Líf eftir maraþonhlaup

Nei, maraþon í Berlín var ekki lokapunkturinn. Lífið heldur áfram og hlaupin halda áfram. Mættur þéttur hópur úrvalshlaupara, sumir meiddir og haltir, aðrir góðir.  Mættir: dr. Sjúl, dr. Friðrik, dr. Magnús Júlíus, próf. dr. Ágúst, dr. Jóhanna, Rúnar, Flosi, Birgir, Una, Jörundur og ritari. Hátíðarstund í brottfararsal þar sem Berlínarhlaupurum var fagnað og fengu hamingjuóskir fyrir velheppnað hlaup. Kalt úti og vindasamt og ekki gott útlit. Ákveðið að fara aðeins stutt, Aumingja út að Skítastöð, 5 km í mesta lagi. Sigurður Ingvarsson bættist í hópinn þegar við vorum að leggja í hann.

Ýmiss konar stirðleiki í gangi, Ágúst meiddur en stefnir ótrauður á Sahara-hlaup. Flosi og Sigurður voru einna frískastir og fóru á undan öðrum. Við Rúnar létum nægja að fara í Skerjafjörðinn og þaðan tilbaka, aðrir fóru lengra, sumir Hlíðarfót, einhverjir jafnvel 9 km - og Flosi fór fullan 69, 17 km. Legið í potti um stund eftir hlaup og þangað kom blómasalinn bugaður af þróun efnahagsmála. Það er farið að kólna núna og maður er farinn að finna fyrir því.

Fyrsti Föstudagur á föstudag. Afhentur september-löber. Hver hreppir hann?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

má maður vera með í þessum hlaupa hóp?

langar að skokka með skemmtilegu fólki.

Þorgerður (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 22:29

2 identicon

Allir velkomnir. Bara að mæta!

Ólafur G. Kristjánsson (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 19:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband