Allt sem oftast...

Þessi missirin dvelst ritari mest í potti. Þangað komu hlauparar sem fóru öfugan hring (að sögn Jörundar) um Nes, fóru í sjó og hlupu ýmist um golfvöll eða skemur. Í pott komu Flosi, Bjössi, Helmut, Jóhanna, Rakel, Biggi, blómasalinn, Bjössi, Jörundur, og Stefán Ingi. Samþykkt að halda Fyrsta Föstudag á Rauða Ljóninu.

Þannig er dagskráin: blómasali og ritari hlaupa langt á morgun, 8. ágúst kl. 8:10. Aðrir fara 9:30.

Að loknu Reykjavíkurmaraþoni 22. ágúst n.k. býður ritari til veizlu að heimili sínu, Bræðraborgarstíg 18, þar sem venjulegu fólki sem tekið hefur þátt í hlaupi dagsins býðst að snæða chili con carne, en viðkvæmum einstaklingum af Óðagotsætt býðst sérstök baka með svörtum ólífum, nautakjötsstrimlum, fetaosti o.fl. mjúklegu meðlæti sem fer vel með innýflin í fólki. Einnig spurning hvort boðið verði upp á flatböku að hætti hússins, svona til ánægjuauka. Salat.

Upplýst að næsti Fyrsti Föstudagur verði að heimili Jörundar. Fyrsti Föstudagur í október verður hjá Jöhönnu og Helmut, sem stefna að því búnu út í heim.

Í gvuðs friði, ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband