Fyrsta hlaup ársins 2010

Það var við hæfi að ritari hlypi fyrsta hlaup ársins 2010 einn. Þannig var að ritari sveikst um að hlaupa að morgni sunnudags 3. janúar þegar fram fór hefðbundið hlaup í Hlaupasamtökum Lýðveldisins. Í staðinn mætti hann til morgunsunds. Af reyfum sem þá héngu uppi í Útiklefa mátti ráða að mættir voru Ól. Þorsteinsson, Þorvaldur og Einar blómasali (sem af starfsfólki sundlaugarinnar er kallaður "sprettur" því hann er alltaf á fullu þegar hlaup er að hefjast). Um þetta fengust upplýsingar hjá Steinunni við komu ritara til Laugar síðar sama dag. Hún hafði aldrei heyrt viðurnefnið "blómasali". Hvað um það, ritari mættur að nýju kl. 17 og gerði sig kláran. Farnir um 10 km um Ægisíðu, Nauthólsvík og Suðurhlíð, upp að Perlu og niður hjá Gvuðsmönnum og tilbaka þá leið til Laugar. Veður hið ákjósanlegasta, stillt og svalt og ekki laust við löngun til sjóbaða. Teygt á Plani, rætt við Þorbjörgu K. Ágæt upphitun fyrir átök vikunnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband