Esjan tekin með látum, grenjað á heimleið

Nokkrar hetjur rifu sig upp að Steini: Flosi, Biggi, Ólafur ritari, Karl Gústaf, Helmut og Jóhanna. Jörundur ætlaði á toppinn, Einar blómasali gafst upp í fyrstu brekku, kvaðst ýmist veikur eða svangur. Svo spurðist til Frikka Meló í brekkunum. Ýmist hlaupið eða gengið upp að Steini, en hlaupið niður. Góð æfing.

Það ríkti gleði í jeppa blómasalans á heimleiðinni. Norðmenn farnir að rekrútera íslenzka hermenn. "Er það Frjálsræðisherinn?" spurði blómasalinn. "Nei, er það ekki Heimatrúboðið?" sagði Biggi. Í ljós kom að það var Den stolte norske her með óperasjón svo langt í burtu sem Afghanistan sem sækist eftir íslenzkum sveitapiltum, þótt þeir kunni bara gamla þúfnakollugöngulagið. Rætt við íslenzkan liðsforingja í norska hernum sem stendur fyrir nýliðuninni og er svo skemmdur á mæli af sex ára veru í landi forfeðra okkar að við grenjuðum af hlátri. Manni varð hugsað sem svo að ef þetta hlutskipti bíður manns við flutning til Noregs er skárra að vera um kjurt á Skerinu og bíta gras.

Stutt og létt á morgun. Á föstudag: Hamarshlaup í Hördígördí.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband