3.11.2008 | 14:38
Haltur þjálfari snýr við - en veður gott að öðru leyti
Heilir og sælir hlaupafélagar!
Í morgun mætti þjálfarinn Rúnar og hljóp haltur
með okkur að Fossvogsgöngubrú þar sem hann snéri við
en við Kalli og Jóhanna fórum svokallaðan "Viktor"
sem er nákvæmlega sama leið og Sixty Nine
nema hún heitir VIktor en ekki Sixty Nine.
Við vorum létt á okkur og geystumst þetta áfram
á tempóinu 5+ og leið vel allan tímann.
Veður gott, hlýtt og í bakið alla leið, utan smá kafla
á leiðinni til baka meðfram sjónum.
Tíðindalaust að mestu en almennt áhyggjuleysi
einkenndi umræður. Ekki kæruleysi, almennt erum
við á því að allt fari þetta nú vel, en aðeins þó ef
fólk sinnir hlaupum reglulega og af einhverju veti.
Í potti voru engir markverðir utan ein kona sem mun
hafa verið í marki fyrir KR á árunum 1958-1962.
Ég held hún heiti Friðbjört.
Í gvuðs friði,
Biggi Jógi
ps. árshátíð hjá Kór Neskirkju í kvöld.
Enn vantar okkur góða tenóra.
PS - við þessa frásögn Birgis er því að bæta að á framangreindri árshátíð slasaðist Biggi við það að sveifla öðrum fætinum yfir hinn (hvernig sem það er hægt!) - þar með slítandi eitthvað í hné. Kveðst ekki munu hlaupa á næstunni, nema þá bara beint áfram, af mikilli íhygli og þarafleiðandi jafnvel í kyrrþey.
Flokkur: Sögur af hetjum | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.