14.6.2010 | 20:51
Kunnur hlaupari guggnar - fer að klappa hundi
Laug opin á ný, hópur kátra sveina og meyja búinn að endurheimta höfuðstöðvar hlaupa í Vesturbænum. Allnokkur hópur mættur þrátt fyrir leiðindastrekking á austan og fyrirsjáanlegan mótvind á Sólrúnarbraut. Rúnar, Margrét, Haraldur, Flóki, Ragnar, dr. Friðrik, Magnús, Flosi, blómasalinn, ritari, Gerður, Friedrich og dr. Jóhanna. Rifjað upp að Samtökin áttu suma af frambærilegustu hlaupurunum í Akraneshlaupinu á laugardaginn eð var, svo sem Flóka, Hannes, Sigga Ingvars og Friðrik Kaupmann, að ógleymdri Gerði.
Farið um bakgarða í 107 til þess að losna við leiðindin. Út í Skerjafjörð og snúið við þar, þrátt fyrir fyrirheit um Öskjuhlíð. Ekki veit ég hvað varð til þess að mönnum snerist hugur.
Þetta var öflugur hópur sem fór hratt yfir. Við aumingjarnir drógumst aftur úr eins og venjulega. Meira að segja blómasalinn sýndi af sér ákveðna drift og virtist ætla að taka vel á því í dag. Það lá vð ég spryngi þegar ég kom í Skjólin og dró þar uppi blómasalann, sem var gangandi. Þetta var með því dagpurlegasta sem ég hef séð um dagana. Aðspurður kvaðst hann finna fyrir svima og hann hefði áttað sig á því að hann hefði gleymt að borða í dag! Lái mér nú hver sem vill að láta í ljós efasemdir um þetta. Jæja, næst gerist það að hann sér hund og hleypur til að klappa honum, greinilega búinn að gleyma hver ætlunin var með því að klæðast hlaupagíri.
Þessi hlaupari hélt áfram á Nes og fann fólk fyrir í Bakkavarar-brekkunni. Það mátti fara 6-8 sinnum, ég fór tvisvar og fór svo beinustu leið tilbaka. Aðrir tóku ýmist spretti í brekkunni eða hringi niður á Lindarbraut. Góð stund í potti þar sem rætt var um mat og hlaup.
Ritari verður nú fjarverandi um sinn vegna embættisstarfa á erlendri grund, en tekur hlaupaskóna með sér og mætir vígreifur tilbaka til hlaups 23. júní nk.
Farið um bakgarða í 107 til þess að losna við leiðindin. Út í Skerjafjörð og snúið við þar, þrátt fyrir fyrirheit um Öskjuhlíð. Ekki veit ég hvað varð til þess að mönnum snerist hugur.
Þetta var öflugur hópur sem fór hratt yfir. Við aumingjarnir drógumst aftur úr eins og venjulega. Meira að segja blómasalinn sýndi af sér ákveðna drift og virtist ætla að taka vel á því í dag. Það lá vð ég spryngi þegar ég kom í Skjólin og dró þar uppi blómasalann, sem var gangandi. Þetta var með því dagpurlegasta sem ég hef séð um dagana. Aðspurður kvaðst hann finna fyrir svima og hann hefði áttað sig á því að hann hefði gleymt að borða í dag! Lái mér nú hver sem vill að láta í ljós efasemdir um þetta. Jæja, næst gerist það að hann sér hund og hleypur til að klappa honum, greinilega búinn að gleyma hver ætlunin var með því að klæðast hlaupagíri.
Þessi hlaupari hélt áfram á Nes og fann fólk fyrir í Bakkavarar-brekkunni. Það mátti fara 6-8 sinnum, ég fór tvisvar og fór svo beinustu leið tilbaka. Aðrir tóku ýmist spretti í brekkunni eða hringi niður á Lindarbraut. Góð stund í potti þar sem rætt var um mat og hlaup.
Ritari verður nú fjarverandi um sinn vegna embættisstarfa á erlendri grund, en tekur hlaupaskóna með sér og mætir vígreifur tilbaka til hlaups 23. júní nk.
Flokkur: Pistill Ritara | Breytt s.d. kl. 23:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.