30.3.2009 | 21:02
Bakkavörin tekin með látum, aftur og aftur
Ekki færri en seytján hlauparar mættir til hlaups á mánudegi, þ. á m. Jón Gauti fjallaleiðsögumaður, nýkominn úr frægðarför þar sem lífi konu var bjargað með snarræði. Magnús sagði að Ágúst hefði gleymt öllum gagnlegustu hlutunum í Sahara: sundgleraugum, froskalöppum og vindsæng. Þjálfarar seinir og eitthvað utan við sig í dag. Við stóðum góða stund á Plani án þess að nokkuð virtist ætla að gerast. Kári tók af skarið og fór sína leið, sömuleiðis Helmut og Magnús. Loksins kom leiðarlýsing frá þjálfurum, stytzta leið út á Nes og Bakkavarir. Það var norðangarri á Hofsvallagötu og manni leist ekki meir en svo á þetta. En það voru sprækir hlauparar sem lögðu í hann og alltaf er maður jafnstoltur af hersingunni þegar hún leggur af stað og vekur undrun og aðdáun hvar sem hún kemur.
Farið upp á Hringbraut og þaðan vesturúr, hjá JL-húsi og út á Nes. Hraði nokkuð góður, mér heyrðist einhver nefna tempóið 5:20. Nú er svo komið að jafnvel lökustu hlauparar, eins og ritari, eru farnir að hanga í hinum betri hlaupurum og er þeim samferða alla leið. Það var farið út í Bakkavör og ekki verið að bíða neitt heldur farið beint í sprettina. Margrét, sem stýrði för í dag, lagði til 6-8 Bakkavarir, horfði svo á hlaupara í kringum sig og sagði: Mér sýnist nú menn alveg geta tekið 10.
Þetta endaði á 7 eða 8. Jörundur kvartaði yfir því að menn kynnu að hlaupa upp, en ekki niður. Það er ekki sama hvernig farið er niður brekku. Það er kúnst. Menn halda höndum með síðum, beygja sig eilítið fram á við og taka löng skref, svífa eða láta sig detta eins og sumir kalla það. Þetta kann fólk almennt ekki, sagði Jörundur. Sömuleiðis spurði hann um bílinn Magnúsar: Er búið að fjarlægja hann? Já, það er langt síðan, sagði ritari.
Það tók á að taka sprettina í Vörinni, enda í fyrsta skipti sem ritari tekur sprettina þetta árið. Yngra fólkið fór þetta létt, Eiríkur í sérstöku prógrammi fyrir London. Flosi sprækur og tók vel á því. Þegar þessu var lokið fóru menn sömu leið tilbaka og komið var, nema beygt var inn Grandaveginn og þá leið tilbaka. Farið á góðum spretti og ekkert slegið af. Teygt vel á eftir í Komusal. Helmut kom gangandi tilbaka og kunni frá því að segja að hann hefði tognað í kálfa í hlaupinu og þurft að ganga frá Nesi.
Rætt um ríkisstarfsmenn í potti. Ekki eru allir hrifnir af ríkisstarfsmönnum. Bjössi sagði af myrkvuðu kvöldi á Argentínu, þar sem hann þurfti að nota ljósið frá símanum til að sjá steikina sína, bein með smá tægjum utan á. Þetta minnti viðstadda á blindraveitingastaðinn í Berlín, þar sem allt er myrkvað og menn sjá ekki hvað þeir eta, blindir bera fram matinn.
Frábært hlaup að baki og bara bjartsýni um næstu hlaup. Í gvuðs friði, ritari.
Farið upp á Hringbraut og þaðan vesturúr, hjá JL-húsi og út á Nes. Hraði nokkuð góður, mér heyrðist einhver nefna tempóið 5:20. Nú er svo komið að jafnvel lökustu hlauparar, eins og ritari, eru farnir að hanga í hinum betri hlaupurum og er þeim samferða alla leið. Það var farið út í Bakkavör og ekki verið að bíða neitt heldur farið beint í sprettina. Margrét, sem stýrði för í dag, lagði til 6-8 Bakkavarir, horfði svo á hlaupara í kringum sig og sagði: Mér sýnist nú menn alveg geta tekið 10.
Þetta endaði á 7 eða 8. Jörundur kvartaði yfir því að menn kynnu að hlaupa upp, en ekki niður. Það er ekki sama hvernig farið er niður brekku. Það er kúnst. Menn halda höndum með síðum, beygja sig eilítið fram á við og taka löng skref, svífa eða láta sig detta eins og sumir kalla það. Þetta kann fólk almennt ekki, sagði Jörundur. Sömuleiðis spurði hann um bílinn Magnúsar: Er búið að fjarlægja hann? Já, það er langt síðan, sagði ritari.
Það tók á að taka sprettina í Vörinni, enda í fyrsta skipti sem ritari tekur sprettina þetta árið. Yngra fólkið fór þetta létt, Eiríkur í sérstöku prógrammi fyrir London. Flosi sprækur og tók vel á því. Þegar þessu var lokið fóru menn sömu leið tilbaka og komið var, nema beygt var inn Grandaveginn og þá leið tilbaka. Farið á góðum spretti og ekkert slegið af. Teygt vel á eftir í Komusal. Helmut kom gangandi tilbaka og kunni frá því að segja að hann hefði tognað í kálfa í hlaupinu og þurft að ganga frá Nesi.
Rætt um ríkisstarfsmenn í potti. Ekki eru allir hrifnir af ríkisstarfsmönnum. Bjössi sagði af myrkvuðu kvöldi á Argentínu, þar sem hann þurfti að nota ljósið frá símanum til að sjá steikina sína, bein með smá tægjum utan á. Þetta minnti viðstadda á blindraveitingastaðinn í Berlín, þar sem allt er myrkvað og menn sjá ekki hvað þeir eta, blindir bera fram matinn.
Frábært hlaup að baki og bara bjartsýni um næstu hlaup. Í gvuðs friði, ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.