5 kíló

Jú, við vorum helstu drengirnir mættir til hefðbundins sunnudagshlaups, Ó. Þorsteinsson, Magnús tannlæknir og Ólafur skrifari. Stundvíslega kl 9:10 og gildir sá brottfarartími enn um sinn á sunnudögum, enda er engum vorkunn að vakna á dögum sem þessum þegar sólin skín og veðrið gælir við árvökula hlaupara. 

Upplýst var um ferðir blómasala í Kóngsins Kaupinhafn þar sem hann röltir milli Lagkagehuset og Jensen´s Bøfhus og graðkar í sig það sem þar er á boðstólum. Það verður laglegt ástandið á honum þegar heim er komið.

Rætt var um mannahald hjá hinu opinbera og rekstur menntastofnana, starfsaldur, Borgarlínu, Victorialine og annað það er til framfara horfir. 

Hundahald kom við sögu og hundur Skafta mágs Ólafs sem að sögn bætir við sig 5 kílóum á viku. Hér spurði Magnús: “Nú? Hundurinn eða Skafti?” Svona erum við nú gamansamir félagarnir á sunnudagshlaupunum og njótum veðurblíðu, náttúrufegurðar og útivistar um leið. Rædd nýleg greinaskrif í Dødens avis, óskiljanleg með öllu sem endranær, og er því eðlilegt að spurt sé hvort sumum væri ekki hollara að halda sig við hlaupin sem seinka allanum og fresta innlögn.

Hlaup gekk svo áreynslulaust fyrir sig að því var lokið áður en maður áttaði sig á því. Í Pott mættu auk hlaupara Mímir, Einar Gunnar og Jörundur. Rætt um Atómstöðina, kynjahalla og Samherja. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband