Fallegt hlaup

Svo allrar sanngirni sé gætt skal fært til bókar að eftirtaldir, a.m.k., hlupu þennan sunnudagsmorgun: Vilhjálmur, Ólafur Þorsteinsson og Þorvaldur, auk þess var vitað af hlaupi Öl-hóps þar sem kennsl voru borin á Jörund og Gísla. Hlaup mun hafa verið fallegt sökum hins ákjósanlega veðurs og félagsskapar. Ýmsir voru mættir í pott, hvar af þessir eru nefndir: dr. Einar Gunnar, dr. Baldur, Mímir, Einar blómasali og ritari, og tveir þeir síðastnefndu kallaðir aumingjar fyrir að mæta ekki í hlaup. Annar meiddur á fæti, hinn kvefaður, báðir grunaðir um að hafa haldið sig fjarri hlaupi sökum óreglu.

Ó. Þorsteinsson upplýsti að hann mætti eyða tveimur klukkustundum daglega eftir framkomu Vilhjálms í fjölmiðlum til þess að útskýra fyrir fólki það sem þar var sagt. Á móti fullyrti VB að Ólafur læsi mjög gaumgæfilega öll blöð, og fylgdist með ljósvakamiðlum í þeirri von að reka augun í nafn sitt eða heyra það nefnt. Á þessu gekk um sinn.

Mér telst til að um 15 séu skráðir til þátttöku af okkar hálfu í Berlínarmaraþon, ýmist sem beinir þátttakendur, eða aðstoðarfólk. Ritari vonast til þess að vera orðinn góður í fótnum á miðvikudag, svo mjög að geta hlaupið, þótt ekki sé nema Aumingja. Í gvuðs friði, ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband