17.10.2007 | 21:10
"Það varðar yður ekki um...!"
Vilhjálmur var með rífandi ádíens í Brottfararsal þegar þessi hlaupari mætti, alklæddur, búinn að finna sína Balaklövu (A.K.A. Iðnaðarbankahúfa) og vettlinga - nú máttu veðurguðirnir bjóða upp á hvað sem er: ekkert veður stoppar einbeittan hlaupara með Balaklövu. VB var í góðu skapi, hann safnaði að sér hópi kátra sveina og hélt uppi fjöri í aðdraganda hlaups með frásögnum af ýmsu tagi, sem bæði snertu fjármálaleg málefni og persónufræði, ekki slaknaði stemmningin þegar Ó. Þorsteinsson birtist í sinni Balaklövu og bætti við umræðurnar. VB fullyrti að ekkert ylli ÓÞ jafnmiklu hugarvíli og vissan um það að VB væri einhvers staðar í útvarpsviðtali, hann væri raunar langt kominn með kæru til útvarpsréttarnefndar, en væri bara að safna í sarpinn. ÓÞ fullyrti á móti að ekki væri mikið mál að efna í kæru af þessu tagi. Rifjaði upp söguna um Minister ausser Dienst, G.Þ. Gylfason, sem sagt var að ætti fleiri flugtíma en Jóhannes Snorrason, frægur fluggarpur fyrr á tíð. Á sama hátt mætti segja að VB ætti fleiri útvarpstíma en Broddi Broddason.
Nú var þjálfarinn mættur: Rúnar. Þjálfarar eru á móti fólki sem talar mikið. Þeim finnst að fólk eigi að þegja og hlusta. Það gekk erfiðlega að fá fólk til að þegja og hlusta úti á stétt, en á endanum tókst það að mestu og menn hlýddu á línu dagsins: hlaupa 10 km og taka þéttinga í lokin, fara hægt út. Þetta reyndist sumum um megn, kannski eru menn svona illa gefnir, hlustuðu ekki eða er um megn að fara eftir leiðbeiningum. M.a.s. öðlingur eins og Magnús gaf blankan fjandann í leiðbeiningar þjálfara og setti á fullan kúrs áfram þegar frá byrjun. Ég held raunar það sé vegna þess að Magnús er eins og Flosi, er bara með eina hraðastillingu og heldur henni. Nóg var af fínum hlaupurum að fara með, Eiríkur á leið í New York maraþon eftir þrjár vikur og í miðju prógrammi, Benedikt bættist í hópinn og virtist frískur, aðrir: Gísli, Jörundur, dr. Jóhanna o.fl. Veður gott, nánast enginn vindur og hlýnandi.
Farið í rólegheitum austur Ægisíðu, fremst fóru Magnús, dr. Jóhanna og einhverjir fleiri - en við Ó. Þorsteinsson og VB vorum aftastir og alveg rólegir. Ég upplýsti þá um stöðu mála í eldhúsinu: loks kominn með nýtt eldhús og farinn að elda gómsætar máltíðir. Lýsti herlegheitunum fyrir frænda mínum, og aðstæðum öllum. Svo fóru ákveðnir karaktérar að grúppéra sig saman og varð fljótlega séð í hvað stefndi: í Nauthólsvík fóru Gísli, ritari og Björn matreiðslumaður niður á ramp, dr. Jóhanna á eftir sem vitni, við strippuðum og skelltum okkur í svalandi Atlanzhafsölduna, 7 gráðu heita. Vorum ekki lengi, en það hressti okkur við. Klæddumst á ný og töltum Hlíðarfót - skilst að aðrir hafi farið út að Suðurhlíð, upp Löngubrekku og tilbaka framhjá Perlu. Auglýst er eftir heiti á þessari hlaupaleið. Er við komum út að Hringbraut mættum við Magnúsi Eldibrandi sem fór þar um og leit hvorki til hægri né vinstri. Öskruðum á hann að bíða. Magnús er samvizkusamur maður og hlýðinn, fer eftir því sem honum er sagt, tók þéttinga sem þjálfarinn hafði fyrirskipað, meðan við hin bættum aðeins í frá Valsvelli og út að háskóla.
Gott hlaup og uppfrískandi. Ég missti af mánudagshlaupi vegna tenginga heimafyrir á vaski og uppþvottavél, en ég var hins vegar mættur út á Eiðistorg um sexleytið og sá þar kuldabláar manneskjur hlaupa hjá í norðangarranum, allir í vetrargírinu. "Aumingja fólkið!" hugsaði ég og faldi mig svo ekki sæist að ég væri að skrópa. Ekki vill maður vera stimplaður sólskinshlaupari. En ég hafði, að eigin mati, gilda afsökun fyrir fjarveru.
Í pott söfnuðust valdir einstaklingar og var áfram rætt um uppskriftir að chili con carne, aukaverkanir ýmislegar sem þarf að kolefnisjafna. Upplýst var að próf. Fróði væri að skríða saman og væri væntanlegur á næstu mánuðum, sem er eins gott, aðeins eru tveir sjóbaðsdagar eftir í október til þess að bjarga mánaðarstigi og ég fæ ekki séð að hann hafi tök á að bjarga því, nema svindla; hins vegar má benda á þann möguleika að hann mæti beint í Nauthólsvík og hlaupi tvö skref niður á ramp (sem er lágmarkið - mæta hlaupandi), fari í sjóinn og bjargi stigi. En hvað veit maður, kannski liggur hann undir fiðri og harmar hlutskipti sitt. Blómasalinn í Boston að braska. Ó. Þorsteinsson á leið til Danaveldis, þannig að sunnudagshlaup verður tíðindalítið og dauft. En enn er föstudagshlaup og aldrei að vita nema hlutirnir gerist þar. Nóg sagt um sinn. kv. ritari.
Nú var þjálfarinn mættur: Rúnar. Þjálfarar eru á móti fólki sem talar mikið. Þeim finnst að fólk eigi að þegja og hlusta. Það gekk erfiðlega að fá fólk til að þegja og hlusta úti á stétt, en á endanum tókst það að mestu og menn hlýddu á línu dagsins: hlaupa 10 km og taka þéttinga í lokin, fara hægt út. Þetta reyndist sumum um megn, kannski eru menn svona illa gefnir, hlustuðu ekki eða er um megn að fara eftir leiðbeiningum. M.a.s. öðlingur eins og Magnús gaf blankan fjandann í leiðbeiningar þjálfara og setti á fullan kúrs áfram þegar frá byrjun. Ég held raunar það sé vegna þess að Magnús er eins og Flosi, er bara með eina hraðastillingu og heldur henni. Nóg var af fínum hlaupurum að fara með, Eiríkur á leið í New York maraþon eftir þrjár vikur og í miðju prógrammi, Benedikt bættist í hópinn og virtist frískur, aðrir: Gísli, Jörundur, dr. Jóhanna o.fl. Veður gott, nánast enginn vindur og hlýnandi.
Farið í rólegheitum austur Ægisíðu, fremst fóru Magnús, dr. Jóhanna og einhverjir fleiri - en við Ó. Þorsteinsson og VB vorum aftastir og alveg rólegir. Ég upplýsti þá um stöðu mála í eldhúsinu: loks kominn með nýtt eldhús og farinn að elda gómsætar máltíðir. Lýsti herlegheitunum fyrir frænda mínum, og aðstæðum öllum. Svo fóru ákveðnir karaktérar að grúppéra sig saman og varð fljótlega séð í hvað stefndi: í Nauthólsvík fóru Gísli, ritari og Björn matreiðslumaður niður á ramp, dr. Jóhanna á eftir sem vitni, við strippuðum og skelltum okkur í svalandi Atlanzhafsölduna, 7 gráðu heita. Vorum ekki lengi, en það hressti okkur við. Klæddumst á ný og töltum Hlíðarfót - skilst að aðrir hafi farið út að Suðurhlíð, upp Löngubrekku og tilbaka framhjá Perlu. Auglýst er eftir heiti á þessari hlaupaleið. Er við komum út að Hringbraut mættum við Magnúsi Eldibrandi sem fór þar um og leit hvorki til hægri né vinstri. Öskruðum á hann að bíða. Magnús er samvizkusamur maður og hlýðinn, fer eftir því sem honum er sagt, tók þéttinga sem þjálfarinn hafði fyrirskipað, meðan við hin bættum aðeins í frá Valsvelli og út að háskóla.
Gott hlaup og uppfrískandi. Ég missti af mánudagshlaupi vegna tenginga heimafyrir á vaski og uppþvottavél, en ég var hins vegar mættur út á Eiðistorg um sexleytið og sá þar kuldabláar manneskjur hlaupa hjá í norðangarranum, allir í vetrargírinu. "Aumingja fólkið!" hugsaði ég og faldi mig svo ekki sæist að ég væri að skrópa. Ekki vill maður vera stimplaður sólskinshlaupari. En ég hafði, að eigin mati, gilda afsökun fyrir fjarveru.
Í pott söfnuðust valdir einstaklingar og var áfram rætt um uppskriftir að chili con carne, aukaverkanir ýmislegar sem þarf að kolefnisjafna. Upplýst var að próf. Fróði væri að skríða saman og væri væntanlegur á næstu mánuðum, sem er eins gott, aðeins eru tveir sjóbaðsdagar eftir í október til þess að bjarga mánaðarstigi og ég fæ ekki séð að hann hafi tök á að bjarga því, nema svindla; hins vegar má benda á þann möguleika að hann mæti beint í Nauthólsvík og hlaupi tvö skref niður á ramp (sem er lágmarkið - mæta hlaupandi), fari í sjóinn og bjargi stigi. En hvað veit maður, kannski liggur hann undir fiðri og harmar hlutskipti sitt. Blómasalinn í Boston að braska. Ó. Þorsteinsson á leið til Danaveldis, þannig að sunnudagshlaup verður tíðindalítið og dauft. En enn er föstudagshlaup og aldrei að vita nema hlutirnir gerist þar. Nóg sagt um sinn. kv. ritari.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.