7.7.2008 | 23:02
Sól og sjór og ... tempó
Veður yndislegt í dag þegar Hlaupasamtök Lýðveldisins söfnuðust saman til hlaupa frá Vesturbæjarlaug kl. 17:30, sól, hiti 14 gráður, hægur andvari, lágsjávað. Ritari reyndi að æsa til sjóbaða, en hlaut litlar undirtektir. Mættur fjölmennur hópur til hlaupa og ekki er ég viss um ég muni nöfn allra, en þarna voru próf. Fróði (mættur grunsamlega snemma), Vilhjálmur (í grunsamlega góðu skapi), dr. Jóhanna, Björn, Bjarni, Una, Þorbjörg, Sigurður Ingvarss., Benedikt, óþekkt kona, og þjálfararnir, Margrét og Rúnar.
Nú er komið að alvöru lífsins, búið að senda út þjálfunaráætlun á hópinn og gengið út frá að hlauparar leggi sig fram um að fylgja henni. Allt gert til undirbúnings Berlínarmaraþoni. Vilhjálmur heimtaði Neshlaup og fékk sínu framgengt, þjálfararnir lúffuðu fyrir þessum etableraða hlaupara og álitsgjafa - ekki að þræta við Vilhjálm Bjarnason! Mörg Garmin-tæki í hleðslu og tafði það brottför - óþolandi að tæki sem eiga að mæla hlaup eru farin að tefja fyrir brottför. Loks voru allir klárir og þá var lagt í hann. Lagt upp með tempó-hlaup, fara rólega út að Skítastöð í Skerjafirði og taka sprettinn þaðan, ýmist 5 eða 7 km, út að Lindarbraut, beztu hlauparar máttu fara lengra. Á Brottfararplani fór fram þekktur kýtingur um hefðbundin málefni, en leiddi ekki til handalögmála né varanlegra vinslita, svo vitað sé.
Lagt í hann, brýnt fyrir fólki að fara að kaupa sér nýja hlaupaskó til þess að hlaupa til. Farið á hægu tempói inn Hagamel, og þá leið út á Suðurgötu, þekktir hlaupafantar röðuðu sér fremst, og í raun ótrúlegt að sjá þekkta meiðslagemsa byrja á því að spretta úr spori þegar línan var að fara rólega út að Skítastöð. Aðrir rólegir og hlupu skynsamlega í þeim tilgangi að hita upp fyrir átökin. Viðburðalítið út að Stöð, þar var gerður stanz - nema hvað dr. Jóhanna hélt áfram og kaus að fara ekki á tempói. Aðrir settu í gírinn, próf. Fróði var með vesin út af mælitækinu sínu sem hann kann ekki á, það voru þessir og þessir gluggar, og hinir ýmsustu valkostir - hann fékk hjálp frá velviljuðum konum sem kunnu meira um mælingar en hann.
Svo var brennt af stað. Tempó er afstætt hugtak. Við fórum í einum hnapp, ritari, Bjössi, Bjarni og fleiri góðir hlauparar. Svo hrópaði Rúnar að við félagarnir færum allt of hratt - ættum að hægja á okkur. Ekki þurfti að segja okkur þetta tvisvar, alla vega ekki mér, ég hægði strax og fór á tempói sem hentaði mér. Það kom mér á óvart að sjá próf. Fróða frekar slakan í tempóinu og hélt ekki í við fremstu hlaupara, sem voru Rúnar, Magga, Una, Sigurður Ingv., og svo óþekkta konan.
Hver fór á þeim hraða sem hentaði honum/henni, og þótti mér ganga furðu vel að halda hraða. Engu að síður var ég einn - eins og venjulega, sá fólkið á undan mér fara í Skjólin, mættum félögum vorum af Nesi úr TKS, þ. á m. Rúnu, Júnílöbernum, og sópuðust að henni árnaðaróskir í miðju hlaupi. Ekki var slakað á í Skjólum, heldur haldið áfram, enda átti tempóið að vara að lágmarki út að Lindarbraut. Ég tíndi upp Bjarna á Nesi, svo skemmtilega vildi til að hann hafði gleymt treyju í dag og hann þrætti fyrir að hafa gleymt henni, sagðist hafa ætlað að hlaupa berbrjósta, sem hann gerði, og er slíkt hetjubragð að verður skráð í annála Hlaupasamtakanna og mun lifa sem sérstakt afrek Samtaka Vorra.
Farið á Nesið og þar fundum við próf. Fróða einan og yfirgefinn og illa á sig kominn. Hann kvaðst vera meiddur, hefði farið í fjallgöngu og fóturinn snúist 360 gráður, en þó enn fastur við líkamann. (Hér varð ritara hugsað: hvað eru menn að fara í fjallgöngu sem eru að undirbúa Zahara-hlaup?). Hvað um það, hér gildir kamratskapið eins og Svíarnir segja, við fylktum liði og héldum á Nesið, Una virtist ætla eitthvað styttra. Út á Nesið í Sefið og út að Strönd, ekki varð úr því að ritari athugaði sundaðstæður, elti félaga sína út að Gróttu, prófessorinn alveg búinn greyið og kvartaði sáran yfir meiðslum sínum, snúnum ökkla, sem að vísu gerði ekki vart við sig á hlaupum. Þeir þreyttu kapphlaup að vatnspóstinum við hákarlakofann, Bjarni og Gústi, þar drukku þeir báðir stóran, svo sagði Gústi: nú förum við rólega tilbaka. Áður en menn vissu af voru þeir komnir á fullan skrið og héldu tempói áfram. Sem betur fer var annar brunnur á Nesi - báðir þurftu að brynna sér og supu stóran. Gústi sagði: nú förum við rólega tilbaka. Endurtók sagan sig, þeir tveir gleymdu sér, skildu ritara eftir og geystust af stað. Raunar fór það svo að þéttingurinn sem hófst við Skítastöð entist allt til Grandavegar - þá loksins fór að rofa til hjá þessum meiddu hlaupurum og þeir féllust á að leyfa mér að fylgja þeim.
Við Laug var hópurinn saman kominn og menn/konur teygðu ákafliga. Veður fagurt, gróður í blóma, mannlíf í Vesturbæ eins og bezt verður körið. Menn veittust að bankaauðvaldinu og varð sú rimma sumum félögum órum erfið. Setið um sinn í potti, Björn komst á skrið með sögur og entust þær alla leið í útiklefa, en Björn er einstakur sagnamaður og alltaf viðburðaríkt þegar hann er nálægur. Nú hyggur hann á strandhögg í ríki Breta og Franka, mun synda Ermarsund með fleirum. Við óskum honum góðs gengis.
Næsta hlaup miðvikudag, stemmning fyrir Kársnesi með viðkomu í Lækjarhjalla, áfram um Breiðholt, val á leiðum um Elliðaárdal ellegar Fossvogsdal og sjósund í Nauthólsvík, vel mætt. Ritari.
Nú er komið að alvöru lífsins, búið að senda út þjálfunaráætlun á hópinn og gengið út frá að hlauparar leggi sig fram um að fylgja henni. Allt gert til undirbúnings Berlínarmaraþoni. Vilhjálmur heimtaði Neshlaup og fékk sínu framgengt, þjálfararnir lúffuðu fyrir þessum etableraða hlaupara og álitsgjafa - ekki að þræta við Vilhjálm Bjarnason! Mörg Garmin-tæki í hleðslu og tafði það brottför - óþolandi að tæki sem eiga að mæla hlaup eru farin að tefja fyrir brottför. Loks voru allir klárir og þá var lagt í hann. Lagt upp með tempó-hlaup, fara rólega út að Skítastöð í Skerjafirði og taka sprettinn þaðan, ýmist 5 eða 7 km, út að Lindarbraut, beztu hlauparar máttu fara lengra. Á Brottfararplani fór fram þekktur kýtingur um hefðbundin málefni, en leiddi ekki til handalögmála né varanlegra vinslita, svo vitað sé.
Lagt í hann, brýnt fyrir fólki að fara að kaupa sér nýja hlaupaskó til þess að hlaupa til. Farið á hægu tempói inn Hagamel, og þá leið út á Suðurgötu, þekktir hlaupafantar röðuðu sér fremst, og í raun ótrúlegt að sjá þekkta meiðslagemsa byrja á því að spretta úr spori þegar línan var að fara rólega út að Skítastöð. Aðrir rólegir og hlupu skynsamlega í þeim tilgangi að hita upp fyrir átökin. Viðburðalítið út að Stöð, þar var gerður stanz - nema hvað dr. Jóhanna hélt áfram og kaus að fara ekki á tempói. Aðrir settu í gírinn, próf. Fróði var með vesin út af mælitækinu sínu sem hann kann ekki á, það voru þessir og þessir gluggar, og hinir ýmsustu valkostir - hann fékk hjálp frá velviljuðum konum sem kunnu meira um mælingar en hann.
Svo var brennt af stað. Tempó er afstætt hugtak. Við fórum í einum hnapp, ritari, Bjössi, Bjarni og fleiri góðir hlauparar. Svo hrópaði Rúnar að við félagarnir færum allt of hratt - ættum að hægja á okkur. Ekki þurfti að segja okkur þetta tvisvar, alla vega ekki mér, ég hægði strax og fór á tempói sem hentaði mér. Það kom mér á óvart að sjá próf. Fróða frekar slakan í tempóinu og hélt ekki í við fremstu hlaupara, sem voru Rúnar, Magga, Una, Sigurður Ingv., og svo óþekkta konan.
Hver fór á þeim hraða sem hentaði honum/henni, og þótti mér ganga furðu vel að halda hraða. Engu að síður var ég einn - eins og venjulega, sá fólkið á undan mér fara í Skjólin, mættum félögum vorum af Nesi úr TKS, þ. á m. Rúnu, Júnílöbernum, og sópuðust að henni árnaðaróskir í miðju hlaupi. Ekki var slakað á í Skjólum, heldur haldið áfram, enda átti tempóið að vara að lágmarki út að Lindarbraut. Ég tíndi upp Bjarna á Nesi, svo skemmtilega vildi til að hann hafði gleymt treyju í dag og hann þrætti fyrir að hafa gleymt henni, sagðist hafa ætlað að hlaupa berbrjósta, sem hann gerði, og er slíkt hetjubragð að verður skráð í annála Hlaupasamtakanna og mun lifa sem sérstakt afrek Samtaka Vorra.
Farið á Nesið og þar fundum við próf. Fróða einan og yfirgefinn og illa á sig kominn. Hann kvaðst vera meiddur, hefði farið í fjallgöngu og fóturinn snúist 360 gráður, en þó enn fastur við líkamann. (Hér varð ritara hugsað: hvað eru menn að fara í fjallgöngu sem eru að undirbúa Zahara-hlaup?). Hvað um það, hér gildir kamratskapið eins og Svíarnir segja, við fylktum liði og héldum á Nesið, Una virtist ætla eitthvað styttra. Út á Nesið í Sefið og út að Strönd, ekki varð úr því að ritari athugaði sundaðstæður, elti félaga sína út að Gróttu, prófessorinn alveg búinn greyið og kvartaði sáran yfir meiðslum sínum, snúnum ökkla, sem að vísu gerði ekki vart við sig á hlaupum. Þeir þreyttu kapphlaup að vatnspóstinum við hákarlakofann, Bjarni og Gústi, þar drukku þeir báðir stóran, svo sagði Gústi: nú förum við rólega tilbaka. Áður en menn vissu af voru þeir komnir á fullan skrið og héldu tempói áfram. Sem betur fer var annar brunnur á Nesi - báðir þurftu að brynna sér og supu stóran. Gústi sagði: nú förum við rólega tilbaka. Endurtók sagan sig, þeir tveir gleymdu sér, skildu ritara eftir og geystust af stað. Raunar fór það svo að þéttingurinn sem hófst við Skítastöð entist allt til Grandavegar - þá loksins fór að rofa til hjá þessum meiddu hlaupurum og þeir féllust á að leyfa mér að fylgja þeim.
Við Laug var hópurinn saman kominn og menn/konur teygðu ákafliga. Veður fagurt, gróður í blóma, mannlíf í Vesturbæ eins og bezt verður körið. Menn veittust að bankaauðvaldinu og varð sú rimma sumum félögum órum erfið. Setið um sinn í potti, Björn komst á skrið með sögur og entust þær alla leið í útiklefa, en Björn er einstakur sagnamaður og alltaf viðburðaríkt þegar hann er nálægur. Nú hyggur hann á strandhögg í ríki Breta og Franka, mun synda Ermarsund með fleirum. Við óskum honum góðs gengis.
Næsta hlaup miðvikudag, stemmning fyrir Kársnesi með viðkomu í Lækjarhjalla, áfram um Breiðholt, val á leiðum um Elliðaárdal ellegar Fossvogsdal og sjósund í Nauthólsvík, vel mætt. Ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt 9.7.2008 kl. 16:48 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.