Óheppileg tímasetning eða hvað?

Það vekur athygli að kappakstursmaður fær tækifæri til þess að sýna "listir" sínar í Smáralind á sama tíma og hjúkrunarfræðingar í Reykjavík, Akureyri og á Selfossi standa fyrir fjöldagöngu til þess að hvetja til varkárni í umferðinni með það að markmiði að fækka alvarlegum slysum - hvort sem þau valda dauða eða varanlegri örorku. Annað hvort er þetta einkar óheppileg tímasetning eða sérdeilis merkileg kaldhæðni...
mbl.is Formúluökumaður sýnir listir sínar við Smáralind
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já....þeir í Formulunni eru einmitt búnir að vera að fylgjast með fréttum á Íslandi til að skipuleggja sig hingað á þeim tíma sem þessi ganga átti að fara fram.....heimskulegt blogg!!!

 Er ekki einmitt skárra að kynna íþróttina á brautum en úti á götum.

Nafnaus eins og 98% þeirra sem blogga (IP-tala skráð) 26.6.2007 kl. 22:46

2 identicon

Ég verð eiginlega að vera sammála þeim sem kommenteraði fyrst.  Það er kannski ekki alveg hægt að líkja saman sýningu á séhönnuðu keppnistæki sem ekur í lokaðri braut og göttukappakstri.

Nonni (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 10:01

3 identicon

Ég vil benda á að eina löglega keppnisbrautin sem er til á íslandi er í Hafnarfirði og hefur hún verið þar síðan 1978 Alla föstudaga kl 20:00 er opin braut fyrir félagsmenn þar sem þeir geta spyrnt og keyrt hratt löglega og fengið þannig losun fyrir adrenalínið. 

WWW.KVARTMILA.IS  

Jón Þór Bjarnason (IP-tala skráð) 27.6.2007 kl. 13:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband