Hvað gerist sautjánda júní?

Mættir fimm til hlaupa á sunnudagsmorgni á Nesi: Ó. Þorsteinsson, Þorvaldur, Flosi, blómasalinn og ritarinn. Þéttur hópur og vel til fara sem endranær. Í upphafi var velt upp þessari spurningu: hvað verður sautjánda júní? Hverjir verða krossfestir? Munu menn rétta upp hendi og segja: Nei, takk! Í þessum anda voru vangaveltur í upphafi. Síðan var talinu fljótlega snúið að bílnúmerum og húsum við Ægisíðu og Hofsvallagötu, eigendum þeirra, ættfræði og pólítísku vafstri. Heitt var í veðri, svo að fljótlega urðu menn að fækka fötum.

Við mættum Helgu Jónsdóttur frá Melum. Hún gaf fyrirmæli eiginmanni sínum og hann virtist taka þeim af karlmennsku. Við áfram í Nauthólsvík þar sem Hannes slóst í för með okkur. Hann spurði hvort við kölluðum "þetta" hlaup. Ekki veit ég hvað hann átti við með "þetta" - við hlupum þótt við færum ekki mjög hratt yfir, enda er það ekki hefðin á sunnudögum að fara með ærslum og hávaða. Ólafur frændi minn vék af leið og fór Hlíðarfót þar sem hann ætlaði  að heiðra tengdaföður sinn á afmælisdegi hans. Meira um það seinna. Við hinir áfram á Flanir og Kirkjugarð.

Ekki varð af því að menn stoppuðu í Kirkjugarði eins og hefðin þó býður á sunnudögum. Haldið áfram skokkandi og í raun ekki stoppað nema þegar við Einar tókum það upp hjá sjálfum okkur. Flosi og Hannes fóru fyrstir og hurfu okkur á Rauðarárstíg, en við hinir fórum á hefðbundnum sunnudagshraða. Er við komum á Mýrargötu dró forvitnin okkur yfir að Höfninni því að við höfðum heyrt að þar væri búið að opna fiskmarkað. Engin merki um slíkt var að sjá þar, en það var samt gaman að koma á fornar slóðir, þarna hljóp hópurinn jafnan á sunnudögum hérna í den, þegar góðir menn eins og Vilhjálmur Bjarnason hlupu með okkur.

Það voru Ánanaust og svo á Nesið. Flosi lengdi eitthvað vestur úr. Þar sem við stöndum á Plani og teygjum kemur Ó. Þorsteinsson móður og másandi á Plan og hafði farið styttri leið tilbaka, en verið lengur að því en ef hann hefði komið með okkur vegna þess að hann þurfti að taka tvo menn tali á leiðinni! Dæimgerð þróun mála þar.

Nú er bara að sjá hvort Vesturbæjarlaug opnar á morgun, en miði í þá veruna var kominn á útihurð í gærmorgun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband