3.5.2009 | 13:31
Tala af tveimur hlaupum
Nú koma hlaupin svo þétt að ritari hefur ekki undan að greina frá afrekum hlaupara sem leggja upp frá SundLaug Vesturbæjar við Hofsvallagötu. Þegar komið var til Laugar í gær, laugardag 2. maí, var Helmut þar utan dyra að teygja eftir hlaup á Nes. Klukkan rétt rúmlega 9. Lét hann vel af fegurð náttúrunnar svo árla morguns. Þessi mættu til langhlaups hjá Hlaupasamtökum Lýðveldisins þennan vormorgun: Rúnar, Margrét, Friðrik á horninu, Flosi, Rúna, Ólafur ritari, Þorvaldur, Birgir jógi og Karl (hingað til kallaður Snorri, sem mun vera rangnefni). Einnig mættur ungur lögfræðinemi við HÍ er heitir Bjarki og er að hefja hlaup með Hópi Vorum.
Veður gott til hlaupa. Stefnt á 69 - en ritari heimtaði Stíbblu. Mættum dr. Jóhönnu sprækri á Ægisíðu. Þar næst mættum við Jörundi og Gísla og voru þeir einnig kátir eftir 20 km hlaup. Tempó allþétt inn í Nauthólsvík og Fossvog. Framan af var nokkur vindur á sunnan, en eftir flugvöll var dottin á rjómablíða og ríkti það er eftir lifði hlaups. Við Rúnar áttum samleið hjá Víkingsheimili og fundum fremstu hlaupara við brú yfir Elliðaár og virtist eitthvert ráðleysi á þeim. Ég benti upp í dal og gaf með því skýra línu um hvert leiðin lægi. Leiðin sú liggur upp á við og tekur á, en hvað er skemmtilegra eða meira viðeigandi en smá átök og fögur náttúra?
Margt fólk á ferð og flugi, gangandi eða hlaupandi. M.a. hlupu fjórar fallegar konur framhjá okkur og Biggi sagði: Flottur fossinn! Einhverjum heyrðist hann segja "flottur bossinn" - en líklega hefur það verið misheyrn. Þá var ég á ferð með Bigga og Rúnari, en þau hin voru fyrir framan okkur. Það var farið alla leið upp að Stíbblu og yfir árnar, aftur niður dalinn hinum megin hjá Rafveituheimili. Er komið var niður að Rafstöð héldu þau hin áfram en ég fór yfir Elliðaárnar og hefðbundið tilbaka um Laugardalinn.
Það var verið stund í potti. Einhvers staðar er biluð þvottavél í Grandahverfi. Þegar ritari fór upp úr og í Útiklefa stóð þar niðurlútur blómasali að klæða sig í hlaupagírið, kvaðst hafa farið með fornbíla til skoðunar þá um morguninn og ekki "komizt" í hlaup. Kvaðst hann ætla einn út að hlaupa í élinu og fara langt.
Jæja, segir nú ekki meira af því fyrr en menn mæta af nýju til hlaups að morgni sunnudags. Þá voru mættir: Þorvaldur, Jörundur, fyrrnefndur blómasali, annálaritari og lögfræðineminn Bjarki. Enn af nýju var veður hagstætt hlaupurum, jafnvel fegurra og betra en í gær. Menn söknuðu ekki einasta Formanns til Lífstíðar (spurðist til hans í Miðfirði), heldur einnig okkar kæra Vilhjálms Bjarnasonar sem enn þráast við að mæta og taka léttan sprett með félögum sínum á sunnudagsmorgni. Þrátt fyrir að menn fullyrði að tíminn lækni öll sár, verður söknuður Hlaupafélaga bara sárari og sárari eftir því sem frá líður.
Jæja, menn leggja í hann hefðinni trúir. Áður en langt var liðið voru menn dottnir niður í djúpar samræður um mat. Ritari með svínakjötsveizlu í gær, blómasalinn með haughoppara, en Þorvaldur sló öllum við: eldaði sel af Ströndum og var bæði laus við eiturefni og kvikasilfur. Ekki lélegt fæði það! Jörundur fékk bara skyr og rúgbrauðssneið í kvöldmat á laugardagskveldi, enda konan í vinnu!
Gert hefðbundið stanz í Nauthólsvík og umræðuefnin skyrti eigi, enda þótt engar vísbendingaspurningar birtust, né heldur ættfræði eða persónufræði. Í kirkjugarði var lagt lögfræðidæmi fyrir lögfræðinemann er hlaupið var framhjá leiði ónefnds menntaskólakennara og eiginkonu hans, en þau létust sama dag og varð að máli.
Síðan var hlaupið sem leið lá um Veðurstofuhálendi, Hlíðar, Hlemm og niður á Sæbraut. Er hér var komið snerist umræðan ekki lengur um mat, heldur um byggingar og þá hörmung ýmislega sem fyrir augu ber á þeirri leið. Menn voru furðu sprækir á þessum morgni, en oft hafa menn misst sig í mat og drykk á laugardagskvöldum og ætti það að sýna sig í afrekum sunnudags. Ekki hér. Menn tóku m.a.s. sprett undir lokin.
Pottur óvenjuvel mannaður, Valgerður fv. ráðherra, Mímir, dr. Baldur, dr. Einar Gunnar, Stefán verkfræðingur og Helga Jónsdóttir Zoega Gröndal, auk hlaupara. Umræður á þvílíku flugi að erfitt var að henda reiður á neinum ákveðnum þræði. Ekki auðvelt að flytja kenningu Geðlæknis Lýðveldisins, sem er á þá lund að hægrimönnum sé eiginlegt að þróast til vinstri, vinstrimenn geti færzt til hægri. En að hægrimenn verði Framsóknarmenn, það er merki um geðhvarfasýki. Í staðinn rætt um fjallgöngur.
Næst hlaup á morgun, mánudag, þá verður tekið á því.
Veður gott til hlaupa. Stefnt á 69 - en ritari heimtaði Stíbblu. Mættum dr. Jóhönnu sprækri á Ægisíðu. Þar næst mættum við Jörundi og Gísla og voru þeir einnig kátir eftir 20 km hlaup. Tempó allþétt inn í Nauthólsvík og Fossvog. Framan af var nokkur vindur á sunnan, en eftir flugvöll var dottin á rjómablíða og ríkti það er eftir lifði hlaups. Við Rúnar áttum samleið hjá Víkingsheimili og fundum fremstu hlaupara við brú yfir Elliðaár og virtist eitthvert ráðleysi á þeim. Ég benti upp í dal og gaf með því skýra línu um hvert leiðin lægi. Leiðin sú liggur upp á við og tekur á, en hvað er skemmtilegra eða meira viðeigandi en smá átök og fögur náttúra?
Margt fólk á ferð og flugi, gangandi eða hlaupandi. M.a. hlupu fjórar fallegar konur framhjá okkur og Biggi sagði: Flottur fossinn! Einhverjum heyrðist hann segja "flottur bossinn" - en líklega hefur það verið misheyrn. Þá var ég á ferð með Bigga og Rúnari, en þau hin voru fyrir framan okkur. Það var farið alla leið upp að Stíbblu og yfir árnar, aftur niður dalinn hinum megin hjá Rafveituheimili. Er komið var niður að Rafstöð héldu þau hin áfram en ég fór yfir Elliðaárnar og hefðbundið tilbaka um Laugardalinn.
Það var verið stund í potti. Einhvers staðar er biluð þvottavél í Grandahverfi. Þegar ritari fór upp úr og í Útiklefa stóð þar niðurlútur blómasali að klæða sig í hlaupagírið, kvaðst hafa farið með fornbíla til skoðunar þá um morguninn og ekki "komizt" í hlaup. Kvaðst hann ætla einn út að hlaupa í élinu og fara langt.
Jæja, segir nú ekki meira af því fyrr en menn mæta af nýju til hlaups að morgni sunnudags. Þá voru mættir: Þorvaldur, Jörundur, fyrrnefndur blómasali, annálaritari og lögfræðineminn Bjarki. Enn af nýju var veður hagstætt hlaupurum, jafnvel fegurra og betra en í gær. Menn söknuðu ekki einasta Formanns til Lífstíðar (spurðist til hans í Miðfirði), heldur einnig okkar kæra Vilhjálms Bjarnasonar sem enn þráast við að mæta og taka léttan sprett með félögum sínum á sunnudagsmorgni. Þrátt fyrir að menn fullyrði að tíminn lækni öll sár, verður söknuður Hlaupafélaga bara sárari og sárari eftir því sem frá líður.
Jæja, menn leggja í hann hefðinni trúir. Áður en langt var liðið voru menn dottnir niður í djúpar samræður um mat. Ritari með svínakjötsveizlu í gær, blómasalinn með haughoppara, en Þorvaldur sló öllum við: eldaði sel af Ströndum og var bæði laus við eiturefni og kvikasilfur. Ekki lélegt fæði það! Jörundur fékk bara skyr og rúgbrauðssneið í kvöldmat á laugardagskveldi, enda konan í vinnu!
Gert hefðbundið stanz í Nauthólsvík og umræðuefnin skyrti eigi, enda þótt engar vísbendingaspurningar birtust, né heldur ættfræði eða persónufræði. Í kirkjugarði var lagt lögfræðidæmi fyrir lögfræðinemann er hlaupið var framhjá leiði ónefnds menntaskólakennara og eiginkonu hans, en þau létust sama dag og varð að máli.
Síðan var hlaupið sem leið lá um Veðurstofuhálendi, Hlíðar, Hlemm og niður á Sæbraut. Er hér var komið snerist umræðan ekki lengur um mat, heldur um byggingar og þá hörmung ýmislega sem fyrir augu ber á þeirri leið. Menn voru furðu sprækir á þessum morgni, en oft hafa menn misst sig í mat og drykk á laugardagskvöldum og ætti það að sýna sig í afrekum sunnudags. Ekki hér. Menn tóku m.a.s. sprett undir lokin.
Pottur óvenjuvel mannaður, Valgerður fv. ráðherra, Mímir, dr. Baldur, dr. Einar Gunnar, Stefán verkfræðingur og Helga Jónsdóttir Zoega Gröndal, auk hlaupara. Umræður á þvílíku flugi að erfitt var að henda reiður á neinum ákveðnum þræði. Ekki auðvelt að flytja kenningu Geðlæknis Lýðveldisins, sem er á þá lund að hægrimönnum sé eiginlegt að þróast til vinstri, vinstrimenn geti færzt til hægri. En að hægrimenn verði Framsóknarmenn, það er merki um geðhvarfasýki. Í staðinn rætt um fjallgöngur.
Næst hlaup á morgun, mánudag, þá verður tekið á því.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt s.d. kl. 13:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.