18.7.2007 | 12:06
Afrek utandagskrár
Einar blómasali og Anna Birna konan mín, sem stundum hefur hlaupið, tóku áskorun kvikmyndatökumanna frá ónefndu erlendu stórfyrirtæki um að stunda sjósund í Jökulsárlóni gegn greiðslu.
Ég veit að Einari verður varla trúað í næsta hlaupi. Því ákvað ég að birta hér myndir sem ég tók við þetta tækifæri til að sannleikurinn nái fram að ganga, en það er yfirleitt æskilegast.
Konan mín synti einnig ítrekað, þar til leikstjórinn æpti og klappaði af hrifningu og tökum lauk. Ég var svo upptekinn af því að vera henni til taks, að ég steingleymdi að taka myndir af hennar afrekum meðan hún synti.
Ég hafði ekki geð í mér til að segja syndurunum að ég hafði mælt hitastig lónsins núll gráður fyrr en eftir að þrekraunum lauk, enda vita þeir sem til þekkja að sjósund er mjög andleg iðja.
Þessi Lónssundsprettur er utan hefðbundinnar hlaupadagskrár og því ómaklegt að skrá stig fyrir, en gjörningurinn er samt skjalaður hérmeð.
PS: Ég var sjálfur ráðinn af leikstjóra sem "Iceberg pusher", en það er sá sem syndir út í lónið og ýtir jökum til og frá til að gera leikmyndina sem fallegasta. Það afrek mitt telst ekki mikið enda var ég í kajak gallanum.
Með vinsemd og virðingu,
Kári Harðarson
Athugasemdir
Glæsilegt. Nú eiga vel við orð geðlæknis lýðveldisins; við erum stolt af því að vera samtíðarmenn þeirra.
Með hlýrri kveðju,
Jóhanna
Jóhanna (IP-tala skráð) 19.7.2007 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.