Fámennt að hlaupum

Fjórir mættir á sunnudagsmorgni: Þorvaldur, Vilhjálmur, Bjarni og ritari. Skylduhlustun á Rás 2 í fyrramálið, mánudag, kl. 7:30 þegar rætt verður um brotthvarf Baugs frá landinu. Upplýst að Ó. Þorsteinsson var á Túndru. Vilhjálmur er áhyggjufullur yfir að ritari sé að tileinka sér alla ósiði frænda síns og þegar svo verði komið eigi hann tæplega erindi á mannamót. Nefndur hópur hljóp hefðbundinn sunnudag án þess að nokkuð frásagnarvert gerðist, ennað en að ættir manna voru greindar  og farið fögrum orðum um okkur Dannebrogsmenn. Fagurt veður, 12-13 stiga hiti, skýjað og logn. Fáir á ferli.

Hvernig væri að fara á Nesið á morgun? kv. ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband