppti því, kvaðst vera orðinn stressaður, eiginkonan biði hans heima með keflið reitt því að hann átti að vera byrjaður að skrapa gamla málningu af húsveggjum. Ég sagði honum að slaka á og njóta lífsins, njóta þess sem íslenzka sumarið hefði upp á að bjóða. Hann var stressaður.
Komið til Laugar eftir 2 tíma og 41 mín, 26,5 km. Þetta var erfitt en hafðist. Nú var veður orðið fagurt, sól búin að brjótast i gegnum skýjaþykknið og fólk þarafleiðandi komið í sólbað í lauginni. Þau hin höfðu farið 24 km - alltof hratt að mati Frikka, sem alltaf lætur sig hafa það að djöflast með þeim hröðustu og er alveg búinn eftir hlaup.
Næst er hlaup hjá Hlaupasamtökunum sunnudaginn 12. júlí kl. 10:10. Í gvuðs friði, ritari.
8.7.2009 | 22:53
Langt (eða sagan ótrúlega af því hvernig Birgir ákvað að fara 22 km í stað 5 km eymingja)
Það var farið langt í dag. Fjöldi hlaupara mættir, ekki færri en 20. Gefinn kostur á mismunandi vegalengdum, frá aumingja upp í Goldfinger og Stíbblu. Auglýst var eftir þeim sem vildu fara langt, fáeinar hjáróma raddir heyrðust staðfesta áhuga. Allmargir vildu fara Threebridges, og einhverjir styttra.
Upphaflega voru það Ágúst, Einar blómasali og Ólafur ritari sem stefndu á langt, ég man ekki hvað Jörundur sagði, en tel að hann hafi verið kominn í hvíld fyrir Laugaveginn, var að reyna nýja skó. Biggi var meiddur og ætlaði bara að fara stutt, 5 km eða svo, og ekki vitað hvaða náttúrumerki í Vesturbænum innramma svo stutta vegalengd.
Lagt í hann og farið hægt í einni hrúgu inn í Nauthólsvík. Það slitnaði á milli, en við sem stefndum á lengra vorum rólegir og létum þau hin ekki æsa okkur. En svo kom í ljós hvað menn gátu, einhvers staðar eftir Nauthólsvík kom í ljós að blómasalinn var að guggna, en Biggi var að eflast. Endaði það svo að við Ágúst og Birgir fórum áfram í Fossvoginn. Þar mættum við galvöskum og upplitsdjörfum Laugaskokkurum sem aldrei hefur verið bjartara yfir.
Áfram í Fossvoginn, upp í hæðirnar í Kópavogi, inn hjá Goldfinger, Ágúst athugaði samvizkusamlega hurðina sem var Hér var mikið glens í gangi milli okkar þriggja um alls kyns sjónvarpsefni sem við erum að uppgötva að má sjá á skjánum hjá okkur eftir að konurnar eru sofnaðar. En ekki meira um það!
Við komum við á Olís-stöðinni í Mjódd og bættum á okkur vatni og héldum svo áfram framhjá Mömmu og upp að Stíbblu. Rákumst á vegalausa hlaupara, sem líklega hafa tilheyrt Árbæjarskokki. Svo skelltum við okkur niðurúr á feiknarhraða. Á þessum kafla hef ég líklega tapað einum af vatnsbrúsunum mínum, en uppgötvaði það ekki fyrr en miklu seinna.
Svo var farið aftur í Fossvoginn og sem leið lá til sjóbaðs í Nauthólsvík. Birgir hafði áhyggjur af hælsærinu, en við hinir töldum að hann myndi læknast af því að fara í sjóinn. Skelltum okkur í svala ölduna og syntum út á flóa, slógumst þar við óða hákarla sem vildu éta okkur, og svömluðum að því búnu tilbaka. Birgir var sammála því að líklega hefði sjósundið læknað sig, alla vega fyndi hann ekkert til.
Við uppúr og héldum áfram, fljótlega fór Birgir að kvarta yfir því að deyfingin væri að hverfa og saltið farið að þrengja sér inn í hælinn. Við lukum síðustu 4 km svona nokkurn veginn með viðunandi hætti, en vorum þungir og slapppir. Þess vegna féllu þessi orð á Plani að við værum aumingjar.
Allir farnir þegar komið var tilbaka og við sátum þrír í potti innanum um útlendinga, konur og börn og vorum harðla utanveltu. En allsælir þrátt fyrir allt. Nú er spurningin: erum við nægilega undirbúnir fyrir maraþon í ágúst. Ágúst sagði að manni ætti að líða illa þegar toppað væri, þreyttur og þunglyndur. Þannig að horfur eru góðar um maraþon í ár.
Við Ágúst, Birgir og ritari fórum 22,3 km.
Upphaflega voru það Ágúst, Einar blómasali og Ólafur ritari sem stefndu á langt, ég man ekki hvað Jörundur sagði, en tel að hann hafi verið kominn í hvíld fyrir Laugaveginn, var að reyna nýja skó. Biggi var meiddur og ætlaði bara að fara stutt, 5 km eða svo, og ekki vitað hvaða náttúrumerki í Vesturbænum innramma svo stutta vegalengd.
Lagt í hann og farið hægt í einni hrúgu inn í Nauthólsvík. Það slitnaði á milli, en við sem stefndum á lengra vorum rólegir og létum þau hin ekki æsa okkur. En svo kom í ljós hvað menn gátu, einhvers staðar eftir Nauthólsvík kom í ljós að blómasalinn var að guggna, en Biggi var að eflast. Endaði það svo að við Ágúst og Birgir fórum áfram í Fossvoginn. Þar mættum við galvöskum og upplitsdjörfum Laugaskokkurum sem aldrei hefur verið bjartara yfir.
Áfram í Fossvoginn, upp í hæðirnar í Kópavogi, inn hjá Goldfinger, Ágúst athugaði samvizkusamlega hurðina sem var Hér var mikið glens í gangi milli okkar þriggja um alls kyns sjónvarpsefni sem við erum að uppgötva að má sjá á skjánum hjá okkur eftir að konurnar eru sofnaðar. En ekki meira um það!
Við komum við á Olís-stöðinni í Mjódd og bættum á okkur vatni og héldum svo áfram framhjá Mömmu og upp að Stíbblu. Rákumst á vegalausa hlaupara, sem líklega hafa tilheyrt Árbæjarskokki. Svo skelltum við okkur niðurúr á feiknarhraða. Á þessum kafla hef ég líklega tapað einum af vatnsbrúsunum mínum, en uppgötvaði það ekki fyrr en miklu seinna.
Svo var farið aftur í Fossvoginn og sem leið lá til sjóbaðs í Nauthólsvík. Birgir hafði áhyggjur af hælsærinu, en við hinir töldum að hann myndi læknast af því að fara í sjóinn. Skelltum okkur í svala ölduna og syntum út á flóa, slógumst þar við óða hákarla sem vildu éta okkur, og svömluðum að því búnu tilbaka. Birgir var sammála því að líklega hefði sjósundið læknað sig, alla vega fyndi hann ekkert til.
Við uppúr og héldum áfram, fljótlega fór Birgir að kvarta yfir því að deyfingin væri að hverfa og saltið farið að þrengja sér inn í hælinn. Við lukum síðustu 4 km svona nokkurn veginn með viðunandi hætti, en vorum þungir og slapppir. Þess vegna féllu þessi orð á Plani að við værum aumingjar.
Allir farnir þegar komið var tilbaka og við sátum þrír í potti innanum um útlendinga, konur og börn og vorum harðla utanveltu. En allsælir þrátt fyrir allt. Nú er spurningin: erum við nægilega undirbúnir fyrir maraþon í ágúst. Ágúst sagði að manni ætti að líða illa þegar toppað væri, þreyttur og þunglyndur. Þannig að horfur eru góðar um maraþon í ár.
Við Ágúst, Birgir og ritari fórum 22,3 km.
6.7.2009 | 21:35
Hlaupasamtökin trekkja stöðugt að nýja hlaupara
Í hlaupi dagsins voru ekki færri en 30 hlauparar mættir og dettur ritara ekki í hug að reyna að nefna þá alla, enda veit hann ekki hvað helmingurinn heitir. Jæja, ég get sosum nefnt þá Helmut, Ágúst og Flosa. Aðrir mega njóta vafans. Veður hið ákjósanlegasta til hlaupa, 17 stiga hiti og bjart yfir. Nánast enginn vindur. Þjálfarar höfðu reiknað út vindátt og mæltu því með hægu hlaupi inn að Skítastöð og þaðan 1 km sprettir, eigi færri en fimm slíkir, út á Nes.
Á Hofsvallagötu gerðist Ágúst nostalgískur og kvartaði yfir því að ritari væri hættur að baktala blómasalann, þess í stað væri hann farinn að segja frægðarsögur af honum. Þetta væri með öllu óþolandi og brýnt hagsmunamál að hverfa til fyrra horfs, hefja að nýju rógburð, einelti og óþverraskap. Ritari lofaði að gera sitt bezta, svo fremi honum gæfist tilefni til.
Hlauparar dagsins voru býsna sprækir, en þó var eftir því tekið að hefðbundnir hraðafantar voru ekkert að derra sig. Fremstir fóru Helmut, ritari og Þorvaldur og fóru þó ekki hratt. Er komið var út að Skítastöð var staldrað við og lögð drög að sprettum. Svo var talið í og sprett úr spori. Þetta gekk giska vel, ólíklegasta fólk tók vel á því, þ. á m. blómasalinn og ritarinn. En ósköp voru þessir kílómetrar lengi að líða! Mættum Neshópi, sem virtist óvenju fámennur nú í sumarfríum ríkisstarfsmanna. Hlaupasamtökin aldrei fjölmennari.
Ég endaði með blómasalanum og Ágústi er komið var á Nesið og þriðji sprettur var í gangi. Eftir hann gafst sá gamli upp, enda búinn að vera í fjallahlaupi með Professor Keldensis á Laugarvatni um helgina og algjörlega útkeyrður. En við Einar og Rúna tókum enn einn sprettinn á Suðurströnd og alla leið út á Lindarbraut. Þá var tímabært að fara að slaka á og jafnvel skoða möguleika á sjóbaði. Aðstæður allar góðar, en ekkert varð af því að menn færu í sjóinn, að þessu sinni.
Farið rólega tilbaka, ég lenti í heiftarlegu rifrildi við Rúnu og blómasalann um Icesave-deiluna og ákvað að skilja þau eftir. Þau virtust einna helst á því að Ísland yrði innan fárra ára nýlenda Hollendinga og hér yrðu menn reykjandi hass á öllum götuhornum. Eða að við værum komin undir brezka yfirstjórn og farin að éta fisk og franskar í öll mál.
Ævintýrið var þó eftir: þegar komið var á Plan var þar aragrúi hlaupara og hafði lokið hlaupi. Biggi teymdi alla út á Flöt og bauð upp á ÓKEYPIS jógatíma! Það var teygt sig og togað, rúllað og velt á alla kanta, emjað og æpt! Aðvífandi gestir stóðu alldeilis forviða og horfðu á ósköpin eins og naut á nývirki. Við hinir, Helmut, Flosi og ritari, tókum okkar hefðbundnu teygjurútínu og létum ekki þetta nýaldarkukl trufla okkur.
Pottur var óvenjuheitur að þessu sinni. Rætt um forgangsröðun í lífi hlaupara, sumir sögðu matur, hlaup, vinna, fjölskylda. Aðrir matur, áfengi, vinna, hlaupa, fjölskylda... og þannig áfram. Lögð drög að löngu hlaupi á miðvikudaginn, réttlætingin fyrir stuttu í dag væri langt á miðvikudag: ekki styttra en 24 km. Sundlaug.
Á Hofsvallagötu gerðist Ágúst nostalgískur og kvartaði yfir því að ritari væri hættur að baktala blómasalann, þess í stað væri hann farinn að segja frægðarsögur af honum. Þetta væri með öllu óþolandi og brýnt hagsmunamál að hverfa til fyrra horfs, hefja að nýju rógburð, einelti og óþverraskap. Ritari lofaði að gera sitt bezta, svo fremi honum gæfist tilefni til.
Hlauparar dagsins voru býsna sprækir, en þó var eftir því tekið að hefðbundnir hraðafantar voru ekkert að derra sig. Fremstir fóru Helmut, ritari og Þorvaldur og fóru þó ekki hratt. Er komið var út að Skítastöð var staldrað við og lögð drög að sprettum. Svo var talið í og sprett úr spori. Þetta gekk giska vel, ólíklegasta fólk tók vel á því, þ. á m. blómasalinn og ritarinn. En ósköp voru þessir kílómetrar lengi að líða! Mættum Neshópi, sem virtist óvenju fámennur nú í sumarfríum ríkisstarfsmanna. Hlaupasamtökin aldrei fjölmennari.
Ég endaði með blómasalanum og Ágústi er komið var á Nesið og þriðji sprettur var í gangi. Eftir hann gafst sá gamli upp, enda búinn að vera í fjallahlaupi með Professor Keldensis á Laugarvatni um helgina og algjörlega útkeyrður. En við Einar og Rúna tókum enn einn sprettinn á Suðurströnd og alla leið út á Lindarbraut. Þá var tímabært að fara að slaka á og jafnvel skoða möguleika á sjóbaði. Aðstæður allar góðar, en ekkert varð af því að menn færu í sjóinn, að þessu sinni.
Farið rólega tilbaka, ég lenti í heiftarlegu rifrildi við Rúnu og blómasalann um Icesave-deiluna og ákvað að skilja þau eftir. Þau virtust einna helst á því að Ísland yrði innan fárra ára nýlenda Hollendinga og hér yrðu menn reykjandi hass á öllum götuhornum. Eða að við værum komin undir brezka yfirstjórn og farin að éta fisk og franskar í öll mál.
Ævintýrið var þó eftir: þegar komið var á Plan var þar aragrúi hlaupara og hafði lokið hlaupi. Biggi teymdi alla út á Flöt og bauð upp á ÓKEYPIS jógatíma! Það var teygt sig og togað, rúllað og velt á alla kanta, emjað og æpt! Aðvífandi gestir stóðu alldeilis forviða og horfðu á ósköpin eins og naut á nývirki. Við hinir, Helmut, Flosi og ritari, tókum okkar hefðbundnu teygjurútínu og létum ekki þetta nýaldarkukl trufla okkur.
Pottur var óvenjuheitur að þessu sinni. Rætt um forgangsröðun í lífi hlaupara, sumir sögðu matur, hlaup, vinna, fjölskylda. Aðrir matur, áfengi, vinna, hlaupa, fjölskylda... og þannig áfram. Lögð drög að löngu hlaupi á miðvikudaginn, réttlætingin fyrir stuttu í dag væri langt á miðvikudag: ekki styttra en 24 km. Sundlaug.