17.8.2009 | 21:14
Hvar er þessi Fimmvörðuháls?
Nokkrir félagar í Hlaupasamtökum Lýðveldisins gengu á Fimmvörðuháls laugardaginn 15. ágúst. Þetta voru þau Helmut, Jóhanna, Jörundur, Kári, Ólafur ritari, og auk þess Kjartan sonur Kára. Þá gengu Vilborg, Lilja og Anna, kona og dætur blómasalans, frá Baldvinsskála í Þórsmörk. Er komið var í Skóga hittum við fyrir Guðrúnu Geirsdóttur, of Nes Club fame, sem var þar í fylgd með Sjóvár-fólki, en kaus að fylgja okkur sökum kunnugleika. Guðrún er skemmtilegur ferðafélagi eins og hún á kyn til og var ekki leiðinlegt að hafa samfylgd hennar.
Gangan upp stigann meðfram Skógafossi var erfiðasti hluti gönguleiðarinnar. Veður fagurt til að byrja með, en svo byrjaði að rigna þegar klukkutími var liðinn. Fossarnir í Skógá voru augnayndi, hver öðrum glæsilegri. Nesti snætt í fallegri laut með útsýni til fossa. Ritari var með frekar hallærislega tösku á baki, sem var vel troðin og þung, og tók upp á því að opnast þegar ganga var ung: ritari fann að byrðin léttist til muna, en sá svo allt innvolsið, nærbuxur og nesti, á víð og dreif um völlu. Vakti þetta almennan hlátur, einkum Sjóvár-fólks, sem greinilega er illa innrætt og gleðst yfir óförum annarra. Ritara var nokk sama, tíndi dótið saman og tróð því niður, en Jóhanna var svo elskuleg að taka eina flíspeysu sem svarar nafninu Þorgerður (jólagjöf frá fyrrv. menntamálaráðherra til starfsmanns).
Kári var á sléttum gönguskóm og var óþarflega fallvaltur á göngunni, stóð oss ekki á sama. Þrammað ákveðið upp að Baldvinsskála. Þar hittum við fyrir blómasalann, ásamt frú Vilborgu og dætrunum Lilju og Önnu. Höfðu þau komið akandi á fjallajeppa blómasalans. Þarna var gerður stanz, en svo sneri blómasalinn við niður af fjallinu, ók sem leið lá í Þórsmörk. Við héldum áfram göngunni. Við tóku auðnir og snjóskaflar. Jörundur taldi upp fossa og fjöll. Á Morinsheiði hellirigndi. Það var Heljarkambur og það voru Kattahryggir. Ritari spurði Jörund: "Hvar er svo þessi Fimmvörðuháls?" Jörundur svaraði: "Fimmvörðuháls? Við erum löngu komnir framhjá honum."
Er komið var að Þórsmörk blasti við ægifegurð, ógnvekjandi og stórkostleg í senn. Þetta þyrftu allir Íslendingar að sjá og upplifa. Fjöll, dalir, gilskorningar, skógivaxnar hlíðar. Orð fá ekki líst þessu landslagi. Hér rigndi sleitulaust og tæplega í boði að taka nesti. Haldið áfram. Einhvers staðar er við vorum að nálgast Þórsmörk mættum við blómasalanum sem kom gangandi á móti okkur.
Þrammað í Bása. Við vorum köld og blaut, en slógum upp tjöldum og hófum að grilla kvöldmatinn. Síðan var etið við frumstæðar aðstæður og drukkinn bjór með. Fólk var þreytt svo ekki var um að ræða að vaka lengi fram eftir, menn fóru til kojs snemma og duttu sem rotaðir niður og sváfu væran til morguns.
Við Jörundur, Jóhanna og Helmut fengum okkur þriggja tíma göngutúr um Þórsmörk að morgni sunnudags eftir að hafa snætt morgunverð að hætti hússins. Þvælst um skógivaxnar hlíðar til þess komast á leið sem átti að vera til - en urðum frá að hverfa vegna breytinga sem áin hefur valdið á umhverfinu. Tókum svo rútuna úr Þórsmörkinni um tvöleytið. Velheppnaðri ferð lokið - vonandi verður framhald á ævintýrum af þessu tagi fljótlega.
Gangan upp stigann meðfram Skógafossi var erfiðasti hluti gönguleiðarinnar. Veður fagurt til að byrja með, en svo byrjaði að rigna þegar klukkutími var liðinn. Fossarnir í Skógá voru augnayndi, hver öðrum glæsilegri. Nesti snætt í fallegri laut með útsýni til fossa. Ritari var með frekar hallærislega tösku á baki, sem var vel troðin og þung, og tók upp á því að opnast þegar ganga var ung: ritari fann að byrðin léttist til muna, en sá svo allt innvolsið, nærbuxur og nesti, á víð og dreif um völlu. Vakti þetta almennan hlátur, einkum Sjóvár-fólks, sem greinilega er illa innrætt og gleðst yfir óförum annarra. Ritara var nokk sama, tíndi dótið saman og tróð því niður, en Jóhanna var svo elskuleg að taka eina flíspeysu sem svarar nafninu Þorgerður (jólagjöf frá fyrrv. menntamálaráðherra til starfsmanns).
Kári var á sléttum gönguskóm og var óþarflega fallvaltur á göngunni, stóð oss ekki á sama. Þrammað ákveðið upp að Baldvinsskála. Þar hittum við fyrir blómasalann, ásamt frú Vilborgu og dætrunum Lilju og Önnu. Höfðu þau komið akandi á fjallajeppa blómasalans. Þarna var gerður stanz, en svo sneri blómasalinn við niður af fjallinu, ók sem leið lá í Þórsmörk. Við héldum áfram göngunni. Við tóku auðnir og snjóskaflar. Jörundur taldi upp fossa og fjöll. Á Morinsheiði hellirigndi. Það var Heljarkambur og það voru Kattahryggir. Ritari spurði Jörund: "Hvar er svo þessi Fimmvörðuháls?" Jörundur svaraði: "Fimmvörðuháls? Við erum löngu komnir framhjá honum."
Er komið var að Þórsmörk blasti við ægifegurð, ógnvekjandi og stórkostleg í senn. Þetta þyrftu allir Íslendingar að sjá og upplifa. Fjöll, dalir, gilskorningar, skógivaxnar hlíðar. Orð fá ekki líst þessu landslagi. Hér rigndi sleitulaust og tæplega í boði að taka nesti. Haldið áfram. Einhvers staðar er við vorum að nálgast Þórsmörk mættum við blómasalanum sem kom gangandi á móti okkur.
Þrammað í Bása. Við vorum köld og blaut, en slógum upp tjöldum og hófum að grilla kvöldmatinn. Síðan var etið við frumstæðar aðstæður og drukkinn bjór með. Fólk var þreytt svo ekki var um að ræða að vaka lengi fram eftir, menn fóru til kojs snemma og duttu sem rotaðir niður og sváfu væran til morguns.
Við Jörundur, Jóhanna og Helmut fengum okkur þriggja tíma göngutúr um Þórsmörk að morgni sunnudags eftir að hafa snætt morgunverð að hætti hússins. Þvælst um skógivaxnar hlíðar til þess komast á leið sem átti að vera til - en urðum frá að hverfa vegna breytinga sem áin hefur valdið á umhverfinu. Tókum svo rútuna úr Þórsmörkinni um tvöleytið. Velheppnaðri ferð lokið - vonandi verður framhald á ævintýrum af þessu tagi fljótlega.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.