25.7.2009 | 14:13
Langt og erfitt á laugardegi
Ég fann þegar á fyrstu metrunum að þetta yrði erfitt hlaup. Meira um það seinna. Mætt þessi: Margrét, Ósk, Hjálmar, Dagný, Eiríkur, Birgir, Þorbjörg, Björn, Pawel og Ólafur ketilsmiður. Enn skín Vesturbæjarsólin skært, hiti þægilegur og notalegur andvari sem kældi mann eilítið niður þegar bezt lét.
Fimmtudagshlaupið sat sumsé enn í ritara og fannst þegar við upphaf hlaups að skynsamlegra hefði verið að hvíla lengur. En hver segir að við séum skynsamt fólk? Þá þegar fór ég að velta fyrir mér hvar ég gæti stytt: Öskjuhlíð, Suðurhlíðar, Þriggjabrúa...? Svona malaði hugurinn meðan fæturnir báru okkur æ lengra. Áður en ég vissi af vorum við komin á Kársnesið og þá er ekkert um það að ræða að stytta. Biggi og Hjálmar í djúpum samræðum um Evrópusambandsaðild, kosti hennar og galla.
Þegar komið var að Reykjanesbraut í Kópavogi söfnuðumst við saman, einhver ætlaði að stytta hér, aðrir að kýla á Stíbblu. Ég hugleiddi að fara upp á hálsinn, en sýndist brekkan of erfið, betra að halda áfram, maður ætti þó hauk í horni í Lækjarhjallanum. Hér vildi Margrét að við gæfum aðeins í og færum á tempói. Hér vildi ég helzt hætta hlaupi og fannst þetta ekki góð hugmynd. Samt sýndist mér menn bæta aðeins í, alla vega var maður skilinn eftir í reykmekki.
Eftir mikla baráttu komst ég heim á dyrahellu hjá Ágústi og Ólöfu, frúin kom hlaupandi niður með appelsínusafa sem bjargaði mér alveg. Ágúst sjálfur í Jökulsárhlaupi, nýkominn úr 175 km hlaupi yfir Kjöl. Maðurinn er bara ekki alveg í lagi! Hér fóru aðrir hlauparar framhjá án þess að sýna þá lágmarkskurteisi að heilsa upp á. Næst hitti ég mannskapinn við Olís í Mjóddinni, þar var vatni bætt á brúsa. Þeir áfram upp að Stíbblu, en ég ofan í Elliðaárdalinn og tilbaka í Fossvoginn. Skellti mér í sjó í Nauthólsvík og flaut á bakinu í svalandi öldunni.
Þetta small saman þannig að þau hin náðu mér á Ægisíðunni og urðum við samferða síðustu metrana. Teygt lengi á flötinni hjá Lauginni og spöglerað í jóga. Þá dúkkaði Sif Jónsdóttir upp eftir 11 km slökunarhlaup. Eftir svona átök var ljúft að liggja í heitum potti og baða sig í sólinni.
Fimmtudagshlaupið sat sumsé enn í ritara og fannst þegar við upphaf hlaups að skynsamlegra hefði verið að hvíla lengur. En hver segir að við séum skynsamt fólk? Þá þegar fór ég að velta fyrir mér hvar ég gæti stytt: Öskjuhlíð, Suðurhlíðar, Þriggjabrúa...? Svona malaði hugurinn meðan fæturnir báru okkur æ lengra. Áður en ég vissi af vorum við komin á Kársnesið og þá er ekkert um það að ræða að stytta. Biggi og Hjálmar í djúpum samræðum um Evrópusambandsaðild, kosti hennar og galla.
Þegar komið var að Reykjanesbraut í Kópavogi söfnuðumst við saman, einhver ætlaði að stytta hér, aðrir að kýla á Stíbblu. Ég hugleiddi að fara upp á hálsinn, en sýndist brekkan of erfið, betra að halda áfram, maður ætti þó hauk í horni í Lækjarhjallanum. Hér vildi Margrét að við gæfum aðeins í og færum á tempói. Hér vildi ég helzt hætta hlaupi og fannst þetta ekki góð hugmynd. Samt sýndist mér menn bæta aðeins í, alla vega var maður skilinn eftir í reykmekki.
Eftir mikla baráttu komst ég heim á dyrahellu hjá Ágústi og Ólöfu, frúin kom hlaupandi niður með appelsínusafa sem bjargaði mér alveg. Ágúst sjálfur í Jökulsárhlaupi, nýkominn úr 175 km hlaupi yfir Kjöl. Maðurinn er bara ekki alveg í lagi! Hér fóru aðrir hlauparar framhjá án þess að sýna þá lágmarkskurteisi að heilsa upp á. Næst hitti ég mannskapinn við Olís í Mjóddinni, þar var vatni bætt á brúsa. Þeir áfram upp að Stíbblu, en ég ofan í Elliðaárdalinn og tilbaka í Fossvoginn. Skellti mér í sjó í Nauthólsvík og flaut á bakinu í svalandi öldunni.
Þetta small saman þannig að þau hin náðu mér á Ægisíðunni og urðum við samferða síðustu metrana. Teygt lengi á flötinni hjá Lauginni og spöglerað í jóga. Þá dúkkaði Sif Jónsdóttir upp eftir 11 km slökunarhlaup. Eftir svona átök var ljúft að liggja í heitum potti og baða sig í sólinni.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Athugasemdir
Undirritaður fór í sveitina á föstudegi og missti því að dýrmætri samverustund hlaupafélaganna á laugardagsmorgni. Fór á Strút á laugardegi þannig að þetta er ekki allt glatað. Sjá nánar á moggabloggi.
Flosi Kristjansson (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.