Heill þér, Haukur!

Í fyrsta sinn í samanlagðri sögu Hlaupasamtaka Lýðveldisins hefur það gerzt að félagi í hópnum hefur látið svo lítið að geta félaga sinna í fjölmiðli. Það gerðist í þættinum "Í vikulokin" sem er milli 11 og 12 á laugardagsmorgnum í Ríkisgufunni. Í þættinum í morgun hafði Haukur félagi vor Arnþórsson orð á því að hann væri meðlimur í Samtökunum, Reykjavíkurmaraþon væri framundan og liður í undirbúningi þess væru vandlega undirbúin hlaup þessar vikurnar. Þetta var mjög óeigingjarnt framtak af hans hálfu og til mikillar fyrirmyndar í alla staði. Að sama skapi hefðí það ekki átt að koma neinum á óvart að ónefndur álitsgjafi og skoðanahafi - einnig félagi í fyrrgreindum Samtökum - kom fram í útvarpsfréttum skömmu síðar og nefndi þau ekki á nafn! Svona eru nú mennirnir ólíkir! Ritari.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband