17.7.2009 | 19:38
Fámennt á föstudegi
Þessi voru mætt í hlaup dagsins frá Vesturbæjarlaug: Þorvaldur, Magnús, Flosi, Ólafur ritari, Rúnar og Anna Jóna, jákvæður sálfræðingur. Af þessari ástæðu var umgjörðin höfð einföld og menn hlupu af stað án þess að viðhafa langan formála fyrst. Hlaupið afar hægt inn í Nauthólsvík, þar sem ritari og Rúnar skelltu sér í sjó, Anna ætlaði styttra, en hinir héldu áfram og luku hefðbundnu á svakalegu tempói, mér heyrðist Flosi nefna töluna 4:40 á lokasprettinum.
Í fyrramálið verður farið langt, hlaup hefst við VBL kl. 9:30. Í gvuðs friði, ritari.
Í fyrramálið verður farið langt, hlaup hefst við VBL kl. 9:30. Í gvuðs friði, ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Hlaupaleiðir
- 11.4 km hlaupaleið fyrir golfvöll og nálægt Gróttu 11.4 km hlaupaleið fyrir golfvöll og nálægt Gróttu
- 19.6 km Sextíuogníu plúsplús 19.6 km Sextíuogníu plúsplús
- 18.9 km Sextíuogníu plús 18.9 km Sextíuogníu plús
- 17.4 km Stokkurinn 17.4 km Stokkurinn
- 14.8 km Þriggja brúa hlaup - plús 14.8 km Þriggja brúa hlaup - plús
- 14.3 km Þriggja brúa hlaup 14.3 km Þriggja brúa hlaup
Ljósmyndir
Nýjustu færslur
- 16.1.2022 Sögulegur Sunnudagur
- 25.7.2021 Hlaupið í kyrrþey
- 11.4.2021 Hlaupið á sunnudegi
- 13.12.2020 Glæsileg endurkoma
- 24.11.2020 Hlaupið í garðinum
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Athugasemdir
Tveir gamlir drengir, upprunnir úr 107, af Hjarðarhaga 19 og Dunhaga 19, héldu uppi tempói af hálfu Hlaupasamtaka Lýðveldisins. Ónefndur tannlæknir, sem taldi sig heillum horfinn og gagnslausan til hlaupa, reyndist ótrúlega sprækur og hélt okkur hinum við efnið allt vestur að Landakotshæð.
Formaður okkar til Lífstíðar, var staðsettur við Nýlenduvöruverslun Samtakanna að Hofsvallagötu, þá er við runnum þar hjá, ræðandi við Málsmetandi Einstakling, hrópaði til okkar Þorvaldar að við værum glæsilegir og fallegir. Umsögn þessi má fyrir alla muni ekki berast til Saurblaðs Alþýðunnar (DV) hvar hún yrði næsta öugglega af-flutt. Hlaupið var hið fegursta!
Flosi Kristjánsson, 17.7.2009 kl. 21:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.