Ágúst náði Flosa

Ágúst hortugur er hann kom á Plan, kannaðist ekki við að skulda neinum skýringar á fjarvist sinni frá hlaupi sl. mánudag. Aðrir mættir á miðvikudegi: Flosi, Einar blómasali, Ólafur Gunnarsson, Guðmundur Löve og Bjarnason, Jóhanna og skrifari. Stíf austanátt og 8 stiga hiti, sólarlaust. Gústi vildi fara 3 Perlur, aðrir virtust sáttir við þá tillögu, en skrifari hugðist fara Suðurhlíð, sem er það lengsta í ár. 

Þetta var ansi stíft að hlaupa móti vindinum, en tókst vonum framar, og að þessu sinni hélt skrifari dampi alla leið inn í Nauthólsvík í einni lotu, sem er gegnumbrot og þáttaskil á endurkomutíma. Ekki var látið staðar numið þar en haldið áfram á Flanir. Farið neðan við Kirkjugarð meðan aðrir hlauparar fóru Hi-Lux og brekkur, Jóhanna og Gummi fremst, svo Flosi og loks kom Gústi og var aðframkominn, en Jóga og Gummi urðu aldrei vör við hann. Ágúst náði þó Flosa og má vel við una.

Skrifari á fullu blasti út að Kringlumýrarbraut og tók fram úr G. Bjarnasyni. Gengið á kafla upp Suðurhlíð, en svo var allt sett á fullt og hlaupið í einum rykk niður Öskjuhlíð, hjá Gvuðsmönnum og Hringbrautina alla leið að Háskóla. Svona performans hefur ekki sést hjá þessum hlaupara um langt árabil. 

Komið við í Melabúð og rabbað við Kaupmann áður en haldið var til Laugar. Einar kom með skýringu á slakri frammistöðu í hlaupi dagsins og tengdist einkar ólystugum hádegisverði. Var það ófögur lýsing. Áhyggjurnar snúa hins vegar að morgundeginum, þá er vigtunardagur karla í Vesturbæjarlaug.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband