8.11.2009 | 14:33
Jörundur mætir á ný til hlaups
Fjórir hlaupafélagar mættu til hefðbundins sunnudagshlaups í Hlaupasamtökum Lýðveldisins: Ólafur Þorsteinsson, Þorvaldur, Jörundur og Ólafur ritari. Jörundur að koma tilbaka eftir tveggja vikna hvíld vegna slyss við heimilisstörf. Veður þokkalegt til hlaupa og var skeiðað á rólegu tempói út Sólrúnarbrautina á meðan við kjömmsuðum á safaríkum sögöum af eternum, svo sem þessari um bókara KSÍ sem lenti í þeirri ógæfu að óvandaðir menn komust í kortið hans þar sem hann var óvart staddur á strippklúbbi og straujuðu það nokkrum sinnum fyrir háum fjárhæðum. Meira hvað menn geta verið ómerkilegir!
Eðlilega var rætt um sjónvarpsefni ýmiss konar sem í boði er þessi missirin, en ekki verður farið nánar út í þá sálma hér. Við mættum mörgum á leiðinni sem við þekktum, ávallt var spurt: hvað verður farið langt í dag? Við svöruðum: hefðbundna porsjón, tólf kílómetra. Stoppað í Nauthólsvík og rætt um ýmis laus störf sem í boði eru þessa dagana og líklega kandídata.
Sunnudagshlaup eru hreinsandi fyrir sál og líkama og góður undirbúningur fyrir átakahlaup á mánudegi. Stemmning að fara um kirkjugarð. Ákveðið að fara Sæbraut þar sem veður var fallegt og engin þörf að telja tóm verzlunarrými.
Á mánudag verður myndataka endurtekin, en hugsanlega þarf að færa hana í hús því spáin er ekki góð. Ó. Þorsteinsson mun mæta þá, en óvissara með B. Símonarson, félaga án hlaupaskyldu, en með þeim mun meiri rannsóknaskyldu. Vel mætt í pott, staðgengill dr. Einars Gunnars var sonur hans Ólafur Jóhannes. Rætt lengi dags um knattspyrnu.
Eðlilega var rætt um sjónvarpsefni ýmiss konar sem í boði er þessi missirin, en ekki verður farið nánar út í þá sálma hér. Við mættum mörgum á leiðinni sem við þekktum, ávallt var spurt: hvað verður farið langt í dag? Við svöruðum: hefðbundna porsjón, tólf kílómetra. Stoppað í Nauthólsvík og rætt um ýmis laus störf sem í boði eru þessa dagana og líklega kandídata.
Sunnudagshlaup eru hreinsandi fyrir sál og líkama og góður undirbúningur fyrir átakahlaup á mánudegi. Stemmning að fara um kirkjugarð. Ákveðið að fara Sæbraut þar sem veður var fallegt og engin þörf að telja tóm verzlunarrými.
Á mánudag verður myndataka endurtekin, en hugsanlega þarf að færa hana í hús því spáin er ekki góð. Ó. Þorsteinsson mun mæta þá, en óvissara með B. Símonarson, félaga án hlaupaskyldu, en með þeim mun meiri rannsóknaskyldu. Vel mætt í pott, staðgengill dr. Einars Gunnars var sonur hans Ólafur Jóhannes. Rætt lengi dags um knattspyrnu.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.