18.2.2009 | 21:41
Snjóstormur í Vesturbænum - Grindbytningar vænta vina
Konan sagði: Á ég þá alltaf að vera hortuga konan? Ritari svaraði: en ég veit ekki hvað þér heitið, við höfum ekki verið formlega kynnt. Ég heiti Sirrý. Jæja, þá, ég get sosum skráð yður Sirrý hortugu.
Framangreind orðræða var snemma hlaups, þegar hersing úrvalshlaupara steðjaði fram hjá hamborgarabúllu og voru upplitsdjarfir. Hátt í tuttugu hlauparar mættir, allir helztu hlauparar samtakanna að undanteknum dr. Flúss sem á óútskýrða fjarveru í næstliðnum tveimur hlaupum.
Þjálfari risinn upp af sjúkrabeði, hafandi með merkilegum hætti lifað af 45 stiga hita (sem NB á ekki strangt til tekið að vera hægt!) um síðustu helgi. Erum vér þakklát fyrir það.
Ég spurði prófessor Fróða hvernig gengi með að finna sponsora fyrir eyðimerkurhlaupið. Hann sagði réttara að við svöruðum þeirri spurningu, vegna þess að það væri í okkar verkahring að finna sponsora. Þetta voru fréttir fyrir mig, og nú er bara málið að finna 1) aflögufær fyrirtæki, sem 2) eru reiðubúin til þess að styrkja hlaupara sem 3) er að fara að hlaupa í sandi og á örugglega eftir að týnast. Ritari auglýsir hér með eftir öflugu markaðsfólki til þess að vinna þessu verkefni stuðning. Sjálfur er ég bjartsýnn og fullur trúar á viðfangsefnið.
Kári mættur að nýju eftir langa fjarveru. Hann kvaðst helzt vilja vera heima, liggja uppi í sófa, hvíla sig og nærast. Ég sagði honum að þetta væri fullkomlega eðlileg afstaða. Til væru læknismenntaðir menn sem fullyrtu að hlaup væru manninum ekki eðlileg, nema þeir væru eltir af villidýrum. Engu að síður ynni allt saman: hlaup hefðu góð áhrif á líkamsstarfsemina almennt, menn sitja skemur að matarveizlum, menn grennast og léttast, matarlyst minnkar, þol eykst, hlaup lengjast, ánægja og hamingja fer vaxandi og horfur allar batna stórum.
Áður en við náðum í Skerjafjörð brast á með snjóstormi svo að illa leit út með framhaldið. Við hörkuðum af okkur eins og skagfirzk hross og héldum áfram. Það fór svo sem eins og vitað var, að þekktir aðilar létu sig hverfa á óskiljanlegum hraða og voru horfnir þegar við flugvöll. Við hinir rólegri héldum ró okkar. Helztu hlauparar héldu áfram eftir Nauthólsvík og fóru ýmist Þriggjabrúahlaup eða Stokk - en ég, Magnús og Sirrý fórum Hlíðarfót, Kári lét sér nægja að fara inn í Nauthólsvík og sömu leið tilbaka. Blómasalinn fór Þrjárbrýr og var brattur eftir hlaup, var að vísu þungur, en þetta var víst allt að koma.
Nú steðja þær hörmungar að Hlaupasamtökunum frá og með næsta mánudegi að Sundlaug Vor slær aftur dyrum sínum fyrir oss og er þá úr vöndu að ráða. Sumum kynni að koma í hug að fara í Laugardalinn og hlaupa þaðan. Annar möguleiki er að blanda geði við vini vora á Nesi, þá Grindbytninga, og veit ég að vel verður tekið á móti okkur. Sérstök ástæða er talin til að vekja athygli ónefndra félaga á lokuninni nú, svo að þeir mæti ekki á mánudaginn, stöðvi bíla sína fyrir framan Laug, sjá þar miða á hurð, hlaupa út úr bílum sínum til þess að lesa miðann, með fyrirsjáanlegum afleiðingum. En við höfum ráðrúm til þess að ráða ráðum okkar. Í gvuðs friði. Ritari.
Framangreind orðræða var snemma hlaups, þegar hersing úrvalshlaupara steðjaði fram hjá hamborgarabúllu og voru upplitsdjarfir. Hátt í tuttugu hlauparar mættir, allir helztu hlauparar samtakanna að undanteknum dr. Flúss sem á óútskýrða fjarveru í næstliðnum tveimur hlaupum.
Þjálfari risinn upp af sjúkrabeði, hafandi með merkilegum hætti lifað af 45 stiga hita (sem NB á ekki strangt til tekið að vera hægt!) um síðustu helgi. Erum vér þakklát fyrir það.
Ég spurði prófessor Fróða hvernig gengi með að finna sponsora fyrir eyðimerkurhlaupið. Hann sagði réttara að við svöruðum þeirri spurningu, vegna þess að það væri í okkar verkahring að finna sponsora. Þetta voru fréttir fyrir mig, og nú er bara málið að finna 1) aflögufær fyrirtæki, sem 2) eru reiðubúin til þess að styrkja hlaupara sem 3) er að fara að hlaupa í sandi og á örugglega eftir að týnast. Ritari auglýsir hér með eftir öflugu markaðsfólki til þess að vinna þessu verkefni stuðning. Sjálfur er ég bjartsýnn og fullur trúar á viðfangsefnið.
Kári mættur að nýju eftir langa fjarveru. Hann kvaðst helzt vilja vera heima, liggja uppi í sófa, hvíla sig og nærast. Ég sagði honum að þetta væri fullkomlega eðlileg afstaða. Til væru læknismenntaðir menn sem fullyrtu að hlaup væru manninum ekki eðlileg, nema þeir væru eltir af villidýrum. Engu að síður ynni allt saman: hlaup hefðu góð áhrif á líkamsstarfsemina almennt, menn sitja skemur að matarveizlum, menn grennast og léttast, matarlyst minnkar, þol eykst, hlaup lengjast, ánægja og hamingja fer vaxandi og horfur allar batna stórum.
Áður en við náðum í Skerjafjörð brast á með snjóstormi svo að illa leit út með framhaldið. Við hörkuðum af okkur eins og skagfirzk hross og héldum áfram. Það fór svo sem eins og vitað var, að þekktir aðilar létu sig hverfa á óskiljanlegum hraða og voru horfnir þegar við flugvöll. Við hinir rólegri héldum ró okkar. Helztu hlauparar héldu áfram eftir Nauthólsvík og fóru ýmist Þriggjabrúahlaup eða Stokk - en ég, Magnús og Sirrý fórum Hlíðarfót, Kári lét sér nægja að fara inn í Nauthólsvík og sömu leið tilbaka. Blómasalinn fór Þrjárbrýr og var brattur eftir hlaup, var að vísu þungur, en þetta var víst allt að koma.
Nú steðja þær hörmungar að Hlaupasamtökunum frá og með næsta mánudegi að Sundlaug Vor slær aftur dyrum sínum fyrir oss og er þá úr vöndu að ráða. Sumum kynni að koma í hug að fara í Laugardalinn og hlaupa þaðan. Annar möguleiki er að blanda geði við vini vora á Nesi, þá Grindbytninga, og veit ég að vel verður tekið á móti okkur. Sérstök ástæða er talin til að vekja athygli ónefndra félaga á lokuninni nú, svo að þeir mæti ekki á mánudaginn, stöðvi bíla sína fyrir framan Laug, sjá þar miða á hurð, hlaupa út úr bílum sínum til þess að lesa miðann, með fyrirsjáanlegum afleiðingum. En við höfum ráðrúm til þess að ráða ráðum okkar. Í gvuðs friði. Ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt 19.2.2009 kl. 20:41 | Facebook
Athugasemdir
Íþróttafélag allra landsmanna varð 110 ára gamalt á mánudaginn var og undirritaður mætti þar klukkan 17:00 í eigin nafni og Hlaupasamtaka Lýðveldisins. Þar voru ræðuhöld, kaffidrykkja og kökuát. Til stóð að hafa flugeldasýningu en af því varð ekki. Ónefndir limir Samtakanna hugðust mæta í afganga af tertum og flugeldasýningu að hlaupi loknu en fengu hvorugt.
Í kvöld, miðvikudag, var ég að skírnarveislu á óvenjulegum stað og í óvenjulegum kringumstæðum. Gamall skólafélagi bauð okkur, en hann er nýbakaður pabbi, hálfsextugur. Ekki dauður úr öllum æðum sá!
Flosi Kristjánsson, 18.2.2009 kl. 21:53
„Við blasti frelsið, við gátum leikið okkur eins og mýsnar. En, nei! Eiríkur hafði tekið að sér hlutverk kvalarans.“ úr færslu mánudagsins og úr færslu miðvikudagsins: „En það voru sosum ekki merkilegar leiðbeiningar sem hópurinn fékk: fara niður á Ægisíðu og gera svo bara eitthvað... Hvers konar leiðbeining er þetta? Eigum við að vinna sigra með þessu móti? Ég held ekki.“
Rúnar Reynisson (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 12:18
Laugaskokkara taka vel á móti ykkur ef þið mætið!
Sigrún Laugaskokkari (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 18:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.