28.6.2010 | 20:55
Afmælishlaup
Þess skal getið að hlaupið var í gærmorgun kl. 10:10 þegar þeir Þorvaldur, Benzinn og ritari þreyttu einir saman hefðbundið sunnudagshlaup. Hins vegar urðu hvorki þeir viðburðir né frásagnir að tæki því að stinga niður stílvopni að hlaupi loknu. Þó verður að segjast að þegar leið á mánudaginn varð ritara æ meira hugsað um upplýsingar Benzins úr Bláskógaskokki sem voru ítarlegar og greinargóðar. Hlaupið var erfitt við erfiðar aðstæður - en menn fóru hratt yfir. Hraðastur var Kári Steinn, uppeldissonur Hlaupasamtakanna.
Jæja, en á þessum afmælisdegi ritara var mættur allnokkur hópur til hlaups á mánudegi í 16 stiga hita og logni, sólskini. Að þessu sinni var mættur dr. Gunnlaugur Pétur Nielsen hlaupari í Boston, BNA. Áður hefur verið frá honum greint á blöðum þessum. Var honum að vonum fagnað, enda framúrskarandi hlaupari og gamalgróinn Vesturbæingur. Hins vegar vakti athygli fjarvera þriggja hlaupara sem hefðu vel mátt við því að renna gott skeið á Sólrúnarbraut í dag og bræða lýsi: blómasalinn, Biggi jógi og Kári.
Báðir þjálfarar mættir og gefin fyrirmæli um hlaup út í Nauthólsvík. Farið af stað á góðu tempói, 5 mín. meðaltempó fyrstu 4 km. Fremst voru Flóki og Jóhanna, Gulli Pétur gaf í og náði þeim, ég hékk í Eiríki, Haraldi, Möggu og líklega Gerði og þannig var hlaupið inn í Nauthólsvík. Hin voru að vísu rétt fyrir aftan okkur, m.a. Dagný, Rúnar, Kalli kokkur, og hverjir fleiri? Jú, Rakel.
Er hér var komið var upplýst um áform um brjálaða spretti, þrír 2ja km sprettir. Takk fyrir! Við Kalli ákváðum að þetta væri ekkert fyrir okkur, fórum Hlíðarfót, sem er að breytast í ákaflega skemmtilega hlaupaleið með lagfæringum sem gerðar hafa verið á svæðinu kringum um völl Gvuðsmanna. Fórum á hægara tempói tilbaka og lukum ca. 8,5 km.
Þegar ég kom úr potti sá ég allt í einu Bigga standandi á haus úti á flöt - e-r sögðu að hann hefði allt í einu dúkkað upp í miðju hlaupi eins og hann hefði aldrei gert annað en hlaupa fremstur í flokki afrekshlaupara. Ég sá líka Gulla Pétur aldeilis uppgefinn, dæsandi, stynjandi, kvartandi yfir æfingu, segjandi sem svo að hann hefði talið sig vera í ágætu formi, en þetta sýndi bara að hann þyrfti að fara að taka sig á. Í sama mund sást Þorvaldur koma með ómegð sína til Laugar.
Næst verður hlaupið á miðvikudag kl. 17:30 og verður þá farið langt, ekki styttra en að Stíbblu.
Jæja, en á þessum afmælisdegi ritara var mættur allnokkur hópur til hlaups á mánudegi í 16 stiga hita og logni, sólskini. Að þessu sinni var mættur dr. Gunnlaugur Pétur Nielsen hlaupari í Boston, BNA. Áður hefur verið frá honum greint á blöðum þessum. Var honum að vonum fagnað, enda framúrskarandi hlaupari og gamalgróinn Vesturbæingur. Hins vegar vakti athygli fjarvera þriggja hlaupara sem hefðu vel mátt við því að renna gott skeið á Sólrúnarbraut í dag og bræða lýsi: blómasalinn, Biggi jógi og Kári.
Báðir þjálfarar mættir og gefin fyrirmæli um hlaup út í Nauthólsvík. Farið af stað á góðu tempói, 5 mín. meðaltempó fyrstu 4 km. Fremst voru Flóki og Jóhanna, Gulli Pétur gaf í og náði þeim, ég hékk í Eiríki, Haraldi, Möggu og líklega Gerði og þannig var hlaupið inn í Nauthólsvík. Hin voru að vísu rétt fyrir aftan okkur, m.a. Dagný, Rúnar, Kalli kokkur, og hverjir fleiri? Jú, Rakel.
Er hér var komið var upplýst um áform um brjálaða spretti, þrír 2ja km sprettir. Takk fyrir! Við Kalli ákváðum að þetta væri ekkert fyrir okkur, fórum Hlíðarfót, sem er að breytast í ákaflega skemmtilega hlaupaleið með lagfæringum sem gerðar hafa verið á svæðinu kringum um völl Gvuðsmanna. Fórum á hægara tempói tilbaka og lukum ca. 8,5 km.
Þegar ég kom úr potti sá ég allt í einu Bigga standandi á haus úti á flöt - e-r sögðu að hann hefði allt í einu dúkkað upp í miðju hlaupi eins og hann hefði aldrei gert annað en hlaupa fremstur í flokki afrekshlaupara. Ég sá líka Gulla Pétur aldeilis uppgefinn, dæsandi, stynjandi, kvartandi yfir æfingu, segjandi sem svo að hann hefði talið sig vera í ágætu formi, en þetta sýndi bara að hann þyrfti að fara að taka sig á. Í sama mund sást Þorvaldur koma með ómegð sína til Laugar.
Næst verður hlaupið á miðvikudag kl. 17:30 og verður þá farið langt, ekki styttra en að Stíbblu.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt 29.6.2010 kl. 21:46 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.