Citius, Altius, Fortius: Jörundur Guðmundsson stórhlaupari 70 ára

Jörundur Guðmundsson, prentari, sem er sjötugur í dag, er einhver magnaðasti hlaupari Lýðveldisins, og þótt víðar væri leitað. Þegar skoðuð er hlaupafaraldsfræði hans sem nú spannar aldarfjórðung og ríflega það má segja með sanni að fáir menn ef nokkrir hafa fengið jafn mikið út úr sínu áhugamáli sem hann. Hann hefur haft sérstakt lag á því á löngum ferli að komast hjá meiðslum að nokkru ráði, enda flottasti og frískasti hlaupari í Reykjavík á sínum aldri- nú kominn á áttræðisaldur - Þá hefur hann af lítillæti og hógværð sinni aldrei komið óorði á þessa tegund tómstundaiðju.  Þeim hjónum frú Önnu Vigdísi, hjúkrunarfræðingi, af ætt kammerráðsins frá Melum í Hrútafirði og Jörundi og fjölskyldu þeirra eru nú sendar á þessum heiðursdegi Jörundar hamingjuóskir og kveðjur með þakklæti fyrir sérstaklega ánægjuleg og geðug samskipti í um þrjá áratugi.

Menn og konur hafa rætt það sín á milli að ekki megi láta þetta tækifæri ónotað, en safna saman í góðan hóp hlaupafélaga til að hlaupa nýja leið hér á hlaupaslóð hans í Vesturbæ Reykjavíkur, sem kalla mætti Jörundarleið, til heiðurs þessum harðsnúna útivistar- og langhlaupakappa.  Leiðin ætti að vera tæpir tuttugu km. og ætla má að hraðinn verði frá 5:30 og upp í 5:50 á brautinni hjá meginhópnum. Undirritaður hefur átt það til að skokka með Jörundi helming þessarar leiðar af og til síðasta aldarfjórðung á ca. 5:45 og við höfum látið dæluna ganga allan tímann um landsins gagn og nauðsynjar eða sameiginlega vini, lífs, en sumir á leið í krókinn, sem og alveg liðna. - Og án þess að blása úr nös - ! Það er sérlega ánægjulegt að mega kalla þennan mann gildan lim í Hlaupasamtökum Lýðveldisins og megi svo vera um langan aldur!
Ólafur Þorsteinsson, Formaður Hlaupasamtaka Lýðveldisins
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Virðurlegu hlauparar

Mér kemur til hugar nú þegar ég les Ó Þ á netinu setning úr Íslandsklukkunni.

"Nú er Jón Hreggviðsson kominn með hatt."

Þetta er gífurlegar framfari í fjölmiðlun, Ólafur kominn á Netið, ræðupúltin duga ekki.

Þessi Þjóð!!!!!!!!

MEð vinsemd,

Vilhjálmur Bjarnason

Vilhjálmur Bjarnason (IP-tala skráð) 31.3.2011 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband