Kreppan bítur

Á laugardögum er hlaupið langt. Mættir: Rúnar, Þorbjörg, Ólafur ritari, Eiríkur, Snorri - já og ekki fleiri. Þetta var ekki fjölmennt hlaup, en hlaup engu að síður. Veður bara yndisslegt, 16 stiga hiti, logn, bjart. Það þurfti eiginlega ekki að nefna leiðina, allir samstemmndir um að stefna á Kársnesið. Ég hékk í þeim fremstu fyrstu 5 km en við Kringlumýrarbraut lét ég gott heita og leyfði þeim að halda áfram á fullu blússi, enda þeir á einhverju undarlegu prógrammi.

Hitinn gassaði í Kópavogi, ritari orðinn máttfarinn í Kópavogsdal, og mætti þá þremur fyrrgreindum hlaupurum þar sem þeir komu á fullu blússi á móti honum. Spurningin hér var: á ég að hætta og gefast upp, eða halda áfram? Það var ekki gefist upp. Í Lækjarhjalla var vel tekið á móti hlaupara og fyllt á drykkjarbrúsa og við það efldist hlaupamóður og minn hélt áfram. Var um stund að gæla við Mjóddina, en þegar til átti að taka var farið upp hjá Mömmu og upp að Stíflu.

Ritari keppist ekki við að ljúka hlaupi á  tilteknum tíma. Hann lítur á hlaup eins og hátíð líkama og sálar. Af þeirri ástæðu gerði hann stanz við Elliðaár og buslaði þar eilítið í fossinum. Hélt svo áfram og fór í sjó í Nauthólsvík. Hér skal þó viðurkennt að hann var orðinn þreyttur og þurfti að ganga speli til baka.

Á Hofsvallagötu hitti ritari Formann vorn til Lífstíðar, Ó. Þorsteinsson Víking, sem hafði ákveðið að sleppa Vestfjarðahlaupi í þágu þess að njóta veðurblíðu og hita í Vesturbæ Lýðveldisins, og áttum við lángt spjall um stillanza, ferðalög, krepputíma, vestfirzkar ættir og fleira í þeim dúr. Vorum við sammála um að senn drægi að því að V. Bjarnason mætti af nýju til hlaupa í Hlaupasamtökum Lýðveldisins, svo illa haldinn væri hann af nándarþrá við meðlimi Samtakanna.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband