Hlaupið lítillega á sunnudegi.

Við vorum mættir félagarnir á Hvítasunnunni, Ólafur Þorsteinsson, blómasali og skrifari. Hlupum létt skeið á Ægisíðu og vorum í fantaformi. Rætt um það helsta sem borið hefur á góma í Vesturbænum upp á síðkastið. Þessi vísa eftir Hjálmar Freysteinsson flaut með:

Fyrst þeir ræddu flókin mál,

fóru svo að snæða.

Sigurður Ingi sagði "Skál!"

sem er ágæt ræða.

Einar blómasali er iðjusamur framkvæmdamaður og leyfði tímaplan hans ekki að farið yrði lengra en um Hlíðarfót, sem var allt í lagi og skárra en að fara alls ekki neitt.

Í Potti voru próf. emeriti Baldur og Einar Gunnar. Rætt um mat og merkjavöru og ættir nýkjörins Neskirkjuprests. Baldur rakti þær gjörla. Einar Gunnar rifjaði upp ummæli Jónasar frá Hriflu um Bændaflokkinn"Bændaflokkurinn er dauður, en hann veit bara ekki af því." Taldi hann það sama geta átt við Davíð Oddsson.

Boðið er upp á hlaup af nýju á annan í hvítasunnu kl. 10:10 frá VBL.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband