Ritari mættur aftur: Stokkur

Vel mætt í miðvikudagshlaup, meðal þekktra andlita voru þau sem tilheyrðu próf. Fróða, Flosa, Kalla kokki, dr. Jóhönnu, Rúnari, Benna, Bigga, Unni, Rakel, Jóhönnu hinni, Ragnari, Frikka, blómasalanum, Magga og vafalaust gleymi ég einhverjum eins og venjulega. Alla vega var ágæt mæting í góðu veðri. Hefðbundið er að fara Þriggjabrúahlaup á miðvikudögum og mun svo hafa verið með flesta hlaupara í dag. Einhverjir munu þó hafa farið Hlíðarfót, þeirra á meðal blómasalinn og Maggi. Ritari fór Stokk, þótt hann nennti því eiginlega ekki, en það var bara þessi tilfinning að hjá því yrði ekki komizt. Ágúst mun einnig hafa sett sér metnaðarfull markmið, en hann hljóp Sveifluháls sl. laugardag, ríflegt maraþon.

Það gekk vel að hlaupa Stokkinn, góð tilfinning alla leið og hraði jókst er leið á hlaupið. Mætti fjölda hlaupara í Fossvogi sem voru á sprettæfingum þar. Mátti þar m.a. bera kennsl á Gissur Pétursson, forstjóra Vinnumálastofnunar, sem er hlaupari í svipuðum holdum og við blómasalinn og því ágætt að miða sig við hann. Farin hefðbundin leið út í hólmann og svo tilbaka upp Stokkinn. Nóg að drekka og bara gefið í á bakaleiðinni.

Pottur góður. Mættur Helmut. Hann minnti á að næsti föstudagur væri Fyrsti Föstudagur og spurði hvort ekki væri ástæða til að nýta hann. Af því tilefni minnti ritari á að síðasti Fyrsti Föstudagur hefði verið illa nýttur, þótt mæting hefði verið góð. Sjáum til.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband