Hvílíkur kraftur, hvílík lipurð, hvílík hógværð!

Metþátttaka var í hlaupi dagsins hjá Hlaupasamtökum Lýðveldisins. Þessir voru: Þorvaldur, Fróði, Jóhanna, Flosi, Benzinn, Maggi, Rúna, skrifari, Ingi, Frikki, Hjálmar og Ósk auk þess sem Súsanna var viðstödd, en hjólaði. Langt er síðan slíkur fjöldi hefur komið saman til hlaupa. Skrifari gat upplýst um morgunverð blómasala í Danaveldi í morgun: vafningur, tvö egg, ristað brauð með áleggi - og einn kaldur á eftir.

Spurt var um plan dagsins og Jóhanna nefndi nokkrar Perlur. Ágúst varð áhyggjufullur. Flosi lagði af stað á undan okkur. Svo lagði heila hersingin upp, mishratt, og var Hjálmar sýnu hraðastur, án þess að sjáanleg ástæða væri fyrir asanum á svo ágætum degi í hópi dáindismanna og -kvenna.

Nú brá svo við að skrifari var furðu léttur á sér og enda þótt hann drægist venju samkvæmt fljótt aftur úr þeim hinum hélt hann uppi óslitnu hlaupi alla leið inn í Nauthólsvík og er það í fyrsta sinn á þessu vori. Það er breakthrough og vísbending um að þrotlausar æfingar undanfarinna vikna eru farnar að skila sér. Nú fer hálfmaraþon að verða að raunhæfu markmiði.

Ég sá til þeirra hinna framundan mér, en vissi sosum lítið um afdrif þeirra. Einhverjir fóru Hlíðarfót, aðrir í Öskjuhlíð og enn aðrir eitthvað lengra. Þetta var bara flott hlaup, þrek og styrkur að koma tilbaka hjá þessum hlaupara.

Pottur kunnuglegur, skrifari, Flosi, Benzinn, Frikki og Súsanna. Svo kom m.a.s. Þorvaldur. Rætt um skúrbyggingar, Sigga sundvörð og kúka í lauginni. Nú fer tilveran að verða lík sjálfri sér, nú vantar bara blómasalann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband