11.2.2008 | 22:05
Stóratáin stóðst prófið
Frost var tekið að herða um það er menn streymdu til Laugar að klæðast hlaupagíri á þessum afdrifaríka degi í sögu Borgarinnar. Ég rakst á Björn matreiðslumann, og Magnús hafði laumast í sturtu. Svo tíndust þeir (hlaupararnir) inn hver af öðrum: próf Fróði, Þorvaldur, Kári, Anna Birna, Einar blómasali (mjög stundvís, mætti stundvíslega kl. 17:30), Una, Þorbjörg, Margrét þjálfari, Helmut og Benedikt. Menn höfðu áhyggjur af færðinni nú þegar var farið að frysta ofan í hlákuna sem lofaði svo góðu í morgun. Ekki hindraði það þjálfarann í að gefa ordrur um hratt hlaup, langt og tempó! Ég held þessi manneskja sé enginn mannvinur, trúi því henni sé í nöp við miðaldra háskólaborgara eins og okkur, feita, vambsíða, einmana og þunglynda. Já, hér var enga miskunn að fá.
Nú skyldi reyna á Stórutá, sem hafði bilað í Helsinki. Byrjunin lofaði góðu, engir verkir gerðu vart við sig, en eymsli í ökkla. Strax á fyrstu metrunum gerðum við okkur grein fyrir hvílíkt hættuspil hlaup var við þær aðstæður sem ríktu í dag: glerhálka. Ljóst var að menn myndu ekki taka neina spretti á degi sem þessum. Ja, nema náttúrlega Benedikt, sem leiddist þófið þegar menn biðu á Brottfararplani eftir að blómasalanum þóknaðist að láta sjá sig: Á ekki að fara að hlaupa? Svo var hann horfinn og sást ekki aftur fyrr en hann tók fram úr okkur aumingjunum á Hringbraut, meira um það seinna.
En það var sumsé haldið í hann. Ekki man ég til þess að neitt hafi verið sagt af viti, nema hvað Kári var að yrkja upp Sonatorrek og hafði nýstárlega útfærslu á kvæðinu. Prófessorinn og Björn voru beittir og héldu uppi nokkrum hraða - eftir á skilst mér að prófessorinn hafi ekki ráðið við hraðann, þ.e.a.s hann gat ekki stoppað og flaug bara áfram í hálkunni og óttaðist það eitt hvað gerðist ef hann reyndi að stoppa sig. Björn hins vegar var á fullu stími eins og eimreið og leit hvorki til hægri né vinstri. Við á eftir, Magnús, Þorvaldur, Helmut, Kári og ritari, og blómasalinn skammt undan. Beygðum af braut í Nauthólsvík og fórum Hlíðarfót, það virtist skynsamlegt miðað við aðstæður.
Ekki bötnuðu skilyrði þarna, því klakahella var yfir öllu. Þarna náði blómasalinn okkur og fór að fjasa. Það varð að fara varlega og því var ekki farið hratt yfir, enda menn komnir á miðjan aldur og hræddir við að brjóta útlimi. Af þessum sökum þarf ekki að koma á óvart að þegar við vorum komnir að höll Gvuðsmanna kom títtnefndur Benni skeiðandi utan úr fjarskanum og tætti fram úr okkur, eins og hann væri staddur mitt í vitstola tryllingu, fjarri allri meðvitund um nærveru annarra, sá aðeins fjarskann nálgast í óræðri firð. Við vikum til hliðar svo Benni kæmist áfram óhindraður. Svo var bara haldið áfram á hægum takti. Við óttuðumst það eitt að próf. Fróði og Björn næðu okkur - til þess kom þó ekki, gudskelov.
Fæturnir brugðust ekki þessum feita og þunga hlaupara sem er að koma út úr þremur Þorrablótum og 1,5 kg af saltkjöti og baunum. Með bólgna ferðatá. Hann skilaði sér hlaupandi á Móttökuplan. Fljótlega komu þeir einn af öðrum hlaupararnir, sveittir, móðir, en yfirmáta ánægðir með vel heppnað hlaup þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Teygt og beygt. Í potti var Vilhjálmur aðal umræðuefnið.
Það rifjaðist upp fyrir ritara nokkuð sem prófessorinn sagði um daginn þegar gengið var til klæðningar: Hvar væri maður án ykkar?
Nú heldur ritari til hlaupa á eyju við strendur Afríku og kemur næst til hlaupa föstudaginn 22. feb. Í gvuðs friði, ritari.
Nú skyldi reyna á Stórutá, sem hafði bilað í Helsinki. Byrjunin lofaði góðu, engir verkir gerðu vart við sig, en eymsli í ökkla. Strax á fyrstu metrunum gerðum við okkur grein fyrir hvílíkt hættuspil hlaup var við þær aðstæður sem ríktu í dag: glerhálka. Ljóst var að menn myndu ekki taka neina spretti á degi sem þessum. Ja, nema náttúrlega Benedikt, sem leiddist þófið þegar menn biðu á Brottfararplani eftir að blómasalanum þóknaðist að láta sjá sig: Á ekki að fara að hlaupa? Svo var hann horfinn og sást ekki aftur fyrr en hann tók fram úr okkur aumingjunum á Hringbraut, meira um það seinna.
En það var sumsé haldið í hann. Ekki man ég til þess að neitt hafi verið sagt af viti, nema hvað Kári var að yrkja upp Sonatorrek og hafði nýstárlega útfærslu á kvæðinu. Prófessorinn og Björn voru beittir og héldu uppi nokkrum hraða - eftir á skilst mér að prófessorinn hafi ekki ráðið við hraðann, þ.e.a.s hann gat ekki stoppað og flaug bara áfram í hálkunni og óttaðist það eitt hvað gerðist ef hann reyndi að stoppa sig. Björn hins vegar var á fullu stími eins og eimreið og leit hvorki til hægri né vinstri. Við á eftir, Magnús, Þorvaldur, Helmut, Kári og ritari, og blómasalinn skammt undan. Beygðum af braut í Nauthólsvík og fórum Hlíðarfót, það virtist skynsamlegt miðað við aðstæður.
Ekki bötnuðu skilyrði þarna, því klakahella var yfir öllu. Þarna náði blómasalinn okkur og fór að fjasa. Það varð að fara varlega og því var ekki farið hratt yfir, enda menn komnir á miðjan aldur og hræddir við að brjóta útlimi. Af þessum sökum þarf ekki að koma á óvart að þegar við vorum komnir að höll Gvuðsmanna kom títtnefndur Benni skeiðandi utan úr fjarskanum og tætti fram úr okkur, eins og hann væri staddur mitt í vitstola tryllingu, fjarri allri meðvitund um nærveru annarra, sá aðeins fjarskann nálgast í óræðri firð. Við vikum til hliðar svo Benni kæmist áfram óhindraður. Svo var bara haldið áfram á hægum takti. Við óttuðumst það eitt að próf. Fróði og Björn næðu okkur - til þess kom þó ekki, gudskelov.
Fæturnir brugðust ekki þessum feita og þunga hlaupara sem er að koma út úr þremur Þorrablótum og 1,5 kg af saltkjöti og baunum. Með bólgna ferðatá. Hann skilaði sér hlaupandi á Móttökuplan. Fljótlega komu þeir einn af öðrum hlaupararnir, sveittir, móðir, en yfirmáta ánægðir með vel heppnað hlaup þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Teygt og beygt. Í potti var Vilhjálmur aðal umræðuefnið.
Það rifjaðist upp fyrir ritara nokkuð sem prófessorinn sagði um daginn þegar gengið var til klæðningar: Hvar væri maður án ykkar?
Nú heldur ritari til hlaupa á eyju við strendur Afríku og kemur næst til hlaupa föstudaginn 22. feb. Í gvuðs friði, ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.