Er ekki lífið yndislegt?

Nokkrir úrvalshlauparar voru saman komnir til hlaups frá Vesturbæjarlaug í dag, laugardaginn fyrir páska. Þar á meðal voru báðir þjálfarar, Rúnar og Margrét, Flosi, Þorvaldur, Ólafur ritari, Þorbjörg, kona Rúnars, Eiríkur (búinn þá þegar með 5 km) - og svo ungliðahreyfing Samtaka Vorra: Elínborg Ingunn Ólafsdóttir, dósent HÍ, stærðfræðingur, Pawel Bartosiak, Stefán Ingi Valdemarsson líka stærðfræðingur.

Mæting 10, einhver orð um að fara af stað 10.10 - en ákveðið að breyta til og leggja í hann 10:05. Hafi einhver mætt 10:08 og misst af okkur, þá er þetta skýringin: við vorum farin. Það er hlaupið langt á laugardögum og stefndi ritari á 69. Eiríkur ætlaði að taka hálfmaraþon, annað eftir því.

Að öllu samanteknu verður ekki annað sagt en hlaupið hafi gengið eins og bezt verður á kosið og merkilegt hvað maður kemur vel undan vetri. Hafði Powerade meðferðis og það bjargaði mér, enda eitthvað um vökvamissi hjá hlaupara eins og mér á svo langri leið. Það var bara vellíðan og kraftur alla leiðina, hlaupið samfellt, stanzað til að drekka, en svo haldið áfram. 

Er komið var á Hofsvallagötu varð manni hugsað: er ekki lífið yndislegt?! Formið er komið og nú bíða nýir áfangar: Goldfinger, Stíbbla, Sundlaug.

Næst hlaupið annan dag páska kl. 10:10.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband