Reykjafellshlaup 2012

Reykjafellshlaup var þreytt laugardaginn 15. september 2012. Þessir söfnuðust saman við Vesturbæjarlaug kl. 14: Helmut og Jóhanna, Maggie, Þorvaldur, S. Ingvarsson, Dagný, Benedikt, Einar blómasali, Rúna, Frikki á hjóli búinn að hlaupa á Nes, Ragnar og Ólafur ritari. Þorvaldur lagði af stað á undan öðrum, Einar hljóp heim að ná í drykki og svo var okkur ekið á eftir þeim hinum sem voru lögð af stað. Biggi hjólaði í kringum okkur út í Nauthólsvík, en svo ekki söguna meir, var að fara á myndakvöld. Ekki bólaði á Denna sem ætlaði að vera á reiðhjóli.

Stoppað í Nauthólsvík og beðið eftir Rúnu og Einari. Við vorum fimm sem héldum hópinn framan af, auk skrifara voru það Dagný, Helmut, Rúna og Einar. Næsti áfangi var Víkingsheimili og var jafnvel vænst þess að þau fremstu biðu eftir okkur þar, eins og hefð er um. Svo var þó ekki og var hlaupi bara haldið áfram. Hér mun Bjarni Benz hafa bæst í hópinn. Næst staldrað við í brekkunni upp af Gullinbrú og beðið eftir þeim síðustu. En eftir þetta var engin miskunn, það var bara sprett úr spori meðfram ströndinni og golfvöllunum og alla leið upp í Varmárlaug.

Frábært hlaup og menn ótrúlega frískir. Góð tilfinning að skella sér í pott og ísbað á eftir. Svo var haldið í sveitina til Helmuts og Jóhönnu, þangað mættu einnig Anna Birna og Kári, Flosi og Ragna og loks sjálfur Vilhjálmur Bjarnason. Urðu þar eðlilega fagnaðarfundir. Borin fram dýrindis kjötsúpa og kveiktur varðeldur um kvöldið. Ógleymanleg stund. Takk fyrir okkur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband