Í dag var kalt að hlaupa

Í Brottfararsal var enn rætt um  Gamlárshlaup ÍR og spurt hvers vegna ritari hefði ekki mætt. Sumir gengu þó lengra og létu glósur fjúka sem jafna má til eineltis. Rætt um sólskinshlaupara. Ritari hafði sínar skýringar á fjarvistum. Einari varð tíðrætt um eigin dugnað og nefndi laugardagshlaup þar sem hann hefði farið yfir 20 km. Sirrý lækkaði í honum rostann með því að upplýsa að hann hefði hlaupið svo hægt að hún hefði neyðst til að skilja hann eftir. Meðal hlaupara í dag voru dr. Friðrik, S. Ingvarsson, próf. Fróði, Flosi, Þorvaldur, þjálfarar, Bjössi, Þorbjörg M., Dagný, Melabúðar-Friðrik, Eiríkur, o.fl. Það var fremur kalt í veðri og stefnt á spretti frá Skítastöð, farin lengri leiðin úteftir.

Ekki voru allir spenntir fyrir sprettum og nokkrir snæúlfar tóku sig út úr hjörðinni og héldu ferð áfram upp á eigin spýtur meðan Parísarfarar bjuggu sig undir spretti. Fyrir framan ritara voru þrír hraðfarar og skilst mér að fyrir framan þá hafi farið Flosi einn á hröðu stími. Ætlunin var að fara Þriggjabrúahlaup. Framan af var farið fremur hratt yfir, en svo hægðist á. Það var ansi kalt að hlaupa í kvöld, líklega vegna raka og vinds. Við mættum nokkuð mörgum hlaupurum sem tóku spretti eins og okkar hópur.

Ritari fór yfir hjá Borgarspítala, Útvarpshúsi og hefðbundið yfir Miklubraut og yfir á Kringlumýrarbraut, þaðan niður á Sæbraut. Tilbaka til Laugar. Klukkan var um sjö og flestir sem tóku sprettina voru horfnir eins og jörðin hefði gleypt þá, nema blómasalinn, sem hefur líklega verið eitthvað seinni í förum en hinir. Ekki fer milli mála að sveitastjórnarkosningar eru á næsta leiti, upprennandi stjórnmálamenn eru á þönum út um allt með gleið bros á vörum og hrista alla þá skítaspaða sem í boði eru. Skulu engir nefndir hér. Næst verður farið langt.                     

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband