Hugtakaruglingur

Samverustund í útiklefa hófst með orðskýringum eða hugtakaskýringum. Ó. Þorsteinsson í ham þegar hann ræddi hjónabönd samkynhneigðra og kvennaknattspyrnu. "Sko, þetta er náttúrlega ekki knattspyrna. Það verður að finna þessu annað nafn. Sama með "hjónavígslu" tveggja homma - þetta er náttúrlega ekkert hjónaband, þetta er eiknfaldlega hugtakaruglingur." Um þetta var rætt og velt vöngum, ég veit ekki hvort menn voru sammála honum, en þessum skoðunum var altént komið á framfæri. Aðrir mættir: Flosi, Bjarni, Ólafur, Þorvaldur og Einar blómasali. Veður eins og það gerist best í Vesturbænum: sól, hlýtt og kyrrt.

Hlaup dagsins var hefðbundið, bæði leið, hraði og umræðuefni. Menning og upplýsing í fyrirrúmi. Hlaupið af list. Sjóbað ekki talin góð hugmynd af þorra hlaupara.

Skipt var um formann í Framsóknarflokki á Plani. Þar var Valgerður Sverrisdóttir og var henni óðara snarað í embættið af Ó. Þosteinssyni með hálf réttindi. Við Flóamenn stóðum hjá gneypir og þögðum, en hugsuðum okkar.

Það var atgervisþurrð í potti, vantaði bæði dr. Baldur og dr. Einar Gunnar, að ekki sé minnst á Vilhjálm Bjarnason. Jörundur mættur eftir hlaup með Öl-hópi. Fregnir af Gísla Ragnarss. - sem er allur að koma til, fer vonandi að láta sjá sig fljótlega.






« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband