20.7.2009 | 23:21
Sjóbað á fögrum degi, Magnús passaði fötin
Það var 20 stiga hiti. Fjölmargir mættir til hlaups og báðir þjálfarar mættir. Menn bundust leynilegum samtökum um að fara í sjó, þjálfarar almennt á því að það mætti fara rólega út að Skítastöð og þaðan taka spretti. Eftir þessu var farið.
Þegar út í Skerjafjörð var komið voru lagðar línur um spretti, en við óknyttadrengirnir frá Hlíðarhúsum ákváðum að fara okkar eigin leiðir. Helmut, Kári, Ólafur ketilsmiður, Þorbjörg o.fl. hlupu án leiðsagnar þjálfara og fóru sínu fram. Settu strikið á Nauthólsvík. Þau hin ætluðu í öfuga átt. Við dóluðum okkur á rólyndisróli austurúr, en viti menn: skömmu síðar komu þau hin á feiknarhraða og fara fram úr okkur. Hafa greinilega ekki þolað aðskilnaðinn.
Við í sjóinn. Svömluðum um og nutum lífsins. Þetta er ekki hægt í útlöndum. Tíndum á okkur spjarirnar og lögðum upp í hlaup sem Helmut hafði reiknað út. Á Flönum mættum við Hraðaföntunum á spretti og hafandi fengið hvatningu frá Þorbjörgu ákváðum við að bindast Samtökum um að tefja sprettinn og niðurstaðan varð sú að Rúnar lenti úti í lúpínubeði, með sérstöku aukaknússi frá ektakvinnunni.
Við vorum ánægð með þetta og héldum áfram, tókum gott hlaup um skógarstíga í Öskjuhlíð sem Helmut þekkti, þeir voru erfiðir og minntu á Boot Kamp. Svo niður í Öskjuhlíð aftur og þaðan tilbaka. Ekki veit ég hvað hljóp í Helmut en allt í einu var hann farinn að spretta úr spori, kominn á tempó undir 5 mín. Ég gat ekki látið mitt eftir liggja og hélt í við hann. Þarna tókum við 4 km sprett á undir 5 km - líklega 4:40 eða þar um bil og gáfum ekkert eftir. Náðum þeim þeim Frikka og Rúnu sem tóku ekki spretti.
Sif Jónsdóttir var mætt í pott og sagði sögur af Laugavegshlaupi. Hún hélt ádíens. Næst er Ármannshlaup næstkomandi fimmtudag. Þá verða átök. Þá verður tekið á því!
Þegar út í Skerjafjörð var komið voru lagðar línur um spretti, en við óknyttadrengirnir frá Hlíðarhúsum ákváðum að fara okkar eigin leiðir. Helmut, Kári, Ólafur ketilsmiður, Þorbjörg o.fl. hlupu án leiðsagnar þjálfara og fóru sínu fram. Settu strikið á Nauthólsvík. Þau hin ætluðu í öfuga átt. Við dóluðum okkur á rólyndisróli austurúr, en viti menn: skömmu síðar komu þau hin á feiknarhraða og fara fram úr okkur. Hafa greinilega ekki þolað aðskilnaðinn.
Við í sjóinn. Svömluðum um og nutum lífsins. Þetta er ekki hægt í útlöndum. Tíndum á okkur spjarirnar og lögðum upp í hlaup sem Helmut hafði reiknað út. Á Flönum mættum við Hraðaföntunum á spretti og hafandi fengið hvatningu frá Þorbjörgu ákváðum við að bindast Samtökum um að tefja sprettinn og niðurstaðan varð sú að Rúnar lenti úti í lúpínubeði, með sérstöku aukaknússi frá ektakvinnunni.
Við vorum ánægð með þetta og héldum áfram, tókum gott hlaup um skógarstíga í Öskjuhlíð sem Helmut þekkti, þeir voru erfiðir og minntu á Boot Kamp. Svo niður í Öskjuhlíð aftur og þaðan tilbaka. Ekki veit ég hvað hljóp í Helmut en allt í einu var hann farinn að spretta úr spori, kominn á tempó undir 5 mín. Ég gat ekki látið mitt eftir liggja og hélt í við hann. Þarna tókum við 4 km sprett á undir 5 km - líklega 4:40 eða þar um bil og gáfum ekkert eftir. Náðum þeim þeim Frikka og Rúnu sem tóku ekki spretti.
Sif Jónsdóttir var mætt í pott og sagði sögur af Laugavegshlaupi. Hún hélt ádíens. Næst er Ármannshlaup næstkomandi fimmtudag. Þá verða átök. Þá verður tekið á því!
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.