Reuter sefur aldrei, hann er alltaf á vakt, og alls staðar

Hlauparar dagsins voru þessir: Ólafur Þorsteinsson, Einar blómasali, Magnús og Jörundur. Er spurt var um ástæður þess að landskunnur álitsgjafi var fjarverandi kom fjarrænt blik í auga Ó. Þorsteinssonar og einkennileg glýja færðist yfir andlitið. Jú, þá sagði hann það í óspurðum fréttum að V. Bjarnason ætti að mæta í Silfur Egils að ræða um hlutabréfakaup og ofurlaun. "Hvaðan er þér komin þessi vitneskja?" Nú varð okkar maður enn dularfyllri á svip og sagði: "Reuter sefur aldrei, hann er með upplýsingarnar."

Brunahringing um níuleytið í morgun. Ó. Þorsteinssyni er annt um að menn viti hversu vel tengdur og upplýstur hann er um það sem gerist innan borgarmarkanna. Hann spyr VB um Silfur Egils, en Vilhjálmur brást svo reiður við að hann skellti á Ólaf, eða þannig var sagan alla vega þegar hún var sögð í potti. Fjölmennt var í pottinum, ekki allir hlaupnir, auk ofannefndra: dr. Baldur og dr. Einar Gunnar, Kári og Anna Birna, og ritari. Viðstaddir heimtuðu að fá að sjá títtnefnda Stórutá ritara og var hún skoðuð í krók og kring. Jörundur kvað upp úr með að það væri aumingjaskapur að hlaupa ekki þótt lítilsháttar meiðsli gerðu vart við sig. Þegar ég fór úr potti til að fara að horfa á Vilhjálm var hrópað á eftir mér: Þú ert feitur og þungur, farðu að drullast til að mæta í hlaup! Kannski það verði af því á morgun. Í gvuðs friði, ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband