Laumuhlaupari gómaður

Ritari var staddur í Útiklefa fyrr í dag. Stóð hann og skiptist á vísum með hæpnu innihaldi við dr. Einar Gunnar Pétursson. Vindur þá sér inn maður í Útiklefa, hlaupmóður nokkuð og sveittur. Viðkomandi brá nokkuð er hann sá ritara og vissi augljóslega upp á sig ákveðna skömm. Hér kom nefnilega maður af hlaupum á degi sem er eini dagur vikunnar þegar EKKI er hlaupið. Er gengið var á hann brotnaði hann niður og játaði að hafa hlaupið í þeim tilgangi að komast upp fyrir ritara og blómasala í Dagbókinni. Hér var á ferðinni einstaklingur sem dags daglega svarar nafninu Eiríkur, kenndur við Kappa Fling. Viðurkenndi hann jafnframt að með í för í dag hefðu verið tveir veikgeðja einstaklingar, þeir Benedikt og Birgir, sem auðvelt hefði verið að tala inn á að bregðast félögum sínum og vera með moldvörpustarfsemi. Ja, svei! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er auðvitað fyrir neðan allar hellur og ekki til eftirbreytni. En eins og Gunnar Smári sem skrifaði doðrantinn „málsvörn mannorðsmorðingja“ þá hef ég örlitlar málsbætur.

Glæpurinn var mér ljós þegar Eiríkur bauð mér hass… nei ég meina að hlaupa með sér og Benna, en hann sagði og skrifaði að þeir ætluðu að fara HÆGT! Ég hugsa að meðaltempóið hjá þeim hafi verið undir 4:30 pr. mín. þar til að ég sprakk og fór einn grátandi heim til mín fullur… 

… af skömm. Má ekki annars vera að þessu… á eftir 2478 Maríubænir áður en ég fer að sofa.

BIG

Birgir Þorsteinn Jóakimsson (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 20:45

2 identicon

Þvílík ósvífni. Það er alger lágmarks kurteisi að sýna þá viðleitni að fara leynt með sviksemina og hlaupa annars staðar frá. Ekki það að ég viti til að neinn hafi hlaupið í dag. Ekki í Vesturbænum.

Jóhanna Arnórsdóttir (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 20:47

3 identicon

Minni á frægar sprettæfingar á þriðjudögum hér áður fyrr til að bæta tímann í maraþoni

Sigurður Ingvarsson (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 08:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband