Hvernig rekur maður ketti á fjall?

Ritari ákvað að umstabbla forgangsröðinni hjá sér þennan daginn, sleppa hlaupi en gefa fjölskyldu tímann í staðinn. Af þeirri ástæðu átti hann þess ekki kost að fara með félögum sínum í hlaupi dagsins, sem var að sögn viðstaddra bæði fagurt og gjöfult. Þeir sem fóru stytzt fóru út að Suðurhlíð og þann legg, 10,1 km - aðrir létu sér ekki duga minna en Stockel (brautarstöð í Brussel, æ mig auman, ég er kominn með fráhvarfseinkenni!), 16 km.

Sjálfur sat ég í potti og vorkenndi sjálfum mér þegar fyrstu hlauparar komu tilbaka, Gísli, Þorvaldur, Jörundur, Einar blómasali, Kári, Anna Birna og Benni. Loks Sigurður Ingvarsson stórhlaupari, fleiri munu hafa verið í för, Helmut hitti ég í útiklefa og svo voru dr. Jóhanna og sjálfur Ágúst skammt undan. Áfram haldið umfjöllun um Berlín og hvort þar yrði hótel að hafa - e.t.v. yrði að fara að finna íbúð að vera í, leita á háskólavef einhverjum að Íslendingum sem tækju okkur inn.

Rúnar og Margrét voru einnig að hlaupi. Menn dáðust að úthaldi þeirra og þrautseigju að fást við þennan óstýriláta hóp. Jörundur upplýsti að hann hefði þegar í upphafi varað Rúnar við og sagt að hann myndi aldrei áður hafa fengist við svo erfiðan hóp einstaklinga sem Hlaupasamtökin. "Já," sagði Kári, "ég myndi frekar vilja reka ketti á fjall en reyna að hafa hemil á meðlimum Hlaupasamtakanna og fá þá til þess að fylgja settum fyrirmælum."

Góður rómur ger að orðum Kára og talið líklegt að hér væri komið gullkorn kvöldsins. Í potti rætt um hinn nýja Framsóknarflokk: Alfatah (jakkar að vísu með götum eftir hnífa í bakinu).

Tilveran er falleg! Í gvuðs friði, ritari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband