Bloggað frá Brussel

Ritari Hlaupasamtakanna er staddur á flugvellinum í Brussel og bíður heimferðar. Var fyrr í dag á fundi hjá EFTA - eftir fundinn rölti ég gegnum götur og garða og sá mér til hrellingar vakra hlaupara spretta úr spori. Samvizkubitið alveg að drepa mann, ekkert hlaupið síðustu tvær vikur og formið versnar bara. Kílóunum fjölgar og ástand allt slæmt. Ég er hálffeginn að enginn skuli hafa í sér döngun til þess að segja frá nýlegum afrekum, hlaupum og útivist, það færi alveg með mann. Því bið ég ykkur, kæru félagar, um að halda áfram að þegja og bíða þess að ég snúi heim á ný og taki upp fyrri iðju - það styttist í það. Líklega föstudagshlaup. kv. ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband