25.7.2013 | 15:06
Ýmislegir viðburðir
Félagar Hlaupasamtaka Lýðveldisins hafast ýmislegt að í fásinni sumarleyfisdaganna. Nú höfum við lokið við fjóra leggi af átta á Reykjaveginum, frá Nesjavöllum að Bláfjallavegi. Sá seinasti var frá Bláfjöllum að Bláfjallavegi Hafnarfjarðarmegin. Fórum m.a. hjá Þríhnúkagíg, sáum gæfan yrðling og jarðhýsi Einars Ólafssonar Bláfjallageims. Nú verður hlé að sinni á þessari göngu meðan Helmut og Jóhanna dvelja ytra. Svo höldum við áfram alla leið á Reykjanesið.
Svo er hlaupið endrum og sinnum, en ekki alltaf góð mæting. Þó voru um 10 hlauparar sl. mánudag og var ýmist hlaupinn Hlíðarfótur eða Suðurhlíð, og notaði skrifari tækifærið og skellti sér í sjóinn í Nauthólsvík. Í gær, miðvikudag, sást til hlaupara á Nesi og munu allmargir hafa skolað af sér í svalri Atlanzhafsöldunni.
Svo er bara að halda áfram á föstudag, ekki veitir af eftir niðurstöður þyngdarmælingar morgunsins.
Flokkur: Pistill Ritara | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.