Hlaupið á annan dag jóla

Annan dag jóla var boðið upp á jólahlaup á vegum Hlaupasamtaka Lýðveldisins. Mæting kl. 12:10 við Laugardalslaug. Mættir: Þorvaldur og Ólafur ritari. Hlaupið í þæfingsfærð en fallegu veðri sem leið lá framhjá gömlu þvottalaugunum og austurúr inn að Sunnuvegi, þar upp á Langholtsveg og svo í austur að Álfheimum. Niðureftir og beygt inn hjá Glæsibæ. Þar mætti okkur persóna með kunnuglegan fótaburð, báðir hlauparar báru þar kennsl á Einar blómasala. Nú var ákveðið að slá hlaupi upp í alvöru og lengja, farið aftur í austur og í átt að Elliðaám. En beygt áður en að þeim kom og farið upp á Langholtsveg og svo inn í Laugarásinn. Við Þorvaldur létum staðar numið við Laug eftri 8-9 km - en Einar hélt áfram og fór 11 km. Farinn hringur um pottana, sjópotturinn bregst aldrei.

Næst: fimmtudagur kl. 17:30, föstudagur kl. 16:30. Í gvuðs friði. Ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband