6.4.2009 | 21:16
Hvað gerðist í hlaupi kvöldsins?
Það var byrjað að rigna þegar ritari kom á hjólfáki sínum á Plan Vesturbæjarlaugar. Ritari Hlaupasamtakanna er umhverfisverndarsinnaður og nýtir því hið umhverfisvæna farartæki hjólfákinn til þess að flytja sig milli staða. Sama gerir bróðir hans, Flosi. Þeir eru Flóamenn. Flóamenn eru upp til hópa geðþekk góðmenni og annt um allt sem lífsanda dregur. Báðir lögðu hjólfákum sínum utan við Laug og gengu prúðmannlega í Salinn og þaðan þráðbeint í útiklefa.
Í Útiklefa er jafnan glatt á hjalla. Þar voru mættir og voru kátir, auk fyrrnefndra Flóamanna, Þorvaldur, Björn, Bjarni Benz og Eiríkur. Gamanyrði flugu, glensyrði um litaval manna þegar bolir eru annars vegar, Björn á grænni treyju, enginn á bleikri í þetta sinn, en allflestir í hefðbundnum svörtum lit Hlaupasamtakanna.
Í Brottfararsal voru allmargir hlauparar mættir, fjölmargir nýir eða nýlegir, ekki man ég nöfnin. Líklega hafa í allt verið um 20 mættir. Báðir þjálfarar mættir og voru kátir og frískir. Þá er að nefna Magnús, S. Ingvarsson, Jón Gauta, Þorbjörgu, Unu, og einhverja fleiri. Samþykkt að fara út að Dælustöð og ákveða í framhaldinu hvað yrði. Við vorum létt á okkur þegar við lögðum af stað í úrinu. Upp á Víðimel og þannig út í Skerjafjörð. Þar fór Margrét með heilmikla þulu sem var ofar skilningi okkar Máladeildarstúdenta, þetta var talnaruna svo margslungin og margræð að ekki var fyrir hvítan mann að skilja þetta. Menn horfðu hver á annan og spurðu: Hvað var atarna? Margrét horfði vorkunnfull á okkur og sagði: Æ, það er ekki eins og þið hafið ekki gert þetta áður!
Svo var lagt í hann. Menn fóru á spretti, en ritari fór með Bjarna og Þorbjörgu á hægri ferð. Upphaflega hafði hann hugsað sér að fara stuttan eymingja, svo lengri eymingja, loks Hlíðarfót. En með malandann úr Bjarna í eyranu er ómögulegt annað en gleyma vanlíðan sinni og halda áfram og út að Kringlumýrarbraut. Þar var ákveðið að fara upp Suðurhlíðar í stað þess að mæta hinum spretthörðu. Við tókum brekkuna með látum og linntum ekki fyrr en upp við Perlu. Hér rigndi duglega, en það skipti engu máli, þetta var yndislegt! Nú var bara að fara niðurúr og klára hlaup með glans. Ritari var farinn að finna fyrir tognun í læri og ágerðist hún eftir því sem leið á hlaup.
Svo var tekið á því á Hringbrautinni hjá Flugvelli og ekkert gefið eftir. Mér skilst að aðrir hlauparar annars staðar hafi einnig tekið á því. Eiríkur var í sínu sóló prógrammi á Ægisíðu og má segja að prógrammið hans heiti Fram og aftur blindgötuna. 20 200 m sprettir. Þeim lauk nokkurn veginn á sama tíma og við Þorbjörg og Bjarni komum til Laugar. Mjög skemmtilegt hlaupaveður, rigning, en stilla.
Teygt lengi vel í Móttökusal. Í Potti fór fram umræða um persneska menningu og stjórnsýslu. Spurt hverjar atvinnuhorfur væru þar fyrir vel meinandi embættismenn af Íslandi. Einnig var rætt um afrek félaga okkar í Sahara, próf. dr. Ágústs Kvarans, og þann fagnað sem framundan er þegar hann snýr tilbaka úr Bjarmalandsför sinni.
Í Útiklefa er jafnan glatt á hjalla. Þar voru mættir og voru kátir, auk fyrrnefndra Flóamanna, Þorvaldur, Björn, Bjarni Benz og Eiríkur. Gamanyrði flugu, glensyrði um litaval manna þegar bolir eru annars vegar, Björn á grænni treyju, enginn á bleikri í þetta sinn, en allflestir í hefðbundnum svörtum lit Hlaupasamtakanna.
Í Brottfararsal voru allmargir hlauparar mættir, fjölmargir nýir eða nýlegir, ekki man ég nöfnin. Líklega hafa í allt verið um 20 mættir. Báðir þjálfarar mættir og voru kátir og frískir. Þá er að nefna Magnús, S. Ingvarsson, Jón Gauta, Þorbjörgu, Unu, og einhverja fleiri. Samþykkt að fara út að Dælustöð og ákveða í framhaldinu hvað yrði. Við vorum létt á okkur þegar við lögðum af stað í úrinu. Upp á Víðimel og þannig út í Skerjafjörð. Þar fór Margrét með heilmikla þulu sem var ofar skilningi okkar Máladeildarstúdenta, þetta var talnaruna svo margslungin og margræð að ekki var fyrir hvítan mann að skilja þetta. Menn horfðu hver á annan og spurðu: Hvað var atarna? Margrét horfði vorkunnfull á okkur og sagði: Æ, það er ekki eins og þið hafið ekki gert þetta áður!
Svo var lagt í hann. Menn fóru á spretti, en ritari fór með Bjarna og Þorbjörgu á hægri ferð. Upphaflega hafði hann hugsað sér að fara stuttan eymingja, svo lengri eymingja, loks Hlíðarfót. En með malandann úr Bjarna í eyranu er ómögulegt annað en gleyma vanlíðan sinni og halda áfram og út að Kringlumýrarbraut. Þar var ákveðið að fara upp Suðurhlíðar í stað þess að mæta hinum spretthörðu. Við tókum brekkuna með látum og linntum ekki fyrr en upp við Perlu. Hér rigndi duglega, en það skipti engu máli, þetta var yndislegt! Nú var bara að fara niðurúr og klára hlaup með glans. Ritari var farinn að finna fyrir tognun í læri og ágerðist hún eftir því sem leið á hlaup.
Svo var tekið á því á Hringbrautinni hjá Flugvelli og ekkert gefið eftir. Mér skilst að aðrir hlauparar annars staðar hafi einnig tekið á því. Eiríkur var í sínu sóló prógrammi á Ægisíðu og má segja að prógrammið hans heiti Fram og aftur blindgötuna. 20 200 m sprettir. Þeim lauk nokkurn veginn á sama tíma og við Þorbjörg og Bjarni komum til Laugar. Mjög skemmtilegt hlaupaveður, rigning, en stilla.
Teygt lengi vel í Móttökusal. Í Potti fór fram umræða um persneska menningu og stjórnsýslu. Spurt hverjar atvinnuhorfur væru þar fyrir vel meinandi embættismenn af Íslandi. Einnig var rætt um afrek félaga okkar í Sahara, próf. dr. Ágústs Kvarans, og þann fagnað sem framundan er þegar hann snýr tilbaka úr Bjarmalandsför sinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.