Færsluflokkur: Spaugilegt
7.8.2009 | 22:59
Allt sem oftast...
Þessi missirin dvelst ritari mest í potti. Þangað komu hlauparar sem fóru öfugan hring (að sögn Jörundar) um Nes, fóru í sjó og hlupu ýmist um golfvöll eða skemur. Í pott komu Flosi, Bjössi, Helmut, Jóhanna, Rakel, Biggi, blómasalinn, Bjössi, Jörundur, og Stefán Ingi. Samþykkt að halda Fyrsta Föstudag á Rauða Ljóninu.
Þannig er dagskráin: blómasali og ritari hlaupa langt á morgun, 8. ágúst kl. 8:10. Aðrir fara 9:30.
Að loknu Reykjavíkurmaraþoni 22. ágúst n.k. býður ritari til veizlu að heimili sínu, Bræðraborgarstíg 18, þar sem venjulegu fólki sem tekið hefur þátt í hlaupi dagsins býðst að snæða chili con carne, en viðkvæmum einstaklingum af Óðagotsætt býðst sérstök baka með svörtum ólífum, nautakjötsstrimlum, fetaosti o.fl. mjúklegu meðlæti sem fer vel með innýflin í fólki. Einnig spurning hvort boðið verði upp á flatböku að hætti hússins, svona til ánægjuauka. Salat.
Upplýst að næsti Fyrsti Föstudagur verði að heimili Jörundar. Fyrsti Föstudagur í október verður hjá Jöhönnu og Helmut, sem stefna að því búnu út í heim.
Í gvuðs friði, ritari.
Þannig er dagskráin: blómasali og ritari hlaupa langt á morgun, 8. ágúst kl. 8:10. Aðrir fara 9:30.
Að loknu Reykjavíkurmaraþoni 22. ágúst n.k. býður ritari til veizlu að heimili sínu, Bræðraborgarstíg 18, þar sem venjulegu fólki sem tekið hefur þátt í hlaupi dagsins býðst að snæða chili con carne, en viðkvæmum einstaklingum af Óðagotsætt býðst sérstök baka með svörtum ólífum, nautakjötsstrimlum, fetaosti o.fl. mjúklegu meðlæti sem fer vel með innýflin í fólki. Einnig spurning hvort boðið verði upp á flatböku að hætti hússins, svona til ánægjuauka. Salat.
Upplýst að næsti Fyrsti Föstudagur verði að heimili Jörundar. Fyrsti Föstudagur í október verður hjá Jöhönnu og Helmut, sem stefna að því búnu út í heim.
Í gvuðs friði, ritari.
31.7.2009 | 19:32
E. Jónsson viðgerðaþjónusta
Ritari hvílir fyrir langt hlaup á morgun, laugardag, sem fyrirhugað er að fari af stað upp úr kl. 8:00. Af þeirri ástæðu var ekki hlaupinn hefðbundinn föstudagur, en mætt í pott til þess að heyra sögur. Fyrir á staðnum var Einar blómasali. Hann fór mörgum orðum um samskipti sín við ónefndan jóga í hópi vorum, sem hefði gengið eftir sér í margar vikur um það að gera við heimilistæki og bíla sem komnir voru í ólag. Það þurfti að skipta um bremsuklossa og reimar og hvaðveitég. En svo þegar blómasalinn var búinn að boða komu sína til þess að gera við var jóginn á bak og burt, en ómegðin látin taka á móti viðgerðamanninum og vísa honum á það sem gera átti við. Blómasalinn lét þetta ekki stöðva sig, en gerði samvizkusamlega við þá hluti sem bilað höfðu.
Lögð á ráðin um göngu á Fimmvörðuháls, skipulag í höndum Jörundar. Nánar um það seinna.
Meðan við Einar biðum eftir hlaupurum skipulögðum við hlaup á morgun, laugardag, og vildum flýta því. Rætt um kl. 8:30 ef ekki fyrr. Fara sem leið liggur um Kársnes, Lækjarhjalla, yfir Kópavogsdalinn, upp brekkuna löngu, stíginn milli sveitarfélaga, yfir að Elliðavatni, svo niður úr dalnum og þannig tilbaka um Fossvoginn - klykkja út með sjóbaði í Nauthólsvík.
Svo kom mannskapurinn, þessir komu: Kalli kokkur, Kári, Biggi, Jörundur, Friðrik Meló, Rúna, Friðrik Wendel af Nesi, Denni og ekki fleiri. Hlauparar kváðust vera ánægðir með að hafa loks getað talað frjálslega um sín hugðarefni án þess að hafa áhyggjur af því að allt væri komið á Netið að kveldi. Rætt var um garðyrkjustörf, m.a. hvernig fara mætti að því að drepa aspir sem öllum væru til óþurftar. Einnig haldið áfram umfjöllun um Fimmvörðuháls. Í ljósi þess að það var föstudagur var eðlilega rætt um mat og áfengi. Farið var nákvæmlega í gegnum viðgerðastörf blómasalans á heimili Birgis. Svo bættust fleiri í röðina sem vildu ræða viðgerðir við þennan hagleiksmann.
Þegar farið var upp úr seint um síðir til þess að elda ofan í fjölskylduna heyrðist blómasalinn tauta fyrir munni sér: "Þetta er orðin einhver viðgerðaþjónusta!"
Niðurstaða: safnast saman við Vesturbæjarlaug upp úr kl. 8:00 laugardaginn 1. ágúst fyrir langt hlaup.
Lögð á ráðin um göngu á Fimmvörðuháls, skipulag í höndum Jörundar. Nánar um það seinna.
Meðan við Einar biðum eftir hlaupurum skipulögðum við hlaup á morgun, laugardag, og vildum flýta því. Rætt um kl. 8:30 ef ekki fyrr. Fara sem leið liggur um Kársnes, Lækjarhjalla, yfir Kópavogsdalinn, upp brekkuna löngu, stíginn milli sveitarfélaga, yfir að Elliðavatni, svo niður úr dalnum og þannig tilbaka um Fossvoginn - klykkja út með sjóbaði í Nauthólsvík.
Svo kom mannskapurinn, þessir komu: Kalli kokkur, Kári, Biggi, Jörundur, Friðrik Meló, Rúna, Friðrik Wendel af Nesi, Denni og ekki fleiri. Hlauparar kváðust vera ánægðir með að hafa loks getað talað frjálslega um sín hugðarefni án þess að hafa áhyggjur af því að allt væri komið á Netið að kveldi. Rætt var um garðyrkjustörf, m.a. hvernig fara mætti að því að drepa aspir sem öllum væru til óþurftar. Einnig haldið áfram umfjöllun um Fimmvörðuháls. Í ljósi þess að það var föstudagur var eðlilega rætt um mat og áfengi. Farið var nákvæmlega í gegnum viðgerðastörf blómasalans á heimili Birgis. Svo bættust fleiri í röðina sem vildu ræða viðgerðir við þennan hagleiksmann.
Þegar farið var upp úr seint um síðir til þess að elda ofan í fjölskylduna heyrðist blómasalinn tauta fyrir munni sér: "Þetta er orðin einhver viðgerðaþjónusta!"
Niðurstaða: safnast saman við Vesturbæjarlaug upp úr kl. 8:00 laugardaginn 1. ágúst fyrir langt hlaup.
26.8.2008 | 18:59
Laumuhlaupari gómaður
Ritari var staddur í Útiklefa fyrr í dag. Stóð hann og skiptist á vísum með hæpnu innihaldi við dr. Einar Gunnar Pétursson. Vindur þá sér inn maður í Útiklefa, hlaupmóður nokkuð og sveittur. Viðkomandi brá nokkuð er hann sá ritara og vissi augljóslega upp á sig ákveðna skömm. Hér kom nefnilega maður af hlaupum á degi sem er eini dagur vikunnar þegar EKKI er hlaupið. Er gengið var á hann brotnaði hann niður og játaði að hafa hlaupið í þeim tilgangi að komast upp fyrir ritara og blómasala í Dagbókinni. Hér var á ferðinni einstaklingur sem dags daglega svarar nafninu Eiríkur, kenndur við Kappa Fling. Viðurkenndi hann jafnframt að með í för í dag hefðu verið tveir veikgeðja einstaklingar, þeir Benedikt og Birgir, sem auðvelt hefði verið að tala inn á að bregðast félögum sínum og vera með moldvörpustarfsemi. Ja, svei!
16.4.2008 | 20:00
"Vassily, you go first!"
Jörundur varð ævur er hann sté út á Brottfararplan á mínútunni 17:30 í dag, miðvikudag, íklæddur hlaupagalla og reiðubúinn að láta gamminn geisa. Ekki kjaft að sjá svo langt sem augað eygði, hlauparar í Hlaupasamtökum Lýðveldisins höfðu ekki sýnt það sólídaritet, sem Jörundur hefur reynt svo mjög að rækta með okkur, að bíða eftir því að allir væru komnir út. Nei, það var bara rásað í veg eins og hópur af rollum þegar fór að koma hreyfing á forystusauðina.
Hann lýsti því yfir í vitna viðurvist að hann væri hættur að hlaupa með Hlaupasamtökum Lýðveldisins, en kvartaði jafnframt yfir því að ritari væri ekki viðstaddur til þess að skjalfesta yfirlýsinguna. En ég segi eins og frændi minn og vinur, Ó. Þorsteinsson: Reuter er með fréttirnar, hann er alls staðar og sefur aldrei! Hér með er þessari frétt komið á framfæri og hlutaðeigandi bent á að hegða sér í samræmi.
Oss er lofað gullkornum af hlaupi dagsins og bíðum spennt.
Hann lýsti því yfir í vitna viðurvist að hann væri hættur að hlaupa með Hlaupasamtökum Lýðveldisins, en kvartaði jafnframt yfir því að ritari væri ekki viðstaddur til þess að skjalfesta yfirlýsinguna. En ég segi eins og frændi minn og vinur, Ó. Þorsteinsson: Reuter er með fréttirnar, hann er alls staðar og sefur aldrei! Hér með er þessari frétt komið á framfæri og hlutaðeigandi bent á að hegða sér í samræmi.
Oss er lofað gullkornum af hlaupi dagsins og bíðum spennt.