Færsluflokkur: Almennt skraf

Mætt í seinna lagi

Auglýst var hlaup í Hlaupasamtökunum á þessum degi, en ritari hefur verið fjarverandi í síðustu hlaupum vegna aðkallandi embættisanna á erlendri grund. Einnig stóð yfir Menntaþing í gær, föstudag, sem krafðist krafta þessa samvizkusama ríkisstarfsmanns, og átti hann þess ekki kost að hlaupa á degi sem lýst hafði verið yfir að væri Fyrsti Föstudagur í september. Frétzt hefur að Flosi hafi móttekið ágústlöberinn við það tækifæri, en að öðru leyti var athöfnin kyrrlát, friðsæl og hátíðleg.
Ritari undi sæll við sitt í morgun þegar Brunahringing glumdi við - á hinum endanum var Der Blumenverkaufer og var eins og himinn og jörðu væru að farast. "Hvar ertu? Ertu ekki að koma í hlaup?" Ég spurði á móti hverjir væru mættir - "allir". Allir er temmilega óljóst svar.  Því grunaði mig strax að það væru ekki mjög margir mættir. Kvaðst mundu mæta seinna. Mér er tjáð að það hafi verið slúðrað nokkuð um ástæður fjarveru minnar og allt lagt út á versta veg.

Ég mætti um hálftíu og sá aðeins reyfið af Blómasalanum og Stráknum á Hjólinu í útiklefa og staðfestist þar með vissa mín um fámenni að hlaupum. Ég hafði myndina af Árbæjarlaug í kollinum og þangað skyldi stefnt um Fossvog og Goldfinger. Það er einmanaleg iðja að hlaupa einn. En það þýðir að maður er ekki truflaður af orðagjálfri og hávaðasömum hlaupurum, er út af fyrir sig með hugsanir sínar.

Við Stíbblu mætti ég Flosa, Unu, Hjálmari og Ósk - þó voru á leið tilbaka, fóru eitthvað um 27 km eftir því sem mér skilst. Ég hélt áfram upp úr og gerði stanz við Árbæjarlaug. Svo var þetta bara eftir bókinni niður Elliðaárdalinn, undir Breiðholtsbraut, um Laugardal og Sæbraut tilbaka til Laugar. Þar hitti ég fyrir Blómasalann og þau hin í potti, Benedikt, Hjálmar, Ósk, Flosa og Eirík. Tvær vikur í Berlín, spennan vex, menn spá í tíma. Hvernig verður þetta?

Stóri hlaupafiskisúpudagurinn

Eftir hlaup 15.ágúst buðu Birgir Jóakims og Björn kokkur öllum hlaupahópnum í fiskisúpu. 

IMG_4678

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Súpan var grilluð úti í garði hjá Birgi Jóakims og frú.  Björn meistarakokkur, sjósundmaður og maraþonhlaupari átti heiðurinn af súpgerðinni.  Því miður er ekki hægt að taka ljósmynd af bragðinu.

 

IMG_4681

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4682

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4688

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4689

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4690

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 IMG_4691

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4693

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4694

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4696

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rúna tilkynnti hlaupara mánaðarins sem að þessu sinni var Einar en hann var fjarri góðu gamni.

 

IMG_4699

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

IMG_4700

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vilhjálmur kom færandi hendi og bauð upp á Hrefnukjöt sem við borðuðum í vísindaskyni með góðri sojasósu. 

IMG_4707

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þar sem Birgir ljósmyndari festist ekki á filmu bæti ég minni eigin mynd af honum hér í lokin:

 IMG_0212

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Myndir frá Birgi en færslan frá Kára

 


Mönnum verður á og mismæla sig

Föstudagurinn 16. maí verður lengi í minnum hafður. Afar vænn hópur góðhlaupara samankominn á hefðbundnum slóðum, flestir með gervihnattasamband, léttir í skrefinu frá upphafi hlaups til enda. Eins og oft áður voru sumir skrafhreifir fram úr hófi, eða svo lengi þeim entist öndun til, en dró þó úr mesta masinu þegar komið var út af Klambratúni. En fyrir þá sem ekki vita, er nafnið dregið af bænum Klömbrum í Vestur –Húnavatnssýslu. En klambra er sérstök lögun á hnaus.

Það verður nú að segjast ýmsum til hróss, að ég hljóp ekki einn allan tímann, þó lengst af.  Tónlistarhúsið teygir nú anga sína í átt Seðlabanka og verður að sýna sérstaka varfærni þegar klöngrast er yfir Skúlagötuna. Hraði bifreiða er þar all nokkur og eru menn brýndir til að líta til allra átta áður en farið er yfir.  Á þetta sérstaklega við þá sem gjarnir eru á að hlaupa út undan sér.

Þegar til laugu kom, tóku menn eftir því að það vantaði ónefndan blómasala og var sem honum hefði hreinlega ekki enst orka til að ljúka hlaupi. Það var ekki fyrr en menn höfðu skrafað drjúga stund í potti að hann skreiddist til okkar. Lagði af honum angan ljúfa; hann sagðist hafa fengið nokkur hvít og rauð á leiðinni. Þögn sló á íþróttamennina í potti, en blómasali var bæði glaðr og reifr. 

Á einhvern undarlegan, óútskýrðan hátt, hafði hann lagt langa leið á sína lykkju og „komið við” á Þjóðminjasafninu, 600 metrum austan við Hofsvallagötu, og verið þar við opnun sýningar Ragnheiðar kokksins. Þar brynnti hann sér í fyrsta sinnið. Að því loknu hélt hann að háskólabyggingu, kom við í teiti nema í viðskiptafræði og var einnig boðin mungát heit; að lokum og í hið þriðja sinnið hóf hann bikar á loft í veislu hagfræðinema, eilítið sunnar í sömu byggingu. Verður þetta að teljast met í upphafningu andans og það í sveittum hlaupagírnum. Menn voru furðu lostnir, en bros blómasalan hljóp í vöxt eftir því sem á frásögnina leið. Var nú stutt í að menn fóru að tala um mat. Við þá umræðu dvaldi vararitari ekki.

 

Mánudagurinn 19. maí

Enn og aftur var létt í hlaupverjum þennan fallega mánudag. Hægur að austan og sæmilega mætt. Sem fyrr átti að taka langan þétting. Reyndar verður að segjast eins og er, að mánudagsþéttingar eru orðnir það langir, að styttri hluti leiðarinnar er á rólega tempóinu. Út að dælu og lens vestur á Lindarbraut, vel á fimmta kílómetra. Einn í hópnum fremstur, en þjálfari ekki víðs fjarri. Þóttust menn vart í annan tíma hafa tekið eins feiknarlangan sprett. Og í raun öllum til mikils sóma, sem á annað borð mættu.

Höfðu sumir á orði þegar þarna var komið hlaups, að andinn í hópnum væri venju fremur vinsamlegur, hverju sem sætti. Er aðalritari í Svíþjóð, spurði lærður maður í hópnum. Umlaði í lýðnum miður glöðum, en engin svör.

Skildu nú leiðir með þeim sem koma til hlaupa, og hinna sem koma til að tala.  Fórum við próf. Fróði út Nesið og smöluðum rúmum 16 kílómetrum inn á mælinn. Reyndar vil ég geta eins, vegna þess hversu feikn mér var brugðið; próf. Fróða lagði til að við styttum, færum ekki fyrir völlinn. Ég þvertók fyrir þetta og próf. F. sagðist hafa mismælt sig, sagðist hafa spurt; er þetta stytta? Við tóku nokkrar gargandi kríur og málið leystist af sjálfu sér. Var síðan hlaupið á fullu gasi, fyrir völl, norður og austur úr til laugar. Vararitari.


Heill þér, Haukur!

Í fyrsta sinn í samanlagðri sögu Hlaupasamtaka Lýðveldisins hefur það gerzt að félagi í hópnum hefur látið svo lítið að geta félaga sinna í fjölmiðli. Það gerðist í þættinum "Í vikulokin" sem er milli 11 og 12 á laugardagsmorgnum í Ríkisgufunni. Í þættinum í morgun hafði Haukur félagi vor Arnþórsson orð á því að hann væri meðlimur í Samtökunum, Reykjavíkurmaraþon væri framundan og liður í undirbúningi þess væru vandlega undirbúin hlaup þessar vikurnar. Þetta var mjög óeigingjarnt framtak af hans hálfu og til mikillar fyrirmyndar í alla staði. Að sama skapi hefðí það ekki átt að koma neinum á óvart að ónefndur álitsgjafi og skoðanahafi - einnig félagi í fyrrgreindum Samtökum - kom fram í útvarpsfréttum skömmu síðar og nefndi þau ekki á nafn! Svona eru nú mennirnir ólíkir! Ritari.

Hlaupasamtökin fara í loftið.

Hlaupasamtök Lýðveldisins, einnig þekkt undir nafninu "Vesturbæjarhópurinn", eru hópur vaskra meyja og sveina sem hlaupa 3-4 sinnum í viku frá Vesturbæjarlaug. Tilgangur hlaupanna er að byggja upp þrek og þol, bæta heilsu og laga ástand sálar. Þeim er einnig ætlað að stuðla að upplýstri umræðu um ýmis mál er á góma ber hverju sinni, fræðast um náungann, efla málþroska og breiða út þjóðlegan fróðleik. Þátttaka er öllum frjáls, farið er mishratt yfir og áhersla ekki lögð á að ljúka hlaupi sem fyrst. Hlaupi hefur af ónefndum félögum í hópi vorum verið líkt við kynlíf, "það er best meðan á því stendur".

Ætlunin með þessari bloggsíðu er að kynna framsækið starf Hlaupasamtakanna, birta myndir og frásagnir af hlaupum og láta vita af viðburðum sem samtökin standa fyrir. 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband