Færsluflokkur: Gullkorn
4.4.2011 | 20:09
Ræðuhöld í afmælisveizlu Jörundar
Spurt var: eru ræðuhöld leyfð? Engin svör bárust frá Jörundi eða fjölskyldu hans. Hins vegar barst þetta svar frá þekktum álitsgjafa í Garðabæ:
"Er ekki rétt að þið nafnar og frændur semjið ræðu saman og flytjið hana líka. Þið getið mært hvor annan og mært Skólabrúarætt og tengsl hennar við Hvol og aðra ættingja Hannesar Hólmsteins. Slíkt yrði kærkomin afmælisgjöf fyrir afmælisbarnið. Góða skemmtun, og með vinsemd. Vilhjálmur Bjarnason."
Hér þótti ritara rétt að svara:
"Mér hugnaðist ekki ábending VB um skyldleika við HHG og fór á Íslendingabók. Þar kom fram að við frændur eigum ekki sameiginlegan þráð að téðum aðila. Ég á sameiginlegan forföður með HHG fæddan 1700, sem telst ekki mikill skyldleiki, og það í gegnum Þingeyjarlegg ættar minnar, og ekki gegnum Suðurlandið eða Lækjarkot og Skólabrú. Ég held því fram hreinleika, spillingarleysi, snyrtimennsku og sjentilmennsku ættar vorrar sem hefur fengið sína áþreifanlegasta birtingarmynd í frænda mínum, Formanni til Lífstíðar, Ó. Þorsteinssyni Víkingi. Og við munum mæta galvaskir til afmælisboðs Jörundar vinar okkar næstkomandi laugardag og flytja þar mikla mærðarrullu. En að sjálfsögðu er óhjákvæmilegt að rullan fjalli að vissu marki um okkur sjálfa og hvernig líf Jörundar hefur öðlast dýpri merkingu í gegnum kunningsskapinn við okkur."
Þá barst þetta svar: "Það er erfitt að leiðsegja sjálfhverfum mönnum. Með vísun í Hvol er vísað til uppruna Jörundar, ekki ykkar. Gissur Jörundur faðir HHG er einnig frá Hvoli, þ.e. náfrændi Jörundar afmælisbarns. Hann mun væntanlega útlista það í afmæli sínu. Þar sem ræður ykkar fjalla um skyldleika við Skólabrúarætt hlýtur þetta að koma til tals. Þið Ó Ó eruð jú ættarlaukar Skólabrúarættar. Með vinsemd, Vilhjálmur Bjarnason."
Þessum orðum til fyllingar flutti Formaður hyllingarræðu til Jörundar sjötugs og mærði hann enn frekar. Þar var einnig lesið kvæðið Búlúlala eftir Stein Steinarr með kyndugum snúningi. Veizlan var hin virðulegasta og fór vel fram í alla staði. Hafi þeir kæra þökk er buðu.
Gullkorn | Breytt s.d. kl. 20:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.9.2010 | 19:07
Hvað er til ráða?
Hvað er til ráða þegar Schaefer-hundur fer að riðlast að fætinum á manni? "You fake an orgasm." Þetta fróðleikskorn féll í potti að afloknu hlaupi dagsins, sem flutti menn á Nes og í sjó þar sem ekki færri en 8 hlauparar fóru í sjóbað, þ. á m. blómasalinn. Það þótti svalandi. Þegar blómasalinn heyrði gullkornið horfði hann skilningssljóum augum á ritara og kvaðst ekki skilja pointið. Hvað er hægt að gera fyrir svona fólk?
Á morgun, Reykjafellshlaup. Mæting kl. 14:30 við Vesturbæjarlaug. Brottför 14:45.
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 13:21
Limra um hetju
Ágúst Axelsson Kvaran
áður fyrr kallaður var'ann.
Það var sko þá
en það er nú frá.
Nú er hann nefndur Saharan.
höf. Þórarinn Eldjárn
Gullkorn | Breytt 19.4.2009 kl. 18:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2008 | 20:08
Könnun á marathon.is - nokkur snilldarleg svör
Myndi það henta þér að hafa hlaupið á öðrum tíma, og ef svo, hvenær?
Sé ekki að neinn svarmöguleikanna eigi við.
Ég hefði kosið að svara þessu t.d.:
1) Já ég hefði kosið að hlaupa á betri tíma.
2) Já ég hefði kosið að hlaupa í fyrra því ég var í betra formi.
3) Ég hefði kosið að vera betur vaknaður seinna að deginum.
4) Mér myndi henta að hafa hlaupið t.d. á morgun, sé ég í betra formi.
5) Mér myndi hafa hentað að verið hafa uppi á öðrum tímum - með öðrum mönnum.
6) Mér myndi henta að líða best þegar mér líður illa.
Þ.G.
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2008 | 21:06
Hvernig rekur maður ketti á fjall?
Ritari ákvað að umstabbla forgangsröðinni hjá sér þennan daginn, sleppa hlaupi en gefa fjölskyldu tímann í staðinn. Af þeirri ástæðu átti hann þess ekki kost að fara með félögum sínum í hlaupi dagsins, sem var að sögn viðstaddra bæði fagurt og gjöfult. Þeir sem fóru stytzt fóru út að Suðurhlíð og þann legg, 10,1 km - aðrir létu sér ekki duga minna en Stockel (brautarstöð í Brussel, æ mig auman, ég er kominn með fráhvarfseinkenni!), 16 km.
Sjálfur sat ég í potti og vorkenndi sjálfum mér þegar fyrstu hlauparar komu tilbaka, Gísli, Þorvaldur, Jörundur, Einar blómasali, Kári, Anna Birna og Benni. Loks Sigurður Ingvarsson stórhlaupari, fleiri munu hafa verið í för, Helmut hitti ég í útiklefa og svo voru dr. Jóhanna og sjálfur Ágúst skammt undan. Áfram haldið umfjöllun um Berlín og hvort þar yrði hótel að hafa - e.t.v. yrði að fara að finna íbúð að vera í, leita á háskólavef einhverjum að Íslendingum sem tækju okkur inn.
Rúnar og Margrét voru einnig að hlaupi. Menn dáðust að úthaldi þeirra og þrautseigju að fást við þennan óstýriláta hóp. Jörundur upplýsti að hann hefði þegar í upphafi varað Rúnar við og sagt að hann myndi aldrei áður hafa fengist við svo erfiðan hóp einstaklinga sem Hlaupasamtökin. "Já," sagði Kári, "ég myndi frekar vilja reka ketti á fjall en reyna að hafa hemil á meðlimum Hlaupasamtakanna og fá þá til þess að fylgja settum fyrirmælum."
Góður rómur ger að orðum Kára og talið líklegt að hér væri komið gullkorn kvöldsins. Í potti rætt um hinn nýja Framsóknarflokk: Alfatah (jakkar að vísu með götum eftir hnífa í bakinu).
Tilveran er falleg! Í gvuðs friði, ritari.
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.1.2008 | 20:30
Enn eitt gullkornið fellur...
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.1.2008 | 21:22
Mótlæti - meðlæti
"Ég þrífst jafnt á mótlæti sem meðlæti."
Einar blómasali
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2007 | 22:37
Við, þessir vinalausu aumingjar...
Í morgunpotti var flutt motto Hlaupasamtakanna, svohljóðandi:
Við, þessir vinalausu aumingjar, sem alltaf gerum allt eins, og líður bezt illa...
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 22:17
Gullkorn 2.
Gullkorn | Breytt s.d. kl. 22:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2007 | 11:16
Gullkorn 1.
Hlauparinn er alltaf einn. Hann á enga vini. Hann fer ekki í fýlu. Það er hlutskipti sannra langhlaupara að þjást, þ.m.t. af einmanaleika. Þetta bara er svona! (Höf. Flosi Kristjánsson)
Gullkorn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)